Krani féll á nýbyggingu og yfir á planið við Bæjarins bestu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. september 2016 11:53 Kraninn í Hafnarstrætinu um klukkan korter í tólf í morgun. Vísir/BS Vegfarendum og starfsfólki í miðbæ Reykjavíkur brá í brún á tólfta tímanum í morgun þegar krani í Hafnarstræti féll á hús sem er í byggingu í götunni. Kraninn féll yfir bygginguna og yfir á planið fyrir framan Bæjarins bestu. „Við heyrðum skruðninga en sem betur fer var enginn í röðinni,“ segir Hjalti Egilsson sem starfar í miðbæ Reykjavíkur. Hann metur það ótrúlega mildi að enginn hafi verið í röðinni enda séu á þessum tíma dags yfirleitt þrjátíu til fjörutíu manns í röðinni. Kraninn féll á Hafnarstræti 7 og yfir á planið við Bæjarins Bestu.Mynd/Hjalti EgilssonApril Harpa Smáradóttir starfar sömuleiðis í skrifstofubyggingu við hliðina á slysstaðnum. Henni finnst, eins og svo mörgum, ótrúlegt að ekki hafi verið röð á Bæjarins beztu.„Það er einmitt það sem er svo ótrúlega merkilegt. Það var enginn í krananum og það meiddist enginn í bíl, það lenti enginn bíll undir,“ segir April. Hún lýsir því þannig að það sé eins kraninn hafi fallið saman.Margt fólk varð vitni að því þegar kraninn féll en sem fyrr segir virðist enginn hafa slasast.Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hafa dælubíll og sjúkrabíll verið sendir á vettvang til öryggis. Engin tilkynning hefur þó borist um slys á fólki.Timburbúnt í krananumJóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafði nýyfirgefið vettvanginn þegar blaðamaður náði af honum tali.„Það er með ólíkindum að ekki hafi orðið slys á fólki,“ segir hann í samtali við Vísi. Ekki liggi fyrir hvað hafi orðið til þess að kraninn féll en mögulega hafi einn fótur kranans gefið sig.Timburbúnt hékk í krananum og féll rétt við pylsuvagninn. „Það munaði ekki miklu að þetta hefði lent ofan á vagninum.“ Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Vegfarendum og starfsfólki í miðbæ Reykjavíkur brá í brún á tólfta tímanum í morgun þegar krani í Hafnarstræti féll á hús sem er í byggingu í götunni. Kraninn féll yfir bygginguna og yfir á planið fyrir framan Bæjarins bestu. „Við heyrðum skruðninga en sem betur fer var enginn í röðinni,“ segir Hjalti Egilsson sem starfar í miðbæ Reykjavíkur. Hann metur það ótrúlega mildi að enginn hafi verið í röðinni enda séu á þessum tíma dags yfirleitt þrjátíu til fjörutíu manns í röðinni. Kraninn féll á Hafnarstræti 7 og yfir á planið við Bæjarins Bestu.Mynd/Hjalti EgilssonApril Harpa Smáradóttir starfar sömuleiðis í skrifstofubyggingu við hliðina á slysstaðnum. Henni finnst, eins og svo mörgum, ótrúlegt að ekki hafi verið röð á Bæjarins beztu.„Það er einmitt það sem er svo ótrúlega merkilegt. Það var enginn í krananum og það meiddist enginn í bíl, það lenti enginn bíll undir,“ segir April. Hún lýsir því þannig að það sé eins kraninn hafi fallið saman.Margt fólk varð vitni að því þegar kraninn féll en sem fyrr segir virðist enginn hafa slasast.Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hafa dælubíll og sjúkrabíll verið sendir á vettvang til öryggis. Engin tilkynning hefur þó borist um slys á fólki.Timburbúnt í krananumJóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafði nýyfirgefið vettvanginn þegar blaðamaður náði af honum tali.„Það er með ólíkindum að ekki hafi orðið slys á fólki,“ segir hann í samtali við Vísi. Ekki liggi fyrir hvað hafi orðið til þess að kraninn féll en mögulega hafi einn fótur kranans gefið sig.Timburbúnt hékk í krananum og féll rétt við pylsuvagninn. „Það munaði ekki miklu að þetta hefði lent ofan á vagninum.“
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira