Kristján gerir „mjög alvarlega athugasemdir“ við svar Bjarna um Borgunarmálið Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. mars 2016 15:11 Heitar umræður í þingsal um skriflegt svar fjármála- og efnahagsráðherra við spurningum þingmanns Samfylkingarinnar um Borgunarmálið. Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði alvarlegar athugasemdir við svör Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn hans um sölu á Borgunarhlut Landsbankans. Þetta gerði hann á þingi í dag eftir að hafa kveðið sér hljóðs um fundarstjórn forseta. „Ég verð að gera mjög alvarlega athugasemdir við þetta og beini því til forseta að réttur minn sem þingmanns, bæði samkvæmt stjórnarskrá og þingsköpum, veðri virtur og þetta svar, eða þetta ímyndaða svar, verði sent til fjármálaráðherra og þess krafist að það komi svar við mínum spurningum,“ sagði Kristján undir glymjandi bjölluhljóm forseta undir loka athugasemdarinnar.Svaraði með tveimur bréfum Svarið sem Kristján kvartaði yfir var birt á þingi í gær en þar er tólf spurningum Kristjáns svarað með afritum af tveimur bréfum sem Bankasýslan sendi Bjarna sjálfu annars vegar og Landsbankanum hins vegar. Auk þess fylgdi stutt útskýring á hlutverki Bankasýslunnar og aðkomu ráðuneytisins að henni. Bjarni sagði að Kristján þyrfti að gæta þess að gera sjálfan sig ekki að aðalatriði málsins. „Er ekki aðal málið að allt verði dregið fram í dagsljósið sem varðar þetta tiltekna mál eða er það nákvæmt orðalag spurninga frá háttvirtum þingmanni sem er orðið aðalatriðið. Við skulum ekki snúa þessu máli algjörlega á hvolf,“ sagði Bjarni.Sigríður Ingibjörg sagði það hreinlega tilgang fyrirspurnarinnar að fá bein svör ráðherra.Vísir/VilhelmFjármálaráðherrann sagði málið enn í skoðun og að hann og Kristján þyrftu að bíða endanlegu svari frá bankaráði Landsbankans. „Til þess að komast betur að raun um það hvernig í því liggur,“ sagði hann. Kallaði eftir aðgerðum Einars Sigríður Ingibjörg Ingadóttir furðaði sig á því að Bjarni svaraði ekki spurningunum með beinum hætti. „Það er það sem fyrirspurnir til ráðherra ganga út á,“ sagði hún og kallaði eftir því að Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, tæki málið í sínar hendur og gætti þess að ráðherrar kæmust ekki upp með að svara líkt og Bjarni gerði í þessu tilviki. Eftir að fleiri þingkonur Samfylkingarinnar höfðu tjáð sig um málið kom ráðherrann aftur í pontu. „Ef menn kynna sér svarið og fylgiskjöl þess þá er svarið að finna þar,“ sagði Bjarni. „Og hættið nú þessu leikriti háttvirtir þingmenn sem koma hér upp og láta sem svo að það sé verið að draga dulu yfir þetta mál. Því er þveröfugt farið.“ Hann hvatti svo þingmenn til að lesa fylgigögnin í svarinu því þau svöruðu spurningunum. Við lítinn fögnuð Samfylkingarþingmannanna sagði Bjarni að umræður hefðu farið fram í fjárlaganefnd um málið, þar hefðu nefndarmönnum gefist kostur á að rekja garnirnar úr forsvarsmönnum Bankasýslunnar. Þingmennirnir bentu á að grundvallar munur væri á umræðum í þingnefnd og umræðum í þingsal, þar sem allir þingmenn hefðu kost á að taka þátt og almenning að fylgjast með. Alþingi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði alvarlegar athugasemdir við svör Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn hans um sölu á Borgunarhlut Landsbankans. Þetta gerði hann á þingi í dag eftir að hafa kveðið sér hljóðs um fundarstjórn forseta. „Ég verð að gera mjög alvarlega athugasemdir við þetta og beini því til forseta að réttur minn sem þingmanns, bæði samkvæmt stjórnarskrá og þingsköpum, veðri virtur og þetta svar, eða þetta ímyndaða svar, verði sent til fjármálaráðherra og þess krafist að það komi svar við mínum spurningum,“ sagði Kristján undir glymjandi bjölluhljóm forseta undir loka athugasemdarinnar.Svaraði með tveimur bréfum Svarið sem Kristján kvartaði yfir var birt á þingi í gær en þar er tólf spurningum Kristjáns svarað með afritum af tveimur bréfum sem Bankasýslan sendi Bjarna sjálfu annars vegar og Landsbankanum hins vegar. Auk þess fylgdi stutt útskýring á hlutverki Bankasýslunnar og aðkomu ráðuneytisins að henni. Bjarni sagði að Kristján þyrfti að gæta þess að gera sjálfan sig ekki að aðalatriði málsins. „Er ekki aðal málið að allt verði dregið fram í dagsljósið sem varðar þetta tiltekna mál eða er það nákvæmt orðalag spurninga frá háttvirtum þingmanni sem er orðið aðalatriðið. Við skulum ekki snúa þessu máli algjörlega á hvolf,“ sagði Bjarni.Sigríður Ingibjörg sagði það hreinlega tilgang fyrirspurnarinnar að fá bein svör ráðherra.Vísir/VilhelmFjármálaráðherrann sagði málið enn í skoðun og að hann og Kristján þyrftu að bíða endanlegu svari frá bankaráði Landsbankans. „Til þess að komast betur að raun um það hvernig í því liggur,“ sagði hann. Kallaði eftir aðgerðum Einars Sigríður Ingibjörg Ingadóttir furðaði sig á því að Bjarni svaraði ekki spurningunum með beinum hætti. „Það er það sem fyrirspurnir til ráðherra ganga út á,“ sagði hún og kallaði eftir því að Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, tæki málið í sínar hendur og gætti þess að ráðherrar kæmust ekki upp með að svara líkt og Bjarni gerði í þessu tilviki. Eftir að fleiri þingkonur Samfylkingarinnar höfðu tjáð sig um málið kom ráðherrann aftur í pontu. „Ef menn kynna sér svarið og fylgiskjöl þess þá er svarið að finna þar,“ sagði Bjarni. „Og hættið nú þessu leikriti háttvirtir þingmenn sem koma hér upp og láta sem svo að það sé verið að draga dulu yfir þetta mál. Því er þveröfugt farið.“ Hann hvatti svo þingmenn til að lesa fylgigögnin í svarinu því þau svöruðu spurningunum. Við lítinn fögnuð Samfylkingarþingmannanna sagði Bjarni að umræður hefðu farið fram í fjárlaganefnd um málið, þar hefðu nefndarmönnum gefist kostur á að rekja garnirnar úr forsvarsmönnum Bankasýslunnar. Þingmennirnir bentu á að grundvallar munur væri á umræðum í þingnefnd og umræðum í þingsal, þar sem allir þingmenn hefðu kost á að taka þátt og almenning að fylgjast með.
Alþingi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira