Innlent

Kristín Marja fékk Verðlaun Jónasar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kristín Marja Baldursdóttur rithöfundur fékk í dag afhent Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu. Það var Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra sem afhenti henni verðlaunin. Katrín sagði í ræðu sinni þegar verðlaunin voru afhent að það væri með mikilli gleði sem hún hefði fallist á tillögu ráðgjafarnefndarinnar um hver hljóta skyldi verðlaun Jónasar.

„Í rökstuðningi nefndarinnar segir: „Veruleiki íslenskra kvenna er yrkisefni Kristínar Marju Baldursdóttur og varpar hún í verkum sínum ljósi á líf og störf kvenna, hlutverk, drauma og þrár. Jafnrétti kynjanna var markmið og leiðarljós er hún hóf skáldaferil sinn og má merkja það ljóst og leynt í gegnum verk hennar," sagði ráðherra meðal annars í ræðu sinni við afhendingu verðlaunanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×