Krísufundur hjá starfsmönnum VMA: Gætu þurft að senda nemendur heim í næstu viku Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2016 11:02 Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri. Vísir/Auðunn Níelsson Skólastjórnendur Verkmenntaskólans á Akureyri héldu í morgun krísufund með starfsmönnum skólans vegna þess fjárhagsvanda sem skólinn er í. Að óbreyttu gæti þurft að senda nemendur við skólann heim í næstu viku. Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, ræddi það á fundinum í morgun að búið sé að loka á fjárframlög til skólans. „Þetta kom upp fyrir helgi. Ég hef verið í sambandi við aðila í mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem eru að vinna í þessu máli, en Fjársýslan virðist ekki hafa samþykkt þá ráðstöfun sem samið var um í ráðuneytinu í vor um að fá að dreifa okkar skuld á næstu tvö til þrjú árin þannig að við værum að fá framlög.“Skuldar 24 milljónir Sigríður Huld segir skólann nú skulda ríkissjóði um 24 milljónir króna. „Ég er búin að setja algert bann við öll innkaup þar til við fáum frekari svör. Ef þetta er lokaniðurstaðan, að Fjársýslan og fjármálaráðuneytið ætli ekki að gera menntamálaráðuneytinu kleift að standa við það samkomulag sem þau gerðu við okkur, þá verðum við að bíða með innkaup þar til að nemendur eru búnir að borga efnisgjöld. Við erum ekki búin að rukka nemendur um þau, en það verður gert á næstu dögum,“ segir Sigríður Huld, en fyrir efnisgjöld eru keypt aðföng fyrir verklega námið.Gætu þurft að senda nemendur heim Skólameistarinn segir bann við innkaup skiljanlega munu fljótlega hafa mikil áhrif á nám, sér í lagi brautum eins og matvælabrautinni. „Þar hefur skiljanlega ekki verið keyptur inn mikill lager í upphafi annar. Þau eiga aðföng út þessa viku, en síðan en spurning hvað gerist, hvort við þurfum að senda nemendur heim, því það eru ekki til aðföng. Á byggingadeild og málmsmíðaverkstæði eru kannski til vírar og fleira eitthvað fram eftir önninni, en það gengur á þann lager líka. Ef við eigum ekki að fá krónu í framlög til að borga fyrir aðföng og borga reikninga, standa við þjónustusamninga, þá segir það sig sjálft að erfitt er að reka skóla.“Verða að ganga í takt Sigríður Huld segir nauðsynlegt að mennta- og menningarráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið geti gengið í takt. „Ef þú skoðar fyrstu sex mánuði ársins í ríkisreikningi, sést að fimmtán framhaldsskólar eru reknir í mínus. Maður myndi halda að það væri einhver kerfisvilla í gangi,“ segir Sigríður Huld og bætir við að nýir kjarasamningar kennara hafi ekki verið bættur að fullu til skólanna. Hún leggur áherslu á að launagreiðslur til kennara séu alltaf tryggðar þar sem þau eru greidd beint úr ríkissjóði. „En til að gera eitthvað annað en að borga húsaleigu og borga laun þá þurfum við meira en fjárlög gera ráð fyrir.“ Tengdar fréttir Kennarar í VMA segja skólann nánast gjaldþrota Kennarar við Verkmenntaskólann á Akureyri eru harðorðir í garð stjórnvalda í ályktun sem þeir sendu frá sér í gær. 19. maí 2016 16:45 Samvinnu MA og VMA slegið á frest Fé vantar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til þess að samvinna MA og VMA geti orðið. VMA fær ekki framlög nema borga uppsafnaðan halla. 18. apríl 2016 07:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Skólastjórnendur Verkmenntaskólans á Akureyri héldu í morgun krísufund með starfsmönnum skólans vegna þess fjárhagsvanda sem skólinn er í. Að óbreyttu gæti þurft að senda nemendur við skólann heim í næstu viku. Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, ræddi það á fundinum í morgun að búið sé að loka á fjárframlög til skólans. „Þetta kom upp fyrir helgi. Ég hef verið í sambandi við aðila í mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem eru að vinna í þessu máli, en Fjársýslan virðist ekki hafa samþykkt þá ráðstöfun sem samið var um í ráðuneytinu í vor um að fá að dreifa okkar skuld á næstu tvö til þrjú árin þannig að við værum að fá framlög.“Skuldar 24 milljónir Sigríður Huld segir skólann nú skulda ríkissjóði um 24 milljónir króna. „Ég er búin að setja algert bann við öll innkaup þar til við fáum frekari svör. Ef þetta er lokaniðurstaðan, að Fjársýslan og fjármálaráðuneytið ætli ekki að gera menntamálaráðuneytinu kleift að standa við það samkomulag sem þau gerðu við okkur, þá verðum við að bíða með innkaup þar til að nemendur eru búnir að borga efnisgjöld. Við erum ekki búin að rukka nemendur um þau, en það verður gert á næstu dögum,“ segir Sigríður Huld, en fyrir efnisgjöld eru keypt aðföng fyrir verklega námið.Gætu þurft að senda nemendur heim Skólameistarinn segir bann við innkaup skiljanlega munu fljótlega hafa mikil áhrif á nám, sér í lagi brautum eins og matvælabrautinni. „Þar hefur skiljanlega ekki verið keyptur inn mikill lager í upphafi annar. Þau eiga aðföng út þessa viku, en síðan en spurning hvað gerist, hvort við þurfum að senda nemendur heim, því það eru ekki til aðföng. Á byggingadeild og málmsmíðaverkstæði eru kannski til vírar og fleira eitthvað fram eftir önninni, en það gengur á þann lager líka. Ef við eigum ekki að fá krónu í framlög til að borga fyrir aðföng og borga reikninga, standa við þjónustusamninga, þá segir það sig sjálft að erfitt er að reka skóla.“Verða að ganga í takt Sigríður Huld segir nauðsynlegt að mennta- og menningarráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið geti gengið í takt. „Ef þú skoðar fyrstu sex mánuði ársins í ríkisreikningi, sést að fimmtán framhaldsskólar eru reknir í mínus. Maður myndi halda að það væri einhver kerfisvilla í gangi,“ segir Sigríður Huld og bætir við að nýir kjarasamningar kennara hafi ekki verið bættur að fullu til skólanna. Hún leggur áherslu á að launagreiðslur til kennara séu alltaf tryggðar þar sem þau eru greidd beint úr ríkissjóði. „En til að gera eitthvað annað en að borga húsaleigu og borga laun þá þurfum við meira en fjárlög gera ráð fyrir.“
Tengdar fréttir Kennarar í VMA segja skólann nánast gjaldþrota Kennarar við Verkmenntaskólann á Akureyri eru harðorðir í garð stjórnvalda í ályktun sem þeir sendu frá sér í gær. 19. maí 2016 16:45 Samvinnu MA og VMA slegið á frest Fé vantar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til þess að samvinna MA og VMA geti orðið. VMA fær ekki framlög nema borga uppsafnaðan halla. 18. apríl 2016 07:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Kennarar í VMA segja skólann nánast gjaldþrota Kennarar við Verkmenntaskólann á Akureyri eru harðorðir í garð stjórnvalda í ályktun sem þeir sendu frá sér í gær. 19. maí 2016 16:45
Samvinnu MA og VMA slegið á frest Fé vantar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til þess að samvinna MA og VMA geti orðið. VMA fær ekki framlög nema borga uppsafnaðan halla. 18. apríl 2016 07:00