Krónan ó krónan Friðrik Indriðason skrifar 28. október 2011 10:28 Það var athyglisvert að fylgjast með umræðunni um krónuna á margumræddri ráðstefnu í Hörpu í gærdag. Þar voru samankomnir margir og miklir spekingar með mismunandi skoðanir á ágæti þeirrar myntar. Er hún bjargvætturinn, eða snákurinn, í grasinu? Ég er orðinn það gamall að ég man eftir ýmsum útgáfum af krónunni í gegnum tíðina. Líka þeirri sem raunverulega flaut enda úr áli. Þegar ég var að alast upp voru til fimmkrónu seðlar. Rauðir og fallegir, næstum eins og fimmhundraðkallinn í dag. Að vísu var fimmkrónu seðillinn minni en núverandi fimmhundraðkall. Samt gat maður keypt meira þá fyrir fimmkrónu seðilinn en hægt er fyrir fimmhundraðkallinn í dag. Sem segir kannski allt sem segja þarf. Þegar ég var að alast upp var hundraðkróna seðill í sínum skærgræna lit raunverulegur peningur. Það voru til þrír seðlar fyrir neðan hann. Fyrrnefndur fimmkrónu seðill og svo tíu- og tuttugu og fimmkróna seðlar. Sá síðastnefndi gerir það að verkum að ég get alltaf svarað í spurningakeppnum þegar spurt er um höfðingja sem hét Magnús á íslensku upplýsingaöldinni. Fyrir hundraðkrónu seðill var hægt að kaupa gotterí í gamla daga sem dugði í hátt í mánuð. Fyrir gervigullsleginn hundraðkall í dag færðu örfá grömm af blandi í poka. Við erum að komast aftur á sama stig og þarna um árið þegar við skárum tvö núll aftan af krónunni. Þá var gaman. Ég man að ég fór til Kaupmannahafnar nokkrum dögum síðar og tókst í fyrsta og eina skipti í minni sögu að skipta íslenskum seðlum í dönskum banka. Gjaldkerinn lét þess getið á sinni þvottekta Kaupmannahafnarmálýsku hve þessir hundraðkrónu seðlar væru fallegir. Aðdáendur krónunnar segja að hún hafi bjargað okkur í kreppunni og þeir hafa vissulega nokkuð til síns máls. Hinsvegar skil ég ekki alveg hvernig það eru rök fyrir áframhaldandi tilvist hennar. Nema náttúrulega að þessir spekingar viti fyrir víst að hér verði allt í hári og fári í efnahagsmálum og viðvarandi kreppur næstu áratugina eða aldirnar. Þá er gott að hafa krónuna. Andstæðingar krónunnar benda á að hún er í rauninni handónýt mynt og þeir hafa vissulega nokkuð til síns máls. Þú getur hvergi skipti henni í aðrar myntir nema með skilyrðum í íslenskum bönkum. Dollurum eða evrum er hægt að skipta nær hvar sem er í heiminum án vandræða. Þar að auki setti krónan þúsundir heimila á hausinn þegar hún féll niður úr gólfinu haustið 2008. Ég er sum sé fylgjandi því að slá krónuna af. Auðveldasta leiðin til þess er að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna. Þess vegna vil ég fá að kjósa um „pakkann" þegar, eða ef, hann lítur dagsins ljós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Það var athyglisvert að fylgjast með umræðunni um krónuna á margumræddri ráðstefnu í Hörpu í gærdag. Þar voru samankomnir margir og miklir spekingar með mismunandi skoðanir á ágæti þeirrar myntar. Er hún bjargvætturinn, eða snákurinn, í grasinu? Ég er orðinn það gamall að ég man eftir ýmsum útgáfum af krónunni í gegnum tíðina. Líka þeirri sem raunverulega flaut enda úr áli. Þegar ég var að alast upp voru til fimmkrónu seðlar. Rauðir og fallegir, næstum eins og fimmhundraðkallinn í dag. Að vísu var fimmkrónu seðillinn minni en núverandi fimmhundraðkall. Samt gat maður keypt meira þá fyrir fimmkrónu seðilinn en hægt er fyrir fimmhundraðkallinn í dag. Sem segir kannski allt sem segja þarf. Þegar ég var að alast upp var hundraðkróna seðill í sínum skærgræna lit raunverulegur peningur. Það voru til þrír seðlar fyrir neðan hann. Fyrrnefndur fimmkrónu seðill og svo tíu- og tuttugu og fimmkróna seðlar. Sá síðastnefndi gerir það að verkum að ég get alltaf svarað í spurningakeppnum þegar spurt er um höfðingja sem hét Magnús á íslensku upplýsingaöldinni. Fyrir hundraðkrónu seðill var hægt að kaupa gotterí í gamla daga sem dugði í hátt í mánuð. Fyrir gervigullsleginn hundraðkall í dag færðu örfá grömm af blandi í poka. Við erum að komast aftur á sama stig og þarna um árið þegar við skárum tvö núll aftan af krónunni. Þá var gaman. Ég man að ég fór til Kaupmannahafnar nokkrum dögum síðar og tókst í fyrsta og eina skipti í minni sögu að skipta íslenskum seðlum í dönskum banka. Gjaldkerinn lét þess getið á sinni þvottekta Kaupmannahafnarmálýsku hve þessir hundraðkrónu seðlar væru fallegir. Aðdáendur krónunnar segja að hún hafi bjargað okkur í kreppunni og þeir hafa vissulega nokkuð til síns máls. Hinsvegar skil ég ekki alveg hvernig það eru rök fyrir áframhaldandi tilvist hennar. Nema náttúrulega að þessir spekingar viti fyrir víst að hér verði allt í hári og fári í efnahagsmálum og viðvarandi kreppur næstu áratugina eða aldirnar. Þá er gott að hafa krónuna. Andstæðingar krónunnar benda á að hún er í rauninni handónýt mynt og þeir hafa vissulega nokkuð til síns máls. Þú getur hvergi skipti henni í aðrar myntir nema með skilyrðum í íslenskum bönkum. Dollurum eða evrum er hægt að skipta nær hvar sem er í heiminum án vandræða. Þar að auki setti krónan þúsundir heimila á hausinn þegar hún féll niður úr gólfinu haustið 2008. Ég er sum sé fylgjandi því að slá krónuna af. Auðveldasta leiðin til þess er að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna. Þess vegna vil ég fá að kjósa um „pakkann" þegar, eða ef, hann lítur dagsins ljós.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun