Kynfrelsi, ofbeldi og Hæstiréttur Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Nýfallinn dómur Hæstaréttar nr. 521/2012 hefur vakið hörð viðbrögð. Í dómnum sýkna fjórir hæstaréttardómarar sakborninga af ákæru um kynferðisbrot. Málsatvik eru þau að auk þess að beita margvíslegum barsmíðum og ofbeldi tróð ofbeldismaðurinn fingrum upp í endaþarm og leggöng þolanda. Meirihluti Hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að athæfið teldist ekki kynferðisbrot þar sem ásetningur geranda hefði verið að meiða þolanda, en ekki af kynferðislegum toga. Þessum skilningi dómaranna hefur verið mótmælt. Vísað hefur verið í skilning alþjóðasamfélagsins á nauðgunum í stríði sem kynferðisofbeldi, þar sem ætlunin er sannarlega að meiða, en ekki fá útrás fyrir greddu. Bent hefur verið á að ekki er dæmt eftir og í anda laga sem varða brot á kynfrelsi fólks og að skilgreining á kynferðisofbeldi getur ekki grundvallast á því hvort gerandi hafi kynferðislega nautn af verknaðinum. Hér var brotið á kynfrelsi þolanda en kynfrelsi er frelsi hverrar manneskju til að ákveða hvort hún vill taka þátt í kynferðislegum athöfnum. Brot á kynfrelsi skilgreinir kynferðisafbrot. Almenningur hefur tileinkað sér þennan skilning á kynferðisbrotum og þess vegna er ekki skrítið hve hörð viðbrögð almennings hafa verið við dómi Hæstaréttar. Að auki bætist við tilfinning um valdaleysi. Gagnrýni á dómskerfið í kynferðisafbrotamálum er ekki ný, hún er sagan endalausa. Við hljótum að velta fyrir okkur hvað stendur í vegi fyrir því að lög sem eru afrakstur áratuga langrar kvenfrelsisbaráttu og sýna skýran vilja löggjafans til að verja kynfrelsi virðast ekki skipta ofangreinda hæstaréttardómara máli. Femínistafélag Íslands harmar dóm Hæstaréttar og lýsir yfir stuðningi við baráttufólk fyrir kynfrelsi og gegn kynferðisofbeldi sem hefur gagnrýnt dóminn. Femínistafélagið stendur fyrir opnum fundi fimmtudaginn 14. febrúar að kvennaheimilinu Hallveigarstöðum um dóm Hæstaréttar og vernd kynfrelsis. Dómarar Hæstaréttar eru sérstaklega hvattir til að mæta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Nýfallinn dómur Hæstaréttar nr. 521/2012 hefur vakið hörð viðbrögð. Í dómnum sýkna fjórir hæstaréttardómarar sakborninga af ákæru um kynferðisbrot. Málsatvik eru þau að auk þess að beita margvíslegum barsmíðum og ofbeldi tróð ofbeldismaðurinn fingrum upp í endaþarm og leggöng þolanda. Meirihluti Hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að athæfið teldist ekki kynferðisbrot þar sem ásetningur geranda hefði verið að meiða þolanda, en ekki af kynferðislegum toga. Þessum skilningi dómaranna hefur verið mótmælt. Vísað hefur verið í skilning alþjóðasamfélagsins á nauðgunum í stríði sem kynferðisofbeldi, þar sem ætlunin er sannarlega að meiða, en ekki fá útrás fyrir greddu. Bent hefur verið á að ekki er dæmt eftir og í anda laga sem varða brot á kynfrelsi fólks og að skilgreining á kynferðisofbeldi getur ekki grundvallast á því hvort gerandi hafi kynferðislega nautn af verknaðinum. Hér var brotið á kynfrelsi þolanda en kynfrelsi er frelsi hverrar manneskju til að ákveða hvort hún vill taka þátt í kynferðislegum athöfnum. Brot á kynfrelsi skilgreinir kynferðisafbrot. Almenningur hefur tileinkað sér þennan skilning á kynferðisbrotum og þess vegna er ekki skrítið hve hörð viðbrögð almennings hafa verið við dómi Hæstaréttar. Að auki bætist við tilfinning um valdaleysi. Gagnrýni á dómskerfið í kynferðisafbrotamálum er ekki ný, hún er sagan endalausa. Við hljótum að velta fyrir okkur hvað stendur í vegi fyrir því að lög sem eru afrakstur áratuga langrar kvenfrelsisbaráttu og sýna skýran vilja löggjafans til að verja kynfrelsi virðast ekki skipta ofangreinda hæstaréttardómara máli. Femínistafélag Íslands harmar dóm Hæstaréttar og lýsir yfir stuðningi við baráttufólk fyrir kynfrelsi og gegn kynferðisofbeldi sem hefur gagnrýnt dóminn. Femínistafélagið stendur fyrir opnum fundi fimmtudaginn 14. febrúar að kvennaheimilinu Hallveigarstöðum um dóm Hæstaréttar og vernd kynfrelsis. Dómarar Hæstaréttar eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar