Kosið um aðild að ESB 2. ágúst 2012 06:00 Kosið var um aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu í fjórtán aðildarríkjum sambandsins af 27. Þessi ríki eru Danmörk og Írland árið 1972, Austurríki, Finnland og Svíþjóð árið 1994 og Eistland, Lettland, Litháen, Malta, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland og Ungverjaland árið 2003. Í flestum ríkjum voru niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar afgerandi. Aðild hefur oftast verið samþykkt með 60-90 prósentum atkvæða og kosningaþátttaka hefur almennt verið góð. Nokkur ríki skera sig þó úr hvað þetta varðar. Þannig var aðild samþykkt með litlum meirihluta í Svíþjóð (52,3%), Möltu (53,6%) og Finnlandi (56,9%) en kjörsókn í þessum ríkjum var góð (70-90%). Í öðrum ríkjum var stuðningur við aðild að ESB hins vegar afgerandi en kjörsókn lítil. Þannig var aðild samþykkt í Ungverjalandi með 83,3% atkvæða en aðeins 45,6% kjörsókn, í Slóvakíu með 93,7% atkvæða og 52,1% kjörsókn og í Tékklandi með 77,3% atkvæða og 55,1% kjörsókn. Bretar kusu ekki um aðild fyrir inngönguna í ESB árið 1973 heldur var kosið um áframhaldandi aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1975, eftir að ný ríkisstjórn hafði tekið við völdum. Á Álandseyjum var haldin sérstök þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að ESB árið 1994, þrátt fyrir að eyjarnar væru sjálfsstjórnarsvæði innan Finnlands. Eyjarnar gengu síðan í ESB sem hluti af Finnlandi árið 1995. Í Noregi hefur tvisvar sinnum verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að ESB, árin 1972 og 1994, og var aðild hafnað í bæði skiptin. Þau ríki sem efndu ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild eða áframhaldandi aðild að ESB, fyrir utan stofnríkin sex, voru Grikkland, Portúgal, Spánn, Kýpur, Búlgaría og Rúmenía. Aðild Grikklands að ESB var samþykkt á gríska þinginu árið 1979. Skoðanakannanir frá árinu 1981 sýna að minnihluti Grikkja, 38%, var hlynntur aðild, 21% var andvígt, 28% voru hvorki hlynnt né andvíg og 13% voru óviss. Í Portúgal studdu um 56% landsmanna inngöngu í ESB, samkvæmt skoðanakönnun, en mikil samstaða var meðal stjórnmálamanna um kosti aðildar. Aðild Spánar að ESB var samþykkt einróma á spænska þinginu en kannanir frá árinu 1985 sýna að stuðningur almennings við inngönguna var um 71%. Á kýpverska þinginu var innganga í ESB samþykkt árið 2003 með öllum atkvæðum grísk-kýpverskra þingmanna en tyrknesk-kýpversku þingmennirnir voru ekki viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Fyrr á árinu hafði tillögu Kofi Annan, þáverandi aðalritara Sameinuðu þjóðanna, um sameiningu gríska og tyrkneska hluta Kýpur verið hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu vegna andstöðu grískra Kýpverja. Landið er þó allt aðili að ESB en lög og reglur ESB gilda ekki á tyrkneska hluta eyjarinnar. Í Búlgaríu sýndu kannanir árið 2004 að um 80% stuðningur væri við aðild að ESB og því var þjóðaratkvæðagreiðsla talin óþörf. Á búlgarska þinginu samþykkti 231 þingmaður af 234 aðildina, einn þingmaður kaus gegn aðild en tveir voru fjarverandi. Svipaðar aðstæður voru í Rúmeníu þar sem allir þingmenn rúmenska þingsins samþykktu aðild. Stuðningur almennings var einnig umtalsverður. Í Króatíu var kosið um aðild að ESB í janúar 2012 og var hún samþykkt með um 66% atkvæða, kjörsókn var um 44%. Króatía mun formlega ganga í ESB í júlí 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Kosið var um aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu í fjórtán aðildarríkjum sambandsins af 27. Þessi ríki eru Danmörk og Írland árið 1972, Austurríki, Finnland og Svíþjóð árið 1994 og Eistland, Lettland, Litháen, Malta, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland og Ungverjaland árið 2003. Í flestum ríkjum voru niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar afgerandi. Aðild hefur oftast verið samþykkt með 60-90 prósentum atkvæða og kosningaþátttaka hefur almennt verið góð. Nokkur ríki skera sig þó úr hvað þetta varðar. Þannig var aðild samþykkt með litlum meirihluta í Svíþjóð (52,3%), Möltu (53,6%) og Finnlandi (56,9%) en kjörsókn í þessum ríkjum var góð (70-90%). Í öðrum ríkjum var stuðningur við aðild að ESB hins vegar afgerandi en kjörsókn lítil. Þannig var aðild samþykkt í Ungverjalandi með 83,3% atkvæða en aðeins 45,6% kjörsókn, í Slóvakíu með 93,7% atkvæða og 52,1% kjörsókn og í Tékklandi með 77,3% atkvæða og 55,1% kjörsókn. Bretar kusu ekki um aðild fyrir inngönguna í ESB árið 1973 heldur var kosið um áframhaldandi aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1975, eftir að ný ríkisstjórn hafði tekið við völdum. Á Álandseyjum var haldin sérstök þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að ESB árið 1994, þrátt fyrir að eyjarnar væru sjálfsstjórnarsvæði innan Finnlands. Eyjarnar gengu síðan í ESB sem hluti af Finnlandi árið 1995. Í Noregi hefur tvisvar sinnum verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að ESB, árin 1972 og 1994, og var aðild hafnað í bæði skiptin. Þau ríki sem efndu ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild eða áframhaldandi aðild að ESB, fyrir utan stofnríkin sex, voru Grikkland, Portúgal, Spánn, Kýpur, Búlgaría og Rúmenía. Aðild Grikklands að ESB var samþykkt á gríska þinginu árið 1979. Skoðanakannanir frá árinu 1981 sýna að minnihluti Grikkja, 38%, var hlynntur aðild, 21% var andvígt, 28% voru hvorki hlynnt né andvíg og 13% voru óviss. Í Portúgal studdu um 56% landsmanna inngöngu í ESB, samkvæmt skoðanakönnun, en mikil samstaða var meðal stjórnmálamanna um kosti aðildar. Aðild Spánar að ESB var samþykkt einróma á spænska þinginu en kannanir frá árinu 1985 sýna að stuðningur almennings við inngönguna var um 71%. Á kýpverska þinginu var innganga í ESB samþykkt árið 2003 með öllum atkvæðum grísk-kýpverskra þingmanna en tyrknesk-kýpversku þingmennirnir voru ekki viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Fyrr á árinu hafði tillögu Kofi Annan, þáverandi aðalritara Sameinuðu þjóðanna, um sameiningu gríska og tyrkneska hluta Kýpur verið hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu vegna andstöðu grískra Kýpverja. Landið er þó allt aðili að ESB en lög og reglur ESB gilda ekki á tyrkneska hluta eyjarinnar. Í Búlgaríu sýndu kannanir árið 2004 að um 80% stuðningur væri við aðild að ESB og því var þjóðaratkvæðagreiðsla talin óþörf. Á búlgarska þinginu samþykkti 231 þingmaður af 234 aðildina, einn þingmaður kaus gegn aðild en tveir voru fjarverandi. Svipaðar aðstæður voru í Rúmeníu þar sem allir þingmenn rúmenska þingsins samþykktu aðild. Stuðningur almennings var einnig umtalsverður. Í Króatíu var kosið um aðild að ESB í janúar 2012 og var hún samþykkt með um 66% atkvæða, kjörsókn var um 44%. Króatía mun formlega ganga í ESB í júlí 2013.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun