Innlent

Kringlan tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna

Baldvin Þormóðsson skrifar
Birgir Leifur er fær kylfingur.
Birgir Leifur er fær kylfingur. mynd/einkasafn
Árangurinn af þessu verkefni var glæsilegur, segir Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri Silent.

Birgir Leifur sýndi líka hversu frábær golfari hann er, segir Davíð en Kringlan er tilnefnd til ICSC verðlaunanna í flokki samfélagsmiðla fyrir kynningarmyndband í tilefni Golfdaga Kringlunnar síðastliðið vor.

Kynningarmyndbandið, sem var framleitt af Silent, var upptaka af áhættuatriði Birgis Leifs Hafþórssonar þar sem hann sló golfbolta af þaki Húss verslunarinnar og inn í Kringluna.

Myndbandinu var dreift á netinu í aðdraganda Golfdaga og vakti verðskuldaða athygli.

Við gerðum ráð fyrir að það yrði mikil dreifing á myndbandinu en þetta fór samt fram úr björtustu vonum, segir Davíð. „Það endaði á öllum helstu vefmiðlum landsins aðeins klukkutíma eftir að við settum myndbandið á netið.

ICSC verðlaunin verða veitt í Amsterdam 15. maí næstkomandi en þau þykja eftirsótt meðal annars vegna þess að samtökin eru alþjóðlegt fagráð verslunarmiðstöðva. Meðlimir þessi eru yfir 55 þúsund í 90 löndum.

Auk kynningarmyndbandsins er Kringlan tilnefnd í flokknum Nýr auglýsingamiðill fyrir snjallsímaleikinn Kringlukröss sem kynntur var fyrir jólin 2013.

Auglýsinguna sem um ræðir má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×