„Skrítið að Íslandsstofa treysti ekki íslensku fagfólki“ Viktoría Hermannsdóttir skrifar 23. október 2014 07:00 Í myndbandinu er manneskju fylgt eftir á draumaferðalagi hennar um landið. „Það er mjög skrítið að Íslandsstofa treysti ekki íslensku fagfólki til að kynna Ísland,“ segir Stefanía Thors, varaformaður Félags kvikmyndagerðarmanna. Nýju myndbandi Íslandsstofu, sem er hluti herferðarinnar Inspired By Iceland, er ætlað að kynna Ísland sem spennandi vetraráfangastað. Myndbandið var unnið af Íslandsstofu í samstarfi við Íslensku auglýsingastofuna, almannatengslaskrifstofuna Brooklyn Brothers í London og Pulse Films. Leikstjórar og kvikmyndatökumenn á vegum Pulse Films gerðu myndbandið. Íslenskir kvikmyndagerðarmenn undra sig á því að ekki hafi verið leitað til fagfólks hérlendis. Daði Guðjónsson hjá Íslandsstofu segir tækifæri hafa falist í því að fá erlenda aðila í verkið.Stefanía Thors„Glöggt er gestsaugað. Við vorum að fara í gang með þennan leyndarmálatúr og við vildum að þeir sem færu förina vissu ekki mikið um landið. Þetta er margverðlaunað leikstjórapar sem hefur unnið með heimsþekktum aðilum eins og 50 cents, Kate Perry og Nokia. Það má ekki gleyma að þetta er markaðsherferð á heimsvísu og það eru ákveðin tækifæri í kynningu að fá svona aðila til að vinna með okkur,“ segir Daði. Fyrir gerð myndbandsins var efnt til samkeppni þar sem fólk átti að lýsa draumaferðalagi um Ísland. Var einn valinn til að fara í sína draumaferð. Að sögn Daða kostaði vinna erlendu aðilanna sex milljónir. Á heimasíðu Íslandsstofu kemur fram að meðal yfirlýstra markmiða sé að tryggja markvisst kynningar- og markaðsstarf sem miðar að því að auka gjaldeyristekjur lista og skapandi greina. „Það skýtur skökku við að nota erlend fyrirtæki til þess að kynna Ísland,“ segir Stefanía. Undarlegt sé að ekki hafi verið leitað til fagfólks hérlendis til að gera myndbandið og kynna íslenskt fagfólk í leiðinni. „Er ekki alltaf verið að tala um að það vanti gjaldeyri inn í landið en þeir borga erlendum aðilum fyrir þessa vinnu.“ Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna, tekur í sama streng. „Það er alveg ótrúlega skrítið, sérstaklega í þessu árferði þegar íslenskir kvikmyndagerðarmenn berjast í bökkum, að leitað sé út fyrir landsteinana. Það er undarlegt að það sé þá ekki reynt að beina þessum viðskiptum til íslenskra kvikmyndagerðarmanna,“ segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Fleiri fréttir Telur Bláa lónið öruggt vegna varnagarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Sjá meira
„Það er mjög skrítið að Íslandsstofa treysti ekki íslensku fagfólki til að kynna Ísland,“ segir Stefanía Thors, varaformaður Félags kvikmyndagerðarmanna. Nýju myndbandi Íslandsstofu, sem er hluti herferðarinnar Inspired By Iceland, er ætlað að kynna Ísland sem spennandi vetraráfangastað. Myndbandið var unnið af Íslandsstofu í samstarfi við Íslensku auglýsingastofuna, almannatengslaskrifstofuna Brooklyn Brothers í London og Pulse Films. Leikstjórar og kvikmyndatökumenn á vegum Pulse Films gerðu myndbandið. Íslenskir kvikmyndagerðarmenn undra sig á því að ekki hafi verið leitað til fagfólks hérlendis. Daði Guðjónsson hjá Íslandsstofu segir tækifæri hafa falist í því að fá erlenda aðila í verkið.Stefanía Thors„Glöggt er gestsaugað. Við vorum að fara í gang með þennan leyndarmálatúr og við vildum að þeir sem færu förina vissu ekki mikið um landið. Þetta er margverðlaunað leikstjórapar sem hefur unnið með heimsþekktum aðilum eins og 50 cents, Kate Perry og Nokia. Það má ekki gleyma að þetta er markaðsherferð á heimsvísu og það eru ákveðin tækifæri í kynningu að fá svona aðila til að vinna með okkur,“ segir Daði. Fyrir gerð myndbandsins var efnt til samkeppni þar sem fólk átti að lýsa draumaferðalagi um Ísland. Var einn valinn til að fara í sína draumaferð. Að sögn Daða kostaði vinna erlendu aðilanna sex milljónir. Á heimasíðu Íslandsstofu kemur fram að meðal yfirlýstra markmiða sé að tryggja markvisst kynningar- og markaðsstarf sem miðar að því að auka gjaldeyristekjur lista og skapandi greina. „Það skýtur skökku við að nota erlend fyrirtæki til þess að kynna Ísland,“ segir Stefanía. Undarlegt sé að ekki hafi verið leitað til fagfólks hérlendis til að gera myndbandið og kynna íslenskt fagfólk í leiðinni. „Er ekki alltaf verið að tala um að það vanti gjaldeyri inn í landið en þeir borga erlendum aðilum fyrir þessa vinnu.“ Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna, tekur í sama streng. „Það er alveg ótrúlega skrítið, sérstaklega í þessu árferði þegar íslenskir kvikmyndagerðarmenn berjast í bökkum, að leitað sé út fyrir landsteinana. Það er undarlegt að það sé þá ekki reynt að beina þessum viðskiptum til íslenskra kvikmyndagerðarmanna,“ segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir.
Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Fleiri fréttir Telur Bláa lónið öruggt vegna varnagarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Sjá meira