Konur eru svo svakalega mikið upp á karlhöndina Friðrika Benónýsdóttir skrifar 8. nóvember 2014 13:30 Steinunn Sigurðardóttir er í essinu sínu í Gæðakonum. MYND/Þorsteinn Hauksson Hluti af rithöfundardjobbinu er auðvitað að vera í sambandi við hræringar heimsins og allir sem hafa fylgst með vissu það að Ísland var að sigla inn í eldgosatímabil eftir tiltöluleg rólegheit síðustu áratugina,“ segir Steinunn Sigurðardóttir spurð hvers vegna hún hafi gert aðalpersónu nýrrar skáldsögu sinnar, Gæðakonur, að eldfjallafræðingi. „Þar að auki dreymdi mig um það alveg frá því ég var að vinna á fréttastofu útvarps að hafa jarðvísindamann í aðalhlutverki. Mér þótti alltaf svo varið í að tala við þá stétt. Og nú er ég svo heppin að margar konur eru komnar í þetta karlastarf. Kannski læðist að einhverjum sá ljóti grunur að ég hafi gert Maríu að sérfræðingi í Bárðarbungu eftir að eldsumbrotin hófust, en það var komið inn í söguna fimm vikum áður. Ekki skyggnigáfa höfundar, heldur er Bárðarbunga ein hættulegasta eldstöðin okkar, og vísindamenn hafa líka óttast að Vatnajökull væri að sigla inn í óróleikatímabil. Svo náði ég líka orðaleik, uppáhaldsmaður Maríu Hólm er kollegi hennar sem heitir Bárður.“Ómöguleiki þess að vera til María Hólm er kona á miðjum aldri sem eftir missi stóru ástarinnar og lok dauflegs hjónabands tekur upp ástarsamband við konu. Það hins vegar gengur lítið betur en sambönd við karlmenn, ertu að segja að það sé bara vonlaust mál að vera í ástarsamböndum yfirleitt? „Já, það er alveg vonlaust mál,“ segir Steinunn og skellihlær. „En ég held að þessi bóki fjalli öðrum þræði um ómöguleika þess að vera til, sem er upplifun sem ég veit að fleiri en María Hólm munu kannast við. Samt reynir manneskjan nú yfirleitt að krafla sig áfram og reynir að breyta lífi sínu á ýmsan máta eins og María.“ Steinunn segir að bókin hafi bókstaflega ruðst fram, sérstaklega þær María Hólm og Gemma, og hún hafi neyðst til að láta undan þeim þrýstingi. „Það er mjög sérstakt og hefur ekki oft komið fyrir mig. Svo kom bókin mér sjálfri oft á óvart. Ég var alltaf að henda út einhverjum leiðarhnoðum sem ég sá ekki hvert ég var búin að henda. Í bókarlok þegar María er að velja kost sem þrengir tilveru hennar til muna finnur hún samt leið til að skilja eftir von um nýjan möguleika. Því þótt lífið sé vissulega grimmt þá er það um leið áskorun og ég hef yfirleitt látið persónurnar í bókunum mínum taka því þannig.“ Eftirsjáin eftir því sem ekki varð er ansi ríkur þáttur í lífi Maríu, rétt eins og Öldu í Tímaþjófnum, finnst þér fólk oft eyða lífinu í eftirsjá? „Ég veit það ekki, en þetta er svo svakalega gott söguefni. Sorgin er samt held ég oft ótrúlega stór hluti af lífi fólks þótt það sjáist ekki á yfirborðinu. Og glötuð ást er ótrúlega sterkur þráður í lífi margra, en auðvitað ganga bókmenntirnar út á það að ýkja hlutina upp.“Konur eiga að styðja hver aðra Það er óhjákvæmilegt annað en að lesa Gæðakonur sem innlegg í umræðuna um femínismann og sumum mun kannski finnast að þú sért að gera lítið úr honum. „Það er sko algjörlega fjarri mér. Gemma dissar femínisma í smá orðræðu þar sem henni finnst ekki nógu langt gengið, af því að það dugi ekkert annað en að konur taki yfir. En höfundur bókarinnar er náttúrulega ekki svo vitlaus að gera lítið úr kvennabaráttu. Það á að duga að lesa skáldsögurnar mínar til að sannfærast um það. Og þannig er að allt sem ég hef lært um jafnrétti og óréttlæti milli kynjanna hefur lífið fært mér. Ég trúi engu sem stendur á bók og ég get ekki verið í hóp. Það er hins vegar áhætta sem allir höfundar taka að bækur þeirra séu ekki bara túlkaðar heldur rangtúlkaðar og ef maður ætlaði að forðast það myndi maður aldrei gefa neitt út. En Gemma, byltingarkonan sem vill að konur taki yfir heiminn, vill líka að konur séu saman sem ástkonur og predikar þá skoðun fyrir Maríu sem er í upphafi sögu orðin dálítið vaklandi og farin að velta því fyrir sér hvernig væri að búa með konu. Mér finnst sjálfri að miðað það hvernig heimurinn veltist sé brýnt að konur reyni að styðja hver aðra, en það er bara ekki það sem þær eru að gera. Konur eru nefnilega svo svakalega upp á karlhöndina að þegar þær komast í valdastöðu þá vilja þær hjálpa drengjunum, stelpurnar sjá um sig sjálfar. Þær hafa jú alltaf gert það. Karlmenn standa líka með karlmönnum og ofan á þetta bætist, eins og ég kem inn á í bókinni, að konur líta verk sín öðrum augum en karlmenn. Auðvitað má ekki alhæfa um þetta en mjög oft finnst karlmönnum það sem þeir eru að gera miklu merkilegra en konum finnst það sem þær gera. Þannig að við höfum svo margfalda ástæðu til að vera í liði saman, við kvenfólkið, og mér finnst við gera miklu minna af því en haldið er fram.“Stjórnmál og hefndir Eru þá allar hörmungar heimsins karlmönnum að kenna? „Ja, Gemma kennir gagnkynhneigðum karlmönnum um allar ófarir heimsins og talar um þá sem eyðileggjendur og nauðgara. Og það er auðvitað skelfilegt að nauðganir séu notaðar sem stríðstæki beinlínis. Ég las einu sinni viðtal við afríska konu sem lýsti löngum og erfiðum vinnudegi kvennanna í þorpinu, sem um leið og þær unnu öll störfin voru í stöðugri hættu að vera nauðgað, á meðan karlarnir sátu heima og töluðu um stjórnmál og hefndir. Er það kannski heimurinn í hnotskurn?“ Samt er eiginlega eina almennilega manneskjan í persónugalleríi bókarinnar karl… „Góður punktur! Maður verður auðvitað að afbyggja aðalkenninguna, það gengur ekki að hún gangi upp. Ég er reyndar bara svo óskaplega hrifin af honum Bárði, sem ég endurnýtti úr Hundrað dyrum í golunni, hann er svo mikið minn maður. Þetta er líka óður til vináttusambands fólks af gagnstæðu kyni. Við höfum svo gott af því að umgangast hvort annað.“ Eitt af meginstefjum bókarinnar er, eins og oft hjá þér, hvað manneskjan veit lítið um sjálfa sig og hefur af sér falska mynd. „Gæðakonur er líka bók um það hvað við vitum lítið um aðra. Hvað veit María um Gemmu þegar upp er staðið? Og það er ljóst að hún er ekki glögg á sjálfa sig, hún María. En er þetta ekki oft svona? Mjög fáir ná að virkja vitsmuni sína nógu vel til að halda utan um eigin tilfinningar. Ég er algjörlega hörð á því að við sjáum ekki sjálf okkur eins og við erum. Ég orðaði þessa skoðun einu sinni við vinkonu mína sem svaraði þurrlega: „Sem betur fer.“ Og það er sennilega rétt hjá henni, okkur myndi ekki endilega líka mjög vel við þá sýn.“ Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Hluti af rithöfundardjobbinu er auðvitað að vera í sambandi við hræringar heimsins og allir sem hafa fylgst með vissu það að Ísland var að sigla inn í eldgosatímabil eftir tiltöluleg rólegheit síðustu áratugina,“ segir Steinunn Sigurðardóttir spurð hvers vegna hún hafi gert aðalpersónu nýrrar skáldsögu sinnar, Gæðakonur, að eldfjallafræðingi. „Þar að auki dreymdi mig um það alveg frá því ég var að vinna á fréttastofu útvarps að hafa jarðvísindamann í aðalhlutverki. Mér þótti alltaf svo varið í að tala við þá stétt. Og nú er ég svo heppin að margar konur eru komnar í þetta karlastarf. Kannski læðist að einhverjum sá ljóti grunur að ég hafi gert Maríu að sérfræðingi í Bárðarbungu eftir að eldsumbrotin hófust, en það var komið inn í söguna fimm vikum áður. Ekki skyggnigáfa höfundar, heldur er Bárðarbunga ein hættulegasta eldstöðin okkar, og vísindamenn hafa líka óttast að Vatnajökull væri að sigla inn í óróleikatímabil. Svo náði ég líka orðaleik, uppáhaldsmaður Maríu Hólm er kollegi hennar sem heitir Bárður.“Ómöguleiki þess að vera til María Hólm er kona á miðjum aldri sem eftir missi stóru ástarinnar og lok dauflegs hjónabands tekur upp ástarsamband við konu. Það hins vegar gengur lítið betur en sambönd við karlmenn, ertu að segja að það sé bara vonlaust mál að vera í ástarsamböndum yfirleitt? „Já, það er alveg vonlaust mál,“ segir Steinunn og skellihlær. „En ég held að þessi bóki fjalli öðrum þræði um ómöguleika þess að vera til, sem er upplifun sem ég veit að fleiri en María Hólm munu kannast við. Samt reynir manneskjan nú yfirleitt að krafla sig áfram og reynir að breyta lífi sínu á ýmsan máta eins og María.“ Steinunn segir að bókin hafi bókstaflega ruðst fram, sérstaklega þær María Hólm og Gemma, og hún hafi neyðst til að láta undan þeim þrýstingi. „Það er mjög sérstakt og hefur ekki oft komið fyrir mig. Svo kom bókin mér sjálfri oft á óvart. Ég var alltaf að henda út einhverjum leiðarhnoðum sem ég sá ekki hvert ég var búin að henda. Í bókarlok þegar María er að velja kost sem þrengir tilveru hennar til muna finnur hún samt leið til að skilja eftir von um nýjan möguleika. Því þótt lífið sé vissulega grimmt þá er það um leið áskorun og ég hef yfirleitt látið persónurnar í bókunum mínum taka því þannig.“ Eftirsjáin eftir því sem ekki varð er ansi ríkur þáttur í lífi Maríu, rétt eins og Öldu í Tímaþjófnum, finnst þér fólk oft eyða lífinu í eftirsjá? „Ég veit það ekki, en þetta er svo svakalega gott söguefni. Sorgin er samt held ég oft ótrúlega stór hluti af lífi fólks þótt það sjáist ekki á yfirborðinu. Og glötuð ást er ótrúlega sterkur þráður í lífi margra, en auðvitað ganga bókmenntirnar út á það að ýkja hlutina upp.“Konur eiga að styðja hver aðra Það er óhjákvæmilegt annað en að lesa Gæðakonur sem innlegg í umræðuna um femínismann og sumum mun kannski finnast að þú sért að gera lítið úr honum. „Það er sko algjörlega fjarri mér. Gemma dissar femínisma í smá orðræðu þar sem henni finnst ekki nógu langt gengið, af því að það dugi ekkert annað en að konur taki yfir. En höfundur bókarinnar er náttúrulega ekki svo vitlaus að gera lítið úr kvennabaráttu. Það á að duga að lesa skáldsögurnar mínar til að sannfærast um það. Og þannig er að allt sem ég hef lært um jafnrétti og óréttlæti milli kynjanna hefur lífið fært mér. Ég trúi engu sem stendur á bók og ég get ekki verið í hóp. Það er hins vegar áhætta sem allir höfundar taka að bækur þeirra séu ekki bara túlkaðar heldur rangtúlkaðar og ef maður ætlaði að forðast það myndi maður aldrei gefa neitt út. En Gemma, byltingarkonan sem vill að konur taki yfir heiminn, vill líka að konur séu saman sem ástkonur og predikar þá skoðun fyrir Maríu sem er í upphafi sögu orðin dálítið vaklandi og farin að velta því fyrir sér hvernig væri að búa með konu. Mér finnst sjálfri að miðað það hvernig heimurinn veltist sé brýnt að konur reyni að styðja hver aðra, en það er bara ekki það sem þær eru að gera. Konur eru nefnilega svo svakalega upp á karlhöndina að þegar þær komast í valdastöðu þá vilja þær hjálpa drengjunum, stelpurnar sjá um sig sjálfar. Þær hafa jú alltaf gert það. Karlmenn standa líka með karlmönnum og ofan á þetta bætist, eins og ég kem inn á í bókinni, að konur líta verk sín öðrum augum en karlmenn. Auðvitað má ekki alhæfa um þetta en mjög oft finnst karlmönnum það sem þeir eru að gera miklu merkilegra en konum finnst það sem þær gera. Þannig að við höfum svo margfalda ástæðu til að vera í liði saman, við kvenfólkið, og mér finnst við gera miklu minna af því en haldið er fram.“Stjórnmál og hefndir Eru þá allar hörmungar heimsins karlmönnum að kenna? „Ja, Gemma kennir gagnkynhneigðum karlmönnum um allar ófarir heimsins og talar um þá sem eyðileggjendur og nauðgara. Og það er auðvitað skelfilegt að nauðganir séu notaðar sem stríðstæki beinlínis. Ég las einu sinni viðtal við afríska konu sem lýsti löngum og erfiðum vinnudegi kvennanna í þorpinu, sem um leið og þær unnu öll störfin voru í stöðugri hættu að vera nauðgað, á meðan karlarnir sátu heima og töluðu um stjórnmál og hefndir. Er það kannski heimurinn í hnotskurn?“ Samt er eiginlega eina almennilega manneskjan í persónugalleríi bókarinnar karl… „Góður punktur! Maður verður auðvitað að afbyggja aðalkenninguna, það gengur ekki að hún gangi upp. Ég er reyndar bara svo óskaplega hrifin af honum Bárði, sem ég endurnýtti úr Hundrað dyrum í golunni, hann er svo mikið minn maður. Þetta er líka óður til vináttusambands fólks af gagnstæðu kyni. Við höfum svo gott af því að umgangast hvort annað.“ Eitt af meginstefjum bókarinnar er, eins og oft hjá þér, hvað manneskjan veit lítið um sjálfa sig og hefur af sér falska mynd. „Gæðakonur er líka bók um það hvað við vitum lítið um aðra. Hvað veit María um Gemmu þegar upp er staðið? Og það er ljóst að hún er ekki glögg á sjálfa sig, hún María. En er þetta ekki oft svona? Mjög fáir ná að virkja vitsmuni sína nógu vel til að halda utan um eigin tilfinningar. Ég er algjörlega hörð á því að við sjáum ekki sjálf okkur eins og við erum. Ég orðaði þessa skoðun einu sinni við vinkonu mína sem svaraði þurrlega: „Sem betur fer.“ Og það er sennilega rétt hjá henni, okkur myndi ekki endilega líka mjög vel við þá sýn.“
Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira