Kosið til stjórnlagaþings 27. nóvember 12. ágúst 2010 16:35 Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, hefur að höfðu samráði við stjórnlaganefnd og Rögnu Árnadóttur, dómsmála- og mannréttindaráðherra, ákveðið að kjördagur til stjórnlagaþings verði laugardaginn 27. nóvember næstkomandi. Hlutverk stjórnlagaþings er að endurskoða stjórnarskrá Íslands. Stjórnlagaþingið skal skipað minnst 25 og mest 31 þjóðkjörnum fulltrúa sem kosnir skulu persónukosningu og er landið eitt kjördæmi við þessa kosningu. Framboðsfrestur fyrir stjórnlagaþingskosningar rennur út 18. október 2010. Þá hefur stjórnlaganefnd sem kjörin var af Alþingi í júní ákveðið að þjóðfundur um stjórnarskrá verði haldinn helgina 6.-7. nóvember 2010. Fundurinn er undanfari stjórnlagaþings.Fulltrúar valdir með slembiúrtaki Þjóðfundurinn verður skipaður um 1000 fulltrúum, völdum með slembiúrtaki úr þjóðskrá þar sem gætt er að eðlilegri skiptingu þátttakenda af landinu öllu og að kynjaskipting sé sem jöfnust. Á þjóðfundinum verður kallað eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings um stjórnskipan landsins og stjórnarskrá og breytingar á henni. Þjóðfundur um stjórnarskrá er liður í endurskoðun á stjórnarskrá lýðveldisins. Stjórnlaganefnd skal vinna úr upplýsingum sem safnast á þjóðfundinum og afhenda stjórnlagaþingi þegar það kemur saman í febrúar 2011. Nefndin mun jafnframt annast söfnun og úrvinnslu gagna og upplýsinga um stjórnarskrármálefni sem nýst geta stjórnlagaþingi. Þá mun hún leggja fram hugmyndir til stjórnlagaþings um breytingar á stjórnarskrá.Stuðla að virkri umræðu um stjórnskipan landsins Um næstu mánaðamót mun stjórnlaganefnd senda út boðun til þjóðfundarins. Jafnframt verður opnuð heimasíða þar sem nánari upplýsingar um fyrirkomulag og efni fundarins verða kynnt. Einnig verða á heimasíðunni margs konar upplýsingar um stjórnarskrármálefni sem ætlað er að stuðla að virkri umræðu um stjórnskipan Íslands. Í stjórnlaganefnd sitja Guðrún Pétursdóttir, formaður, Aðalheiður Ámundadóttir, Ágúst Þór Árnason, Björg Thorarensen, Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Njörður P. Njarðvík og Skúli Magnússon. Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, hefur að höfðu samráði við stjórnlaganefnd og Rögnu Árnadóttur, dómsmála- og mannréttindaráðherra, ákveðið að kjördagur til stjórnlagaþings verði laugardaginn 27. nóvember næstkomandi. Hlutverk stjórnlagaþings er að endurskoða stjórnarskrá Íslands. Stjórnlagaþingið skal skipað minnst 25 og mest 31 þjóðkjörnum fulltrúa sem kosnir skulu persónukosningu og er landið eitt kjördæmi við þessa kosningu. Framboðsfrestur fyrir stjórnlagaþingskosningar rennur út 18. október 2010. Þá hefur stjórnlaganefnd sem kjörin var af Alþingi í júní ákveðið að þjóðfundur um stjórnarskrá verði haldinn helgina 6.-7. nóvember 2010. Fundurinn er undanfari stjórnlagaþings.Fulltrúar valdir með slembiúrtaki Þjóðfundurinn verður skipaður um 1000 fulltrúum, völdum með slembiúrtaki úr þjóðskrá þar sem gætt er að eðlilegri skiptingu þátttakenda af landinu öllu og að kynjaskipting sé sem jöfnust. Á þjóðfundinum verður kallað eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings um stjórnskipan landsins og stjórnarskrá og breytingar á henni. Þjóðfundur um stjórnarskrá er liður í endurskoðun á stjórnarskrá lýðveldisins. Stjórnlaganefnd skal vinna úr upplýsingum sem safnast á þjóðfundinum og afhenda stjórnlagaþingi þegar það kemur saman í febrúar 2011. Nefndin mun jafnframt annast söfnun og úrvinnslu gagna og upplýsinga um stjórnarskrármálefni sem nýst geta stjórnlagaþingi. Þá mun hún leggja fram hugmyndir til stjórnlagaþings um breytingar á stjórnarskrá.Stuðla að virkri umræðu um stjórnskipan landsins Um næstu mánaðamót mun stjórnlaganefnd senda út boðun til þjóðfundarins. Jafnframt verður opnuð heimasíða þar sem nánari upplýsingar um fyrirkomulag og efni fundarins verða kynnt. Einnig verða á heimasíðunni margs konar upplýsingar um stjórnarskrármálefni sem ætlað er að stuðla að virkri umræðu um stjórnskipan Íslands. Í stjórnlaganefnd sitja Guðrún Pétursdóttir, formaður, Aðalheiður Ámundadóttir, Ágúst Þór Árnason, Björg Thorarensen, Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Njörður P. Njarðvík og Skúli Magnússon.
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira