Viðskipti innlent

Kostnaður við 10% niðurfellingu húsnæðislána er 124 milljarðar

Verði farið í 10% niðurfellingu á höfuðstóli húsnæðislána mun það kosta 124 milljarða króna.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu fjármálráðherra sem lögð var fram á Alþingi að ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fleiri þingmanna. Fram kemur að 25% niðurfelling myndi kosta um 310 milljarða króna.

Yfir helmingur kostnaðar af þessum niðurfellingum eða 54% myndi leggjast á Íbúðalánasjóð. Kostnaður innlánsstofnana yrði hinsvegar á bilinu 40 til 90 milljarðar króna eftir því hvor prósentan er valin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×