Viðskipti innlent

Krugman: Höftin hafa komið í veg fyrir tjón

MH og JHH skrifar
Paul Krugman er nóbelsverðlaunahafi í hagfræði.
Paul Krugman er nóbelsverðlaunahafi í hagfræði. mynd/ gva.
Gjaldeyrishöftin hafa skipt máli fyrir Ísland eftir hrunið og komið í veg fyrir tjón, sagði Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, á fyrirlestri í Hörpu í dag. Hann sagði að ótímabært væri að afnema þau.

Krugman sagði jafnframt á fundinum að Ísland væri ekki í eins slæmri stöðu og margir haldi. Atvinnuleysi sé góður samanburðarmælikvarði milli landa. Þar standi Ísland vel að vígi.

Krugman benti á það í bloggfærslu á vefsvæði New York Times áður en hann kom til landsins að Ísland stæði mun betur að vígi en ríki sem hefðu tekið upp evruna. Nefndi hann þar meðal annars Írland og Lettland.

Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis er með lýsingu af ráðstefnu AGS og íslenskra stjórnvalda efst hægra megin á forsíðu Vísis.

Myndskeið frá fyrirlestri Krugmans verður birt hér á eftir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×