Krani féll á nýbyggingu og yfir á planið við Bæjarins bestu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. september 2016 11:53 Kraninn í Hafnarstrætinu um klukkan korter í tólf í morgun. Vísir/BS Vegfarendum og starfsfólki í miðbæ Reykjavíkur brá í brún á tólfta tímanum í morgun þegar krani í Hafnarstræti féll á hús sem er í byggingu í götunni. Kraninn féll yfir bygginguna og yfir á planið fyrir framan Bæjarins bestu. „Við heyrðum skruðninga en sem betur fer var enginn í röðinni,“ segir Hjalti Egilsson sem starfar í miðbæ Reykjavíkur. Hann metur það ótrúlega mildi að enginn hafi verið í röðinni enda séu á þessum tíma dags yfirleitt þrjátíu til fjörutíu manns í röðinni. Kraninn féll á Hafnarstræti 7 og yfir á planið við Bæjarins Bestu.Mynd/Hjalti EgilssonApril Harpa Smáradóttir starfar sömuleiðis í skrifstofubyggingu við hliðina á slysstaðnum. Henni finnst, eins og svo mörgum, ótrúlegt að ekki hafi verið röð á Bæjarins beztu.„Það er einmitt það sem er svo ótrúlega merkilegt. Það var enginn í krananum og það meiddist enginn í bíl, það lenti enginn bíll undir,“ segir April. Hún lýsir því þannig að það sé eins kraninn hafi fallið saman.Margt fólk varð vitni að því þegar kraninn féll en sem fyrr segir virðist enginn hafa slasast.Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hafa dælubíll og sjúkrabíll verið sendir á vettvang til öryggis. Engin tilkynning hefur þó borist um slys á fólki.Timburbúnt í krananumJóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafði nýyfirgefið vettvanginn þegar blaðamaður náði af honum tali.„Það er með ólíkindum að ekki hafi orðið slys á fólki,“ segir hann í samtali við Vísi. Ekki liggi fyrir hvað hafi orðið til þess að kraninn féll en mögulega hafi einn fótur kranans gefið sig.Timburbúnt hékk í krananum og féll rétt við pylsuvagninn. „Það munaði ekki miklu að þetta hefði lent ofan á vagninum.“ Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira
Vegfarendum og starfsfólki í miðbæ Reykjavíkur brá í brún á tólfta tímanum í morgun þegar krani í Hafnarstræti féll á hús sem er í byggingu í götunni. Kraninn féll yfir bygginguna og yfir á planið fyrir framan Bæjarins bestu. „Við heyrðum skruðninga en sem betur fer var enginn í röðinni,“ segir Hjalti Egilsson sem starfar í miðbæ Reykjavíkur. Hann metur það ótrúlega mildi að enginn hafi verið í röðinni enda séu á þessum tíma dags yfirleitt þrjátíu til fjörutíu manns í röðinni. Kraninn féll á Hafnarstræti 7 og yfir á planið við Bæjarins Bestu.Mynd/Hjalti EgilssonApril Harpa Smáradóttir starfar sömuleiðis í skrifstofubyggingu við hliðina á slysstaðnum. Henni finnst, eins og svo mörgum, ótrúlegt að ekki hafi verið röð á Bæjarins beztu.„Það er einmitt það sem er svo ótrúlega merkilegt. Það var enginn í krananum og það meiddist enginn í bíl, það lenti enginn bíll undir,“ segir April. Hún lýsir því þannig að það sé eins kraninn hafi fallið saman.Margt fólk varð vitni að því þegar kraninn féll en sem fyrr segir virðist enginn hafa slasast.Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hafa dælubíll og sjúkrabíll verið sendir á vettvang til öryggis. Engin tilkynning hefur þó borist um slys á fólki.Timburbúnt í krananumJóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafði nýyfirgefið vettvanginn þegar blaðamaður náði af honum tali.„Það er með ólíkindum að ekki hafi orðið slys á fólki,“ segir hann í samtali við Vísi. Ekki liggi fyrir hvað hafi orðið til þess að kraninn féll en mögulega hafi einn fótur kranans gefið sig.Timburbúnt hékk í krananum og féll rétt við pylsuvagninn. „Það munaði ekki miklu að þetta hefði lent ofan á vagninum.“
Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira