Innlent

Kveikti í sér við húsnæði Útlendingastofnunnar í Víðinesi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Víðines á Kjalarnesi hefur verið nýtt til að hýsa hælisleitendur.
Víðines á Kjalarnesi hefur verið nýtt til að hýsa hælisleitendur. vísir/gva
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að húsnæði Útlendingastofnunnar í Víðinesi á þriðja tímanum í dag, en þar hafði hælisleitandi hellt yfir sig bensíni og kveikt í.

Maðurinn, sem er illa brunninn, var fluttur á sjúkrahús, en ekki er vitað frekar um líðan hans á þessari stundu.

Þetta var annað útkallið sem lögreglan sinnti í Víðinesi í dag, en í hádeginu hótaði annar hælisleitandi að skaða sjálfan sig. Ekki kom þó til þess, en maðurinn var fluttur á lögreglustöð á meðan unnið er í máli hans.

Áfallateymi var kallað út til að hlúa að íbúum og starfsfólki í Víðinesi.




Tengdar fréttir

Víðines verði nýtt fyrir hælisleitendur

Borgarráð hefur samþykkt að verja 120 milljónum króna í endurbætur á Víðinesi sem áður hýsti hjúkrunarheimili fyrir aldraða en er nú ónotað. Húsnæðið verður hugsanlega nýtt fyrir hælisleitendur. Sjálfstæðismenn í borgarstjór




Fleiri fréttir

Sjá meira


×