Kötlutangi enn syðsti oddinn 22. ágúst 2004 00:01 Kötlutangi heldur enn stöðu sinni sem syðsti oddi Íslands, þótt hann hafi minnkað verulega frá Kötlugosinu árið 1918. Dyrhólaey við Mýrdal, þessi viðfrægi klettur með gatinu, var löngum syðsti oddi Íslands. Það breyttist hins vegar í Kötlugosinu árið 1918 en hið gríðarlega hlaup sem þá rann fram Mýrdalssand bætti nokkrum kílómetrum við suðurströnd Íslands. Síðan hefur Kötlutangi, sem liggur sunnan við Hjörleifshöfða, verið skráður í kennslubókum sem syðsti oddi landsins, það er meginlandsins en Surtsey liggur reyndar sunnar, ásamt flestum eyjum Vestmannaeyja. Allt frá síðasta Kötlugosi hefur hafaldan hins vegar jafnt og þétt étið af Kötlutanga og hafa margir spáð því að innan tíðar myndi Dyrhólaey ná aftur þeirri stöðu sem hún hafði fyrstu tíu aldir Íslandsbyggðar. Það kann hins vegar að verða nokkur bið á því. Samkvæmt upplýsingum Landmælinga Íslands, sem byggðar eru á gervihnattamyndum frá síðasta ári, hefur Kötlutangi ennþá vinninginn á Dyrhólaey, og munar nú um 500 metrum. Landmælingamenn áætla að Kötlutangi minnki nú um 10 til 20 metra á ári. Miðað við þennan hraða á landbroti við Kötlutanga gæti því tekið einhverja áratugi í viðbót fyrir Atlantshafið að brjóta nægilega mikið af tanganum til að Dyrhólaey komist á ný í landafræðibækurnar. Í millitíðinni gæti auk þess Katla gosið á ný og styrkt enn frekar stöðu Kötlutanga þannig að Dyrhólaey virðist að sinni ekki eiga mikla möguleika. Fréttir Innlent Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Kötlutangi heldur enn stöðu sinni sem syðsti oddi Íslands, þótt hann hafi minnkað verulega frá Kötlugosinu árið 1918. Dyrhólaey við Mýrdal, þessi viðfrægi klettur með gatinu, var löngum syðsti oddi Íslands. Það breyttist hins vegar í Kötlugosinu árið 1918 en hið gríðarlega hlaup sem þá rann fram Mýrdalssand bætti nokkrum kílómetrum við suðurströnd Íslands. Síðan hefur Kötlutangi, sem liggur sunnan við Hjörleifshöfða, verið skráður í kennslubókum sem syðsti oddi landsins, það er meginlandsins en Surtsey liggur reyndar sunnar, ásamt flestum eyjum Vestmannaeyja. Allt frá síðasta Kötlugosi hefur hafaldan hins vegar jafnt og þétt étið af Kötlutanga og hafa margir spáð því að innan tíðar myndi Dyrhólaey ná aftur þeirri stöðu sem hún hafði fyrstu tíu aldir Íslandsbyggðar. Það kann hins vegar að verða nokkur bið á því. Samkvæmt upplýsingum Landmælinga Íslands, sem byggðar eru á gervihnattamyndum frá síðasta ári, hefur Kötlutangi ennþá vinninginn á Dyrhólaey, og munar nú um 500 metrum. Landmælingamenn áætla að Kötlutangi minnki nú um 10 til 20 metra á ári. Miðað við þennan hraða á landbroti við Kötlutanga gæti því tekið einhverja áratugi í viðbót fyrir Atlantshafið að brjóta nægilega mikið af tanganum til að Dyrhólaey komist á ný í landafræðibækurnar. Í millitíðinni gæti auk þess Katla gosið á ný og styrkt enn frekar stöðu Kötlutanga þannig að Dyrhólaey virðist að sinni ekki eiga mikla möguleika.
Fréttir Innlent Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira