Innlent

Kyrrstæðir bílar fuku saman í Vestmannaeyjum

Mynd/GÓ
Mynd/GÓ
Lögreglan í Vestmannaeyjum segir að útköll vegna óveðursins hafi byrjað klukkan sex í kvöld. Mikið hvassviðri er á eyjunni og hafa björgunarsveitir og lögregla hjálpað mörgum. Bæjarstarfsmenn aðstoðuðu íbúa en vatn hafði lekið inn í kjallaraíbúð þeirra. Þá hafa þakplötur og útidyrahurðir fokið upp.

Tveir kyrrstæðir bílar á bílastæði í bænum fuku saman. Mikil hálka myndaðist á bílastæðinu þegar rigna fór ofan í snjóinn. Þá hafa margir átt í erfiðleikum með að keyra um í bænum.

Það hefur þó tekið að lægja í Vestmannaeyjum nú þegar liðið hefur á kvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×