Innlent

Kvartar til Persónuverndar vegna undirskriftasöfnunar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nú er verið að safna undirskriftum til að hvetja forsetann að vísa Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Nú er verið að safna undirskriftum til að hvetja forsetann að vísa Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Arnar Guðmundsson, blaðamaður og fyrrverandi aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, hefur sent Persónvuernd erindi vegna undirskriftasíðurnnar kjósa.is. Arnari þykir óeðlilegt að fólk geti ekki séð hvort það hafi skráð sig á vefinn. Hann telur eðlilegt að fólk geti séð hverjir hafi skráð sig á vefinn.

Arnar Guðmundsson sendi athugasemdir til Persónuverndar.
Arnar segir að síðan sé sett þannig upp að ekki sé beðið um staðfestingarnetfang, það sé ekki ruslvörn, né annað sem komi í veg fyrir að hægt sé að keyra rafrænar skrár yfir fólk inn á undirskriftasíðuna. „Það hafa verið sögur á kreiki um slíkt en það getur engin tékkað það. Ég get ekki prófað hvort mín kennitala sé þarna inni," segir Arnar.

Þá gagnrýnir Arnar að það komi ekki fram á undirskriftasíðunni hver standi fyrir söfnun undirskrifta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×