Handbolti

Kristján Ara: Held að þetta verði erfitt hjá okkur fyrir jól

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/Valli
Kristján Arason, þjálfari FH, var ekki sáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld "Við vorum bara sofandi í fyrri hálfleik. Það var skelfilegt að sjá liðið og sóknarleikurinn virkilega dapur. Svo kom smá andi í þetta í seinni hálfleik. Munurinn var bara orðinn það stór að við áttum ekki möguleika á að komast inn í leikinn,“ sagði Kristján.

Íslandsmeistararnir töpuðu með fimm marka mun fyrir Fram í fyrstu umferð N1-deildarinnar í kvöld.

"Það var andleysi í byrjun og menn voru ekki tilbúnir. Við vorum of staðir og það var enginn hraði í þessu. Fram hefur mjög góða vörn og það gekk ekki að brjóta hana upp. Það er þvílík vinna framundan og ég held að þetta verði rosalega erfitt hjá okkur fyrir jól. Menn þurfa að gleyma Íslandsmeistaratitlinum og byrja frá byrjun.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×