Innlent

Kornsnákur fannst í austurborginni

Snákurinn sem fannst í austurborginni.
Snákurinn sem fannst í austurborginni. mynd/Lögreglan
Kornsnákur fannst í húsi í austurborginni um helgina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók snákinn í vörslu en skriðdýrið var síðan flutt á dýraspítala. Snákurinn er rúmlega metri á lengd.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkur snákur finnst hér á landi. Í september árið 2010 var lagt hald á samskonar snák í íbúð í Breiðholti.

Fram kemur á Vísindavefnum að kornsnákar séu af ætt rottusnáka og þykja þeir afar blíðir. Þá eru þeir vinsæl gæludýr víða um heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×