Konur gerendur heimilisofbeldis til jafns við karla Jóhannes Stefánsson skrifar 31. maí 2013 19:46 Erlend samanburðarrannsókn bendir á að konur séu jafn líklegar og karlar til að beita ofbeldi inni á heimilum. Mynd/ GETTY Konur eru ekki síður gerendur heimilisofbeldis en karlar, ef marka má nýja samanburðarrannsókn sem birtist í fagtímaritinu Partner Abuse. Þetta þykir rannsakendunum stangast á við staðlaðar hugmyndir um gerendur heimilisofbeldis. Um er að ræða eina ítarlegustu samanburðarrannsókn sem gerð hefur verið á heimilisofbeldi, en rannsóknin leiðir í ljós að konur beita líkamlegu of andlegu ofbeldi til jafns við karlmenn. Þá sýnir rannsóknin að konur eru ekki síður stjórnlyndar en menn í heimilisaðstæðum. Samanburðarrannsóknin var framkvæmd af 42 fræðimönnum við 20 háskóla og tók til 1.700 rannsókna á 17 fræðisviðum. Rannsóknin tók tæp þrjú ár í framkvæmd. John Hamel, ritstjóri fagtímaritsins Partner Abuse, stýrði rannsókninni. „Rannsóknir í málaflokknum hafa orðið óþarflega pólitískar og brotakenndar seinustu ár," sagði Hamel. „Tilgangur rannsóknarinnar var að leiða saman á staðreyndabyggðan, gagnsæjan og kerfisbundinn hátt upplýsingar og þekkingu um ofbeldi í samböndum, en upplýsingarnar þurftu líka að vera áreiðanlegar, nýlegar og aðgengilegar öllum. PASK [The Partner Abuse State of Knowledge project, innsk. blm.] er byggt á þeirri grunnhugsun að allir eigi rétt á sinni skoðun, en ekki sínum eigin staðreyndum. Þessar staðreyndir eiga að vera aðgengilegar öllum og pólitíska stefnu í málaflokknum þarf að byggja á þessum staðreyndum en ekki á hugmyndafræði eða sérhagsmunum." Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að konur og karlar beita ofbeldi til jafns við hvort annað hvort sem það er líkamlegt, eða andlegt, utan þess að karlar eru líklegri til að beita kynferðislegum þvingunum en konur. Þá kom í ljóst að heimilisofbeldi er að jafnaði á báða bóga og konur jafn líklegar og karlar til að vera stjórnlyndar. Til viðbótar leiddi rannsóknin í ljós að heimilisofbeldi í garð beggja kynja tengdist sömu áhættuþáttum og að sömu hvatar voru að baki ofbeldinu sama hvors kyns gerandinn var. „Þó að rannsóknir staðfesti að heimilisofbeldi hefur meiri áhrif á konur þá sýna þessar niðurstöður að stefnubreytingar er þörf, til dæmis þarf að beina athyglinni nánar að ofbeldi af hálfu kvenna, ofbeldi á báða bóga og þörfum karlkyns fórnarlamba." Þá bendir Hamel á að karlar eru mun oftar handteknir en konur í tengslum við heimilisofbeldi, stundum af tilviljanakenndum ástæðum ef ekki er vitað hver gerandinn er, eins og einfaldlega vegna þess að karlar eru jafnan stærri og sterkari en konur. „Verklag af þessu tagi er ekki bara árangurslítið, heldur brýtur það líka á mannréttindum fólks.“ Nánar má lesa um málið í fréttatilkynningu frá útgefanda Partner Abuse. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Konur eru ekki síður gerendur heimilisofbeldis en karlar, ef marka má nýja samanburðarrannsókn sem birtist í fagtímaritinu Partner Abuse. Þetta þykir rannsakendunum stangast á við staðlaðar hugmyndir um gerendur heimilisofbeldis. Um er að ræða eina ítarlegustu samanburðarrannsókn sem gerð hefur verið á heimilisofbeldi, en rannsóknin leiðir í ljós að konur beita líkamlegu of andlegu ofbeldi til jafns við karlmenn. Þá sýnir rannsóknin að konur eru ekki síður stjórnlyndar en menn í heimilisaðstæðum. Samanburðarrannsóknin var framkvæmd af 42 fræðimönnum við 20 háskóla og tók til 1.700 rannsókna á 17 fræðisviðum. Rannsóknin tók tæp þrjú ár í framkvæmd. John Hamel, ritstjóri fagtímaritsins Partner Abuse, stýrði rannsókninni. „Rannsóknir í málaflokknum hafa orðið óþarflega pólitískar og brotakenndar seinustu ár," sagði Hamel. „Tilgangur rannsóknarinnar var að leiða saman á staðreyndabyggðan, gagnsæjan og kerfisbundinn hátt upplýsingar og þekkingu um ofbeldi í samböndum, en upplýsingarnar þurftu líka að vera áreiðanlegar, nýlegar og aðgengilegar öllum. PASK [The Partner Abuse State of Knowledge project, innsk. blm.] er byggt á þeirri grunnhugsun að allir eigi rétt á sinni skoðun, en ekki sínum eigin staðreyndum. Þessar staðreyndir eiga að vera aðgengilegar öllum og pólitíska stefnu í málaflokknum þarf að byggja á þessum staðreyndum en ekki á hugmyndafræði eða sérhagsmunum." Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að konur og karlar beita ofbeldi til jafns við hvort annað hvort sem það er líkamlegt, eða andlegt, utan þess að karlar eru líklegri til að beita kynferðislegum þvingunum en konur. Þá kom í ljóst að heimilisofbeldi er að jafnaði á báða bóga og konur jafn líklegar og karlar til að vera stjórnlyndar. Til viðbótar leiddi rannsóknin í ljós að heimilisofbeldi í garð beggja kynja tengdist sömu áhættuþáttum og að sömu hvatar voru að baki ofbeldinu sama hvors kyns gerandinn var. „Þó að rannsóknir staðfesti að heimilisofbeldi hefur meiri áhrif á konur þá sýna þessar niðurstöður að stefnubreytingar er þörf, til dæmis þarf að beina athyglinni nánar að ofbeldi af hálfu kvenna, ofbeldi á báða bóga og þörfum karlkyns fórnarlamba." Þá bendir Hamel á að karlar eru mun oftar handteknir en konur í tengslum við heimilisofbeldi, stundum af tilviljanakenndum ástæðum ef ekki er vitað hver gerandinn er, eins og einfaldlega vegna þess að karlar eru jafnan stærri og sterkari en konur. „Verklag af þessu tagi er ekki bara árangurslítið, heldur brýtur það líka á mannréttindum fólks.“ Nánar má lesa um málið í fréttatilkynningu frá útgefanda Partner Abuse.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira