Kristján Þór um mál Fanneyjar Bjarkar: Niðurstaða dómsins ekki aðalatriði Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2015 18:26 Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms í máli Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur gegn ríkinu vegna lifrarbólgulyfsins Harvoni staðfesta að lagaramminn sem byggt var á í umræddu máli haldi og að starfshættir hins opinbera hafi verið lögmætir. Hann segir aðalmálið nú þó vera að tryggja greiðari aðgang fólks að mikilvægum lyfjum eins og hér um ræðir. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af stefnu Fanneyjar Bjarkar en hún stefndi ríkinu sem synjar henni um nauðsynlega lyfjameðferð við lifrarbólgu C en hún veiktist af sjúkdómnum við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983. Í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu kemur fram að kröfur stefnanda hafi verið þríþættar, það er að felld yrði úr gildi ákvörðun Lyfjagreiðslunefndar um að synja umsókn um einstaklingsbundna greiðsluþátttöku fyrir stefnanda í lyfinu Harvoni vegna lyfjameðferðar við lifrarbólgu C, að viðurkennt yrði að stefndu væri skylt að veita viðkomandi aðgang að lyfinu vegna nauðsynlegrar meðferðar við lifrarbólgu C og loks til vara að ólögmætt hefði verið að synja um einstaklingsbundna greiðsluþátttöku stefnanda í lyfinu með vísan til skorts á fjármagni. Ekki var fallist á neina af framangreindum kröfum í niðurstöðu Héraðsdóms. Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu dómsins meðal annars staðfesta þá meginreglu stjórnarskrárinnar að fjárstjórnarvaldið sé hjá Alþingi og að ekkert gjald megi greiða af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum. „Niðurstaða dómsins er þó ekki aðalmálið núna, heldur að tryggja greiðari aðgang að mikilvægum lyfjum eins og hér um ræðir fyrir þennan sjúklingahóp. Að því er unnið af hálfu ráðuneytisins í samvinnu við Landspítala og ég vonast til að kynna farsæla lausn áður en langt um líður“ segir ráðherra. Alþingi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms í máli Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur gegn ríkinu vegna lifrarbólgulyfsins Harvoni staðfesta að lagaramminn sem byggt var á í umræddu máli haldi og að starfshættir hins opinbera hafi verið lögmætir. Hann segir aðalmálið nú þó vera að tryggja greiðari aðgang fólks að mikilvægum lyfjum eins og hér um ræðir. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af stefnu Fanneyjar Bjarkar en hún stefndi ríkinu sem synjar henni um nauðsynlega lyfjameðferð við lifrarbólgu C en hún veiktist af sjúkdómnum við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983. Í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu kemur fram að kröfur stefnanda hafi verið þríþættar, það er að felld yrði úr gildi ákvörðun Lyfjagreiðslunefndar um að synja umsókn um einstaklingsbundna greiðsluþátttöku fyrir stefnanda í lyfinu Harvoni vegna lyfjameðferðar við lifrarbólgu C, að viðurkennt yrði að stefndu væri skylt að veita viðkomandi aðgang að lyfinu vegna nauðsynlegrar meðferðar við lifrarbólgu C og loks til vara að ólögmætt hefði verið að synja um einstaklingsbundna greiðsluþátttöku stefnanda í lyfinu með vísan til skorts á fjármagni. Ekki var fallist á neina af framangreindum kröfum í niðurstöðu Héraðsdóms. Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu dómsins meðal annars staðfesta þá meginreglu stjórnarskrárinnar að fjárstjórnarvaldið sé hjá Alþingi og að ekkert gjald megi greiða af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum. „Niðurstaða dómsins er þó ekki aðalmálið núna, heldur að tryggja greiðari aðgang að mikilvægum lyfjum eins og hér um ræðir fyrir þennan sjúklingahóp. Að því er unnið af hálfu ráðuneytisins í samvinnu við Landspítala og ég vonast til að kynna farsæla lausn áður en langt um líður“ segir ráðherra.
Alþingi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira