Læknaflokkurinn? – Hvað er á seyði? 22. nóvember 2012 14:00 Í þættinum „frá degi til dags“ í Fréttablaðinu sl. þriðjudag er verið að gera því skóna að VG í Kraganum, þ.e. Suðvesturkjördæmi, sé að verða eins konar „læknaflokkur,“ svo margir læknar hafi skráð sig í flokkinn þar að undanförnu. Ekki kom mér þetta á óvart vitandi að Ögmundur Jónasson er þar í framboði. Eftir allan þann málflutning sem hann hefur haft uppi til varnar og stuðnings heilbrigðiskerfinu og þar með læknastéttinni, fannst mér ekkert undarlegt að hann fengi stuðning úr þeirri átt. En viti menn! Síðan les ég áfram og rennur það þá upp að læknar hafi umvörpum látið skrá sig í VG að undanförnu til að kjósa inn kollega sinn, Ólaf Þór Gunnarsson og þar með kjósa Ögmund út en Ólafur Þór sækist eftir að leiða listann í stað Ögmundar. Auðvitað gera þessir læknar það sem þeir telja vera fyrir bestu en nokkuð finnst mér skjóta skökku við ef heilbrigðisstéttirnar eru farnar að sameinast gegn Ögmundi Jónassyni sem hefur flestum mönnum framar reynt að standa vörð um heilbrigðiskerfið, bæði sem formaður BSRB í rúm tuttugu ár og síðan þingmaður og ráðherra. Ég hef starfað lengi með Ögmundi Jónassyni og veit því vel hvernig hann forgangsraðar. Það hefur alla tíð verið í þágu velferðarkerfisins. Ég man vel kjaramálaumræðuna í BSRB í formannstíð hans og hvernig hann jafnan sagði að það sem mestu máli skipti í hverju þjóðfélagi væri góð heilbrigðisþjónusta. Ef heilsan brestur skipti sú þjónusta öllu máli. Miklu meira máli en hverfult kaupgjaldið. Í framhaldi af fyrrgreindum skrifum langaði til að koma á framfæri áskorun til heilbrigðisstéttanna um að styðja við bakið á Ögmundi Jónassyni eins og hann hefur stutt við bakið á okkur og velferðarþjónustunni í landinu um áratugaskeið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Í þættinum „frá degi til dags“ í Fréttablaðinu sl. þriðjudag er verið að gera því skóna að VG í Kraganum, þ.e. Suðvesturkjördæmi, sé að verða eins konar „læknaflokkur,“ svo margir læknar hafi skráð sig í flokkinn þar að undanförnu. Ekki kom mér þetta á óvart vitandi að Ögmundur Jónasson er þar í framboði. Eftir allan þann málflutning sem hann hefur haft uppi til varnar og stuðnings heilbrigðiskerfinu og þar með læknastéttinni, fannst mér ekkert undarlegt að hann fengi stuðning úr þeirri átt. En viti menn! Síðan les ég áfram og rennur það þá upp að læknar hafi umvörpum látið skrá sig í VG að undanförnu til að kjósa inn kollega sinn, Ólaf Þór Gunnarsson og þar með kjósa Ögmund út en Ólafur Þór sækist eftir að leiða listann í stað Ögmundar. Auðvitað gera þessir læknar það sem þeir telja vera fyrir bestu en nokkuð finnst mér skjóta skökku við ef heilbrigðisstéttirnar eru farnar að sameinast gegn Ögmundi Jónassyni sem hefur flestum mönnum framar reynt að standa vörð um heilbrigðiskerfið, bæði sem formaður BSRB í rúm tuttugu ár og síðan þingmaður og ráðherra. Ég hef starfað lengi með Ögmundi Jónassyni og veit því vel hvernig hann forgangsraðar. Það hefur alla tíð verið í þágu velferðarkerfisins. Ég man vel kjaramálaumræðuna í BSRB í formannstíð hans og hvernig hann jafnan sagði að það sem mestu máli skipti í hverju þjóðfélagi væri góð heilbrigðisþjónusta. Ef heilsan brestur skipti sú þjónusta öllu máli. Miklu meira máli en hverfult kaupgjaldið. Í framhaldi af fyrrgreindum skrifum langaði til að koma á framfæri áskorun til heilbrigðisstéttanna um að styðja við bakið á Ögmundi Jónassyni eins og hann hefur stutt við bakið á okkur og velferðarþjónustunni í landinu um áratugaskeið.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar