Kvörtunum erlendra neytenda fjölgar mikið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. ágúst 2016 08:00 Ófáir bílaleigubílar voru við Bláa lónið í gær. Flest deilumálin sem rata inn á borð ECC eru vegna erlendra ferðamanna sem lent hefur saman við bílaleigur eða flugfélög á Íslandi. vísir/hanna Gríðarleg fjölgun hefur orðið á málum sem berast Evrópsku neytendaaðstoðinni á Íslandi(ECC). Alls voru 175 erindi á árinu 2015 en það er 65 prósenta fjölgun frá fyrra ári og langt yfir meðaltali undanfarinna ára. ECC á Íslandi er hýst af Neytendasamtökunum en hlutverk þeirra er að aðstoða neytendur sem eiga í deilum við seljendur vöru eða þjónustu yfir landamæri innan EES-svæðisins. Langflest þeirra mála sem ECC fær til meðferðar varða ferðalög á Íslandi en samkvæmt upplýsingum frá samtökunum er málum enn að fjölga. Árið 2015 voru skráðar 58 fyrirspurnir, 54 einfaldar kvartanir en þá er kominn upp ágreiningur milli neytanda og seljanda og 63 kvörtunarmál en þá hefur starfsfólk ECC milligöngu um að leysa deiluna.Ívar Halldórsson„Það er ljóst að það hefur orðið mikil fjölgun, hvort sem það er vegna aukins ferðamannastraums til Íslands eða aukinnar þekkingar neytenda á ECC-netinu,“ segir Ívar Halldórsson, lögfræðingur hjá ECC, en hann segist ekki vita nákvæmlega hvað valdi fjölguninni. Hann útskýrir að flest deilumálin sem komi til meðferðar ECC séu vegna erlendra ferðamanna sem lent hafi í einhvers konar vandræðum gagnvart bílaleigum eða flugfélögum á Íslandi. Sem dæmi um kvörtunarmál sem barst ECC má nefna mál ferðamanns frá Tékklandi sem leigði bíl á Íslandi síðasta sumar. Steinn skaust úr jeppabifreið sem ók fyrir framan hann og fór í framrúðu bílaleigubílsins með þeim afleiðingum að sprunga kom í framrúðuna. Eigandi jeppabifreiðarinnar viðurkenndi sök sína og skrifuð var tjónaskýrsla. Þrátt fyrir það rukkaði bílaleigan ferðamanninn um 572 evrur vegna tjónsins. Ferðamaðurinn leitaði þá til ECC sem hafði samband við bílaleiguna. Málið endaði með því að bílaleigan endurgreiddi ferðamanninum alla þá upphæð sem innheimt hafði verið vegna tjónsins og baðst afsökunar á mistökum sínum.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Gríðarleg fjölgun hefur orðið á málum sem berast Evrópsku neytendaaðstoðinni á Íslandi(ECC). Alls voru 175 erindi á árinu 2015 en það er 65 prósenta fjölgun frá fyrra ári og langt yfir meðaltali undanfarinna ára. ECC á Íslandi er hýst af Neytendasamtökunum en hlutverk þeirra er að aðstoða neytendur sem eiga í deilum við seljendur vöru eða þjónustu yfir landamæri innan EES-svæðisins. Langflest þeirra mála sem ECC fær til meðferðar varða ferðalög á Íslandi en samkvæmt upplýsingum frá samtökunum er málum enn að fjölga. Árið 2015 voru skráðar 58 fyrirspurnir, 54 einfaldar kvartanir en þá er kominn upp ágreiningur milli neytanda og seljanda og 63 kvörtunarmál en þá hefur starfsfólk ECC milligöngu um að leysa deiluna.Ívar Halldórsson„Það er ljóst að það hefur orðið mikil fjölgun, hvort sem það er vegna aukins ferðamannastraums til Íslands eða aukinnar þekkingar neytenda á ECC-netinu,“ segir Ívar Halldórsson, lögfræðingur hjá ECC, en hann segist ekki vita nákvæmlega hvað valdi fjölguninni. Hann útskýrir að flest deilumálin sem komi til meðferðar ECC séu vegna erlendra ferðamanna sem lent hafi í einhvers konar vandræðum gagnvart bílaleigum eða flugfélögum á Íslandi. Sem dæmi um kvörtunarmál sem barst ECC má nefna mál ferðamanns frá Tékklandi sem leigði bíl á Íslandi síðasta sumar. Steinn skaust úr jeppabifreið sem ók fyrir framan hann og fór í framrúðu bílaleigubílsins með þeim afleiðingum að sprunga kom í framrúðuna. Eigandi jeppabifreiðarinnar viðurkenndi sök sína og skrifuð var tjónaskýrsla. Þrátt fyrir það rukkaði bílaleigan ferðamanninn um 572 evrur vegna tjónsins. Ferðamaðurinn leitaði þá til ECC sem hafði samband við bílaleiguna. Málið endaði með því að bílaleigan endurgreiddi ferðamanninum alla þá upphæð sem innheimt hafði verið vegna tjónsins og baðst afsökunar á mistökum sínum.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira