KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2016 11:41 "Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt,“ segir Geir Þorsteinsson, forseti KSÍ, um tilboð EA Sports í réttindin fyrir að fá að nota íslenska karlalandsliðið í FIFA 17. Vísir/AFP Ástæðan fyrir því að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður ekki á meðal landsliða í tölvuleiknum FIFA 17 er sú að knattspyrnusambandi Íslands þótti upphæðin sem boðin var fyrir réttindi til notkunar á liðinu of lág. Greint var frá þessu fyrst á vef Nútímans. „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Vísi um málið. Það er fyrirtækið EA Sports sem framleiðir FIFA 17 en Geir segir fyrirtækið hafa haft samband við KSÍ í ágúst síðastliðnum. Var KSÍ tilkynnt að verið væri að loka leiknum fyrir útgáfu en það væri mikill vilji fyrir því að hafa íslenska karlalandsliðið í honum og koma því inn fyrir lokun. EA Sports sagði þó að fjármagnið sem áætlað var í framleiðslu leiksins væri allt að því uppurið og því ekki hægt að bjóða hátt. „Við komum með gagntilboð en það var ekki áhugi fyrir því,“ segir Geir Þorsteinsson við Vísi um málið.Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.VísirAðspurð hve há upphæðin var sagðist hann ekki vera með það alveg á hreinu þegar Vísir ræddi við hann. Erum við að tala um tugi milljóna?„Nei, ég held að það hafi verið nærri því að vera um ein milljón,“ segir Geir. Spurður hvort ekki hefði verið betra að taka þessu tilboði þar sem það hefði geta reynst mikil kynning fyrir íslenska knattspyrnu, og alls óvíst hvort slíkt tækifæri bjóðist aftur svarar Geir: „Þetta er bara eins og önnur viðskiptatækifæri. Ég er viss um að þeir urðu að meta það sínum megin frá. Íslenska landsliðið vakti athygli um allan heim. Við getum ekki gefið réttindin frá okkur.“ Fjörutíu og sjö karlalandslið eru í leiknum en íslenska karlalandsliðið er í 27. sæti á heimslistanum og komst í átta liða úrslit á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi í sumar eins og frægt er orðið. Geir segir EA Sports ekki heldur hafa spurst eftir því að fá að nota íslenska kvennalandsliðið í leiknum. Móðurfélag EA Sports, Electronic Arts, hagnaðist á síðasta ári um 875 milljónir dollara, um hundrað milljarðar íslenskra króna, og er ávallt ofarlega á lista yfir stærstu tölvuleikjaframleiðendur heims. KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir Víkingaklappið í FIFA 17 Ekki sér fyrir endalok vinsælda víkingaklappsins. 12. september 2016 19:57 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Ástæðan fyrir því að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður ekki á meðal landsliða í tölvuleiknum FIFA 17 er sú að knattspyrnusambandi Íslands þótti upphæðin sem boðin var fyrir réttindi til notkunar á liðinu of lág. Greint var frá þessu fyrst á vef Nútímans. „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Vísi um málið. Það er fyrirtækið EA Sports sem framleiðir FIFA 17 en Geir segir fyrirtækið hafa haft samband við KSÍ í ágúst síðastliðnum. Var KSÍ tilkynnt að verið væri að loka leiknum fyrir útgáfu en það væri mikill vilji fyrir því að hafa íslenska karlalandsliðið í honum og koma því inn fyrir lokun. EA Sports sagði þó að fjármagnið sem áætlað var í framleiðslu leiksins væri allt að því uppurið og því ekki hægt að bjóða hátt. „Við komum með gagntilboð en það var ekki áhugi fyrir því,“ segir Geir Þorsteinsson við Vísi um málið.Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.VísirAðspurð hve há upphæðin var sagðist hann ekki vera með það alveg á hreinu þegar Vísir ræddi við hann. Erum við að tala um tugi milljóna?„Nei, ég held að það hafi verið nærri því að vera um ein milljón,“ segir Geir. Spurður hvort ekki hefði verið betra að taka þessu tilboði þar sem það hefði geta reynst mikil kynning fyrir íslenska knattspyrnu, og alls óvíst hvort slíkt tækifæri bjóðist aftur svarar Geir: „Þetta er bara eins og önnur viðskiptatækifæri. Ég er viss um að þeir urðu að meta það sínum megin frá. Íslenska landsliðið vakti athygli um allan heim. Við getum ekki gefið réttindin frá okkur.“ Fjörutíu og sjö karlalandslið eru í leiknum en íslenska karlalandsliðið er í 27. sæti á heimslistanum og komst í átta liða úrslit á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi í sumar eins og frægt er orðið. Geir segir EA Sports ekki heldur hafa spurst eftir því að fá að nota íslenska kvennalandsliðið í leiknum. Móðurfélag EA Sports, Electronic Arts, hagnaðist á síðasta ári um 875 milljónir dollara, um hundrað milljarðar íslenskra króna, og er ávallt ofarlega á lista yfir stærstu tölvuleikjaframleiðendur heims.
KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir Víkingaklappið í FIFA 17 Ekki sér fyrir endalok vinsælda víkingaklappsins. 12. september 2016 19:57 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira