Fótbolti

KSÍ afturkallar miðakaup

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
"En í þeim tilvikum, þar sem fólk hafur keypt óeðlilega mikið af miðum og miðarnir jafnvel komnir á sölu, verða miðakaupin bakfærð,“ segir Þórir.
"En í þeim tilvikum, þar sem fólk hafur keypt óeðlilega mikið af miðum og miðarnir jafnvel komnir á sölu, verða miðakaupin bakfærð,“ segir Þórir. mynd/365
„Ég hef fengið ábendingar um að einhverjir hafi keypt óeðlilega mikið af miðum og séu að selja þá á öðrum miðlum,“ segir Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Íslands.

Eins og fram kom á Vísi höfðu allir miðarnir á landsleik Íslands og Króatíu sem haldinn verður á Laugardalsvelli 15. nóvember, selst fyrir klukkan átta í morgun. Á vefsíðu mida.is segir að hámark miðakaupa séu séu sex miðar.

Í einhverjum tilfellum virðist það hafa gerst að sami aðili hafi komið aftur inn á vefinn og keypt hámarksfjölda oftar en einu sinni.Þórir segist munu fara yfir þetta síðar í dag og skoða hvað hver keypti.

Í einhverjum tilfellum sé það alveg eðlilegt að fólk hafi keypt fleiri en sex miða. Vinahópar og fjölskyldur gætu til dæmis hafa keypt sex miða og svo aftur tvo miða. Hann segir að ekkert verði gert í slíkum miðakaupum.

„En í þeim tilvikum, þar sem fólk hafur keypt óeðlilega mikið af miðum og miðarnir jafnvel komnir á sölu, verða miðakaupin bakfærð,“ segir Þórir.

Hann segir að fólk verði að átta sig á því að það gæti verið að kaupa miða sem verið ógildir.

„Ég geri mér enga grein fyrir umfanginu en það er ljóst að ég þarf að gefa mér tíma í þetta. Þeir miðar sem verða bakfærðir munu fara beint á sölu á mida.is,“ segir Þórir.


Tengdar fréttir

"KSÍ er ekki geðslegur klúbbur“

Margir Íslendingar hafa brugðist illa við fréttum af því að uppselt hafi orðið um miðja nótt á landsleikinn.

Næturmiðarnir komnir á Bland

Miðar ganga nú þegar kaupum og sölum á leik Íslands og Króatíu. Á síðunni bland.is má sjá þó nokkrar auglýsingar þar sem óskað er eftir miðum en einnig hafa miðar verið boðnir til sölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×