Krefjast íbúakosningar um kísilmálverksmiðju Stefán Árni Pálsson skrifar 9. maí 2015 15:22 Afstöðumynd af svæðinu. Hópur íbúa í Reykjanesbæ sem berst gegn frekari stóriðju í Helguvík mun ásamt hestamannafélaginu Mána efna til kröfugöngu næstkomandi þriðjudag í þeim tilgangi að skora á bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ að efna til íbúakosningar um kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá íbúum í Reykjanesbæ. Þar segir að mikil umræða hafi verið í bæjarfélaginu undanfarið vegna þeirrar stóriðjuuppbyggingar sem fyrirhuguð sé í Helguvík en nýlega skilaði Skipulagsstofnun áliti sínu á umhverfismati vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil. Þá hefur Silcon United aflað sér nauðsynlegra leyfa til byggingar kísilmálmverksmiðju á næstu lóð. Þessui til viðbótar hóf Norðurál framkvæmdir við byggingu álvers fyrir fáum árum en þær framkvæmdir hafa legið niðri um tíma.Hestafólk uggandi „Áhyggjur bæjarbúa snúa fyrst og fremst að nálægð þessara stóriðjuverksmiðja við íbúahverfi bæjarins með tilliti til hugsanlegrar mengunar en aðeins er um 1,5km frá þeim að nyrstu og vestustu hverfunum. Þá er hestafólk mjög uggandi en hesthúsahverfið á Mánagrund og beitarland þess lendir allt innan þynningarsvæðisins þar sem mengun má fara yfir viðmiðunarmörk,“ segir í tilkynningunni. Haldnir hafa verið tveir íbúafundir nýlega vegna málsins. Þá hefur hópur íbúa haldið úti Facebook-síðu undir heitinu Helguvík: Vilt þú njóta vafans?. Hópurinn telur mikinn vafa leika á útreikningum í umhverfismati um loftdreifingu og mengun og vill að heilsa íbúa og velferð dýra fái að njóta vafans.Aldrei náist sátt án kosninga Hópurinn telur að aldrei muni nást sátt meðal íbúa Reykjanesbæjar um þetta stóra mál öðruvísi en með íbúakosningu. Einungis þannig muni fást lýðræðisleg niðurstaða, hver sem hún verði . Telur hópurinn að nú reyni á framkvæmd þess sem talað var um fyrir kosningar um lýðræðisleg vinnubrögð og meira samráð við íbúana. Gangan hefst kl. 17:30, þriðjudaginn 12. maí við smábátahöfnina í Grófinni. Þaðan munu hestar og fólk ganga upp Hafnargötuna, inn að ráðhúsinu við Tjarnargötu, þar sem hópurinn mun afhenda oddvitum bæjarstjórnar formlega áskorun þessa efnis. Tengdar fréttir Loftgæði við Helguvík myndu rýrna Skipulagsstofnun hefur lokið álitsgerð vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. 7. apríl 2015 13:12 „Svo mikið Gamla Ísland að manni verður ómótt“ Sérstök umræða um ívilnunarsamning Matorku við ríkið fór fram á Alþingi í dag. 23. mars 2015 16:55 Reykjanesbæ stefnt vegna Helguvíkur AGC ehf. hefur stefnt Reykjanesbæ vegna samninga bæjarins við Thorsil ehf. um lóð í Helguvík. Áður hafði AGC fengið vilyrði fyrir sömu lóð. Umhverfismat er byggt á staðsetningu verksmiðju þess á lóðinni. Bærinn hafnar málatilbúnaðinum. 24. apríl 2015 07:00 Óvissa um rekstrahæfi Reykjaneshafnar Reykjaneshöfn hefur lagst í miklar fjárfestingar vegna stóriðju við Helguvík sem ekki er hafin. 26. mars 2015 12:53 Gerir athugasemdir við umfjöllun Kastljóss Ráðuneytið segir Kastljós hafa farið rangt með nokkur atriði í umfjöllun sinni um Matorku. 18. mars 2015 13:19 Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Sjá meira
Hópur íbúa í Reykjanesbæ sem berst gegn frekari stóriðju í Helguvík mun ásamt hestamannafélaginu Mána efna til kröfugöngu næstkomandi þriðjudag í þeim tilgangi að skora á bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ að efna til íbúakosningar um kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá íbúum í Reykjanesbæ. Þar segir að mikil umræða hafi verið í bæjarfélaginu undanfarið vegna þeirrar stóriðjuuppbyggingar sem fyrirhuguð sé í Helguvík en nýlega skilaði Skipulagsstofnun áliti sínu á umhverfismati vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil. Þá hefur Silcon United aflað sér nauðsynlegra leyfa til byggingar kísilmálmverksmiðju á næstu lóð. Þessui til viðbótar hóf Norðurál framkvæmdir við byggingu álvers fyrir fáum árum en þær framkvæmdir hafa legið niðri um tíma.Hestafólk uggandi „Áhyggjur bæjarbúa snúa fyrst og fremst að nálægð þessara stóriðjuverksmiðja við íbúahverfi bæjarins með tilliti til hugsanlegrar mengunar en aðeins er um 1,5km frá þeim að nyrstu og vestustu hverfunum. Þá er hestafólk mjög uggandi en hesthúsahverfið á Mánagrund og beitarland þess lendir allt innan þynningarsvæðisins þar sem mengun má fara yfir viðmiðunarmörk,“ segir í tilkynningunni. Haldnir hafa verið tveir íbúafundir nýlega vegna málsins. Þá hefur hópur íbúa haldið úti Facebook-síðu undir heitinu Helguvík: Vilt þú njóta vafans?. Hópurinn telur mikinn vafa leika á útreikningum í umhverfismati um loftdreifingu og mengun og vill að heilsa íbúa og velferð dýra fái að njóta vafans.Aldrei náist sátt án kosninga Hópurinn telur að aldrei muni nást sátt meðal íbúa Reykjanesbæjar um þetta stóra mál öðruvísi en með íbúakosningu. Einungis þannig muni fást lýðræðisleg niðurstaða, hver sem hún verði . Telur hópurinn að nú reyni á framkvæmd þess sem talað var um fyrir kosningar um lýðræðisleg vinnubrögð og meira samráð við íbúana. Gangan hefst kl. 17:30, þriðjudaginn 12. maí við smábátahöfnina í Grófinni. Þaðan munu hestar og fólk ganga upp Hafnargötuna, inn að ráðhúsinu við Tjarnargötu, þar sem hópurinn mun afhenda oddvitum bæjarstjórnar formlega áskorun þessa efnis.
Tengdar fréttir Loftgæði við Helguvík myndu rýrna Skipulagsstofnun hefur lokið álitsgerð vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. 7. apríl 2015 13:12 „Svo mikið Gamla Ísland að manni verður ómótt“ Sérstök umræða um ívilnunarsamning Matorku við ríkið fór fram á Alþingi í dag. 23. mars 2015 16:55 Reykjanesbæ stefnt vegna Helguvíkur AGC ehf. hefur stefnt Reykjanesbæ vegna samninga bæjarins við Thorsil ehf. um lóð í Helguvík. Áður hafði AGC fengið vilyrði fyrir sömu lóð. Umhverfismat er byggt á staðsetningu verksmiðju þess á lóðinni. Bærinn hafnar málatilbúnaðinum. 24. apríl 2015 07:00 Óvissa um rekstrahæfi Reykjaneshafnar Reykjaneshöfn hefur lagst í miklar fjárfestingar vegna stóriðju við Helguvík sem ekki er hafin. 26. mars 2015 12:53 Gerir athugasemdir við umfjöllun Kastljóss Ráðuneytið segir Kastljós hafa farið rangt með nokkur atriði í umfjöllun sinni um Matorku. 18. mars 2015 13:19 Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Sjá meira
Loftgæði við Helguvík myndu rýrna Skipulagsstofnun hefur lokið álitsgerð vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. 7. apríl 2015 13:12
„Svo mikið Gamla Ísland að manni verður ómótt“ Sérstök umræða um ívilnunarsamning Matorku við ríkið fór fram á Alþingi í dag. 23. mars 2015 16:55
Reykjanesbæ stefnt vegna Helguvíkur AGC ehf. hefur stefnt Reykjanesbæ vegna samninga bæjarins við Thorsil ehf. um lóð í Helguvík. Áður hafði AGC fengið vilyrði fyrir sömu lóð. Umhverfismat er byggt á staðsetningu verksmiðju þess á lóðinni. Bærinn hafnar málatilbúnaðinum. 24. apríl 2015 07:00
Óvissa um rekstrahæfi Reykjaneshafnar Reykjaneshöfn hefur lagst í miklar fjárfestingar vegna stóriðju við Helguvík sem ekki er hafin. 26. mars 2015 12:53
Gerir athugasemdir við umfjöllun Kastljóss Ráðuneytið segir Kastljós hafa farið rangt með nokkur atriði í umfjöllun sinni um Matorku. 18. mars 2015 13:19