Konan sögð beitt þrýstingi að segja hælisleitandann vera föðurinn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2013 07:00 Samkvæmt úrskurði Útlendingastofnunar er skilyrði fjölskyldusameiningar ekki uppfyllt enda sé maðurinn ekki í sambandi við meinta barnsmóður og ekki sé sannað að barnið sé hans. FBL/Stefán Karlsson Hælisleitandinn sem lögregla leitar að og átti að senda úr landi í gær er grunaður um aðild að mansalsmálinu sem kom upp á Suðurnesjum í sumar. Ætluð barnsmóðir mannsins, sem einnig er hælisleitandi, ber við að hún sé mansalsfórnarlamb og gefa rannsóknargögn til kynna að hún sé beitt þrýstingi um að segja manninn vera föðurinn. Þetta kemur fram í rökstuðningi innanríkisráðuneytisins um synjun á endurupptöku á úrskurðinum um að senda manninn úr landi. Mál mannsins hefur vakið mikla athygli síðustu daga og hafa mótmæli verið skipulögð fyrir framan innanríkisráðuneytið í dag undir yfirskriftinni Mótmæli gegn sundrun flóttafjölskyldu frá Nígeríu. Kemur fram á Facebook-síðu mómælanna að brottvísun mannsins úr landi sé lögbrot þar sem hann á unnustu og ófætt barn á Íslandi. Í rökstuðningi innanríkisráðuneytisins kemur aftur á móti fram að maðurinn eigi ekki í sambandi við meinta barnsmóður sína, heldur eigi hann í sambandi við íslenska konu. Einnig að faðernisviðurkenning muni fara fram í kjölfar fæðingar barnsins. Í rökstuðningnum segir ennfremur að maðurinn teljist ekki í lögmætri dvöl á Íslandi. Þegar hann sótti um hæli kom margsinnis fram að unnusta hans byggi í Kanada, hann hefði verið á leið þangað og sagði hann sjálfur að hann hefði engin sérstök tengsl við Ísland. Að mati ráðuneytisins hefur sú staðreynd ekki breyst. Lögmaður mannsins bað um frestun á að senda manninn úr landi til að bera málið undir dómsstóla. Frestunin er byggð á grundvelli ófædda barnsins en einnig að maðurinn sé í sambandi við íslenska konu, sé heilsuveill og hafi stöðu grunaðs manns vegna tveggja mála á Suðurnesjunum og vilji hann hreinsa nafn sitt. Þar að auki að maðurinn hafi í hyggju að höfða mál til ógildingar á úrskurði ráðuneytisins. Í rökstuðningi ráðuneytisins fyrir synjun á endurupptöku málsins segir að skilyrði fjölskyldusameiningar sé ekki uppfyllt þrátt fyrir samband mannsins við íslenskan ríkisborgara og möguleika á að hann sé faðir barnsins. Þá njóti hælisleitendur í Sviss viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Einnig hafi kærandi upplýst að hann hafi ekki sætt áframhaldandi rannsókn lögreglu vegna málanna á Suðurnesjum og því sé engin ástæða til að fresta réttaráhrifum vegna þeirra. Ráðuneytið tekur einnig fram að það telji ekki ástæðu til að líta svo á að flutningur mannsins til Sviss leiði til þess að hann fái ekki úrlausn um ógildingarkröfu sína fyrir dómstólum. Hægt sé að fjalla um málið án þess að kærandi sé staddur á landinu. Hælisleitendur Lekamálið Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Hælisleitandinn sem lögregla leitar að og átti að senda úr landi í gær er grunaður um aðild að mansalsmálinu sem kom upp á Suðurnesjum í sumar. Ætluð barnsmóðir mannsins, sem einnig er hælisleitandi, ber við að hún sé mansalsfórnarlamb og gefa rannsóknargögn til kynna að hún sé beitt þrýstingi um að segja manninn vera föðurinn. Þetta kemur fram í rökstuðningi innanríkisráðuneytisins um synjun á endurupptöku á úrskurðinum um að senda manninn úr landi. Mál mannsins hefur vakið mikla athygli síðustu daga og hafa mótmæli verið skipulögð fyrir framan innanríkisráðuneytið í dag undir yfirskriftinni Mótmæli gegn sundrun flóttafjölskyldu frá Nígeríu. Kemur fram á Facebook-síðu mómælanna að brottvísun mannsins úr landi sé lögbrot þar sem hann á unnustu og ófætt barn á Íslandi. Í rökstuðningi innanríkisráðuneytisins kemur aftur á móti fram að maðurinn eigi ekki í sambandi við meinta barnsmóður sína, heldur eigi hann í sambandi við íslenska konu. Einnig að faðernisviðurkenning muni fara fram í kjölfar fæðingar barnsins. Í rökstuðningnum segir ennfremur að maðurinn teljist ekki í lögmætri dvöl á Íslandi. Þegar hann sótti um hæli kom margsinnis fram að unnusta hans byggi í Kanada, hann hefði verið á leið þangað og sagði hann sjálfur að hann hefði engin sérstök tengsl við Ísland. Að mati ráðuneytisins hefur sú staðreynd ekki breyst. Lögmaður mannsins bað um frestun á að senda manninn úr landi til að bera málið undir dómsstóla. Frestunin er byggð á grundvelli ófædda barnsins en einnig að maðurinn sé í sambandi við íslenska konu, sé heilsuveill og hafi stöðu grunaðs manns vegna tveggja mála á Suðurnesjunum og vilji hann hreinsa nafn sitt. Þar að auki að maðurinn hafi í hyggju að höfða mál til ógildingar á úrskurði ráðuneytisins. Í rökstuðningi ráðuneytisins fyrir synjun á endurupptöku málsins segir að skilyrði fjölskyldusameiningar sé ekki uppfyllt þrátt fyrir samband mannsins við íslenskan ríkisborgara og möguleika á að hann sé faðir barnsins. Þá njóti hælisleitendur í Sviss viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Einnig hafi kærandi upplýst að hann hafi ekki sætt áframhaldandi rannsókn lögreglu vegna málanna á Suðurnesjum og því sé engin ástæða til að fresta réttaráhrifum vegna þeirra. Ráðuneytið tekur einnig fram að það telji ekki ástæðu til að líta svo á að flutningur mannsins til Sviss leiði til þess að hann fái ekki úrlausn um ógildingarkröfu sína fyrir dómstólum. Hægt sé að fjalla um málið án þess að kærandi sé staddur á landinu.
Hælisleitendur Lekamálið Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira