Kristileg stjórnmálasamtök stofnuð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. maí 2014 20:45 Jón Valur Jensson. vísir/hari Stofnuð hafa verið kristileg stjórnmálasamtök sem hyggjast bjóða fram í alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Fjárhagur þeirra býður ekki uppá framboð þetta árið, en stefnt er að framboði í alþingiskosningum árið 2017 og sveitarstjórnarkosningum ári síðar. Fjórtán aðilar standa að baki samtakanna og er Jón Valur Jensson einn þeirra. „Kristin stjórnmálasamtök eru fullveldissinnuð samtök og taka undir þau fleygu orð, að sjálfstæðið er sístæð auðlind, sbr. ávinninga okkar í landhelgismálum í krafti fullveldisréttinda landsins, úr þremur mílum til 200 mílna,“ segir Jón Valur. Stefnuskrá þeirra er í fimmtán liðum og nokkuð róttæk.Hafna hjúskaparvígslu samkynhneigðra „Það vantar algerlega framboð í borginni sem heilsteypt vill standa að vörn Reykjavíkurflugvallar í núverandi mynd og koma í veg fyrir niðurlagningu Fluggarða á næstu mánuðum, til óbætanlegs tjóns.“ Samtökin vilja að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um Reykjavíkurflugvöll. „Við stöndum með fullveldi landsins. Það er mjög hætt við því að Reykjavík geti misst þúsundi starfa ef Reykjavík missir flugvöllinn. Það fer þá að myndast ný hótelabyggð í Keflavík. Keflavík yrði aukahöfuðborg sem hefur það að forskoti að hafa innanlandsflugvöll.“ Jón Valur segir samtökin hafna hjúskaparvígslu samkynhneigðra í kristnum kirkjum „þar sem hún gengur gegn orði guðs og fyrirmælum frelsarans,“ eins og segir í stefnuskrá þeirra, sem er í fimmtán liðum. Þá segir einnig að stjórnmálasamtökin taki afstöðu gegn útgjöldum ríkis til kynbreytingar.Fóstureyðingar verði bannaðar Lífsverndarmál er einn liður í stefnuskrá þeirra. „Við viljum kappkosta að styðja lífsrétt hins ófædda barns eftir megni. Við viljum beita okkur fyrir raunhæfum tillögum til mikillar fækkunar s.k fóstureyðinga. Við gerum að tillögu okkar að ríkið, sem á hér jafnvel sjálft hagsmuna að gæta, hætti að vinna gegn ófæddum börnum og gegn sjálfu sér með kostun þessara aðgerða – nema hugsanlega í algerum undantekningartilfellum.“ Samtökin vilja tengja takmörkun fóstureyðinga við valkost ættleiðingar eða fóstrunar barna með áherslu á frumrétt kynmóður/foreldra barns til að afturkalla að gefa frá sér barn á fyrstu vikum eftir fæðingu þess. „Það á að vera hægt að gefa frá sér barn án þess að líða illa yfir því,“ segir Jón Valur. „Við erum einnig andvíg staðgöngumæðrun. Það leiðir til þess að ríka fólkið fer að láta fátæka fólkið bera börnin fyrir sig,“ segir Jón Valur.„ESB fæli í sér miklar fórnir“ Jón Valur segir jafnframt að flokkurinn sé alfarið á móti inngöngu í Evrópusambandið. „ESB inntöku lands og þjóðar höfnum við alfarið, nú og framvegis, vegna hinna miklu fórna sem það fæli í sér á sviði æðsta löggjafavalds, dóms- og framkvæmdavalds, sem og vegna fiskveiði og auðlindahagsmuna okkar. Við viljum að gerð verði krafa um 75-80% í þjóðaratkvæðagreiðslu til fullveldisframsals. Við stöndum með lýðveldinu.“Snorri Óskarsson, oft kenndur við Betel, er meðal þeirra sem standa bakvið samtökin. „Ég hef komið að þessu en lítið en styð þetta heilshugar. Kröftum mínum er þó best varið í trúargeiranum, að boða trú og vil helga mig þeim málaflokki,“ segir Snorri. Stefnuskrá flokksins má sjá í heild sinni í skjalinu hér að neðan. ESB-málið Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Sjá meira
Stofnuð hafa verið kristileg stjórnmálasamtök sem hyggjast bjóða fram í alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Fjárhagur þeirra býður ekki uppá framboð þetta árið, en stefnt er að framboði í alþingiskosningum árið 2017 og sveitarstjórnarkosningum ári síðar. Fjórtán aðilar standa að baki samtakanna og er Jón Valur Jensson einn þeirra. „Kristin stjórnmálasamtök eru fullveldissinnuð samtök og taka undir þau fleygu orð, að sjálfstæðið er sístæð auðlind, sbr. ávinninga okkar í landhelgismálum í krafti fullveldisréttinda landsins, úr þremur mílum til 200 mílna,“ segir Jón Valur. Stefnuskrá þeirra er í fimmtán liðum og nokkuð róttæk.Hafna hjúskaparvígslu samkynhneigðra „Það vantar algerlega framboð í borginni sem heilsteypt vill standa að vörn Reykjavíkurflugvallar í núverandi mynd og koma í veg fyrir niðurlagningu Fluggarða á næstu mánuðum, til óbætanlegs tjóns.“ Samtökin vilja að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um Reykjavíkurflugvöll. „Við stöndum með fullveldi landsins. Það er mjög hætt við því að Reykjavík geti misst þúsundi starfa ef Reykjavík missir flugvöllinn. Það fer þá að myndast ný hótelabyggð í Keflavík. Keflavík yrði aukahöfuðborg sem hefur það að forskoti að hafa innanlandsflugvöll.“ Jón Valur segir samtökin hafna hjúskaparvígslu samkynhneigðra í kristnum kirkjum „þar sem hún gengur gegn orði guðs og fyrirmælum frelsarans,“ eins og segir í stefnuskrá þeirra, sem er í fimmtán liðum. Þá segir einnig að stjórnmálasamtökin taki afstöðu gegn útgjöldum ríkis til kynbreytingar.Fóstureyðingar verði bannaðar Lífsverndarmál er einn liður í stefnuskrá þeirra. „Við viljum kappkosta að styðja lífsrétt hins ófædda barns eftir megni. Við viljum beita okkur fyrir raunhæfum tillögum til mikillar fækkunar s.k fóstureyðinga. Við gerum að tillögu okkar að ríkið, sem á hér jafnvel sjálft hagsmuna að gæta, hætti að vinna gegn ófæddum börnum og gegn sjálfu sér með kostun þessara aðgerða – nema hugsanlega í algerum undantekningartilfellum.“ Samtökin vilja tengja takmörkun fóstureyðinga við valkost ættleiðingar eða fóstrunar barna með áherslu á frumrétt kynmóður/foreldra barns til að afturkalla að gefa frá sér barn á fyrstu vikum eftir fæðingu þess. „Það á að vera hægt að gefa frá sér barn án þess að líða illa yfir því,“ segir Jón Valur. „Við erum einnig andvíg staðgöngumæðrun. Það leiðir til þess að ríka fólkið fer að láta fátæka fólkið bera börnin fyrir sig,“ segir Jón Valur.„ESB fæli í sér miklar fórnir“ Jón Valur segir jafnframt að flokkurinn sé alfarið á móti inngöngu í Evrópusambandið. „ESB inntöku lands og þjóðar höfnum við alfarið, nú og framvegis, vegna hinna miklu fórna sem það fæli í sér á sviði æðsta löggjafavalds, dóms- og framkvæmdavalds, sem og vegna fiskveiði og auðlindahagsmuna okkar. Við viljum að gerð verði krafa um 75-80% í þjóðaratkvæðagreiðslu til fullveldisframsals. Við stöndum með lýðveldinu.“Snorri Óskarsson, oft kenndur við Betel, er meðal þeirra sem standa bakvið samtökin. „Ég hef komið að þessu en lítið en styð þetta heilshugar. Kröftum mínum er þó best varið í trúargeiranum, að boða trú og vil helga mig þeim málaflokki,“ segir Snorri. Stefnuskrá flokksins má sjá í heild sinni í skjalinu hér að neðan.
ESB-málið Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Sjá meira