Læknar úr opinberum störfum á einkastöðvar Ingvar Haraldsson skrifar 7. júlí 2016 07:00 Þorbjörn jónsson, formaður læknaráðs landspítali. heilbrigðismál talsmaður lækna. Læknar hafa áhyggjur af því að nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar verði ekki til þess að heimilislæknum fjölgi á höfuðborgarsvæðinu heldur flytji heimilislæknar sig úr opinbera geiranum yfir í einkageirann. „Við viljum auðvitað fjölga læknunum en ekki bara brjóta þá upp og láta þá fara í eitthvert annað hús,“ segir Óskar Sesar Reykdalsson, settur framkvæmdastjóri lækninga á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í Fréttablaðinu í gær var greint frá því að Ríkiskaup hygðust ganga til samninga um tvær nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, aðra við Bíldshöfða í Reykjavík og hina við Urriðahvarf í Kópavogi. Aðeins þrjú tilboð bárust í þær þrjár heilsugæslustöðvar sem auglýst var eftir og var einu tilboðinu hafnað. Í stjórn Heilsugæslunnar Höfða, sem stofnuð var um heilsugæslustöð á Bíldshöfða, eru fimm læknar, en fjórir þeirra koma úr heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Gunnlaugur Sigurjónsson, stjórnarformaður félagsins, sem sjálfur starfar sem heimilislæknir í heilsugæslustöðinni í Árbæ, sagði við Fréttablaðið í gær að alls yrðu læknarnir á nýju stöðinni tíu. Einhverjir þeirra kæmu úr námi eða störfum að utan. Hin heilsugæslustöðin sem Ríkiskaup féllust á að leita samninga við er á vegum aðila sem tengjast Heilsuvernd sem er fyrir með ýmiss konar læknisþjónustu í Glæsibæ. Þá segir Óskar að tryggja þurfi að nægt fjármagn fylgi breytingunum en samhliða nýjum stöðvum á að taka upp nýtt greiðslukerfi til heilsugæslustöðva um næstu áramót. „Flestir sem ég hef heyrt í hafa verið á því að fjármagnið sé af skornum skammti og það sé ein af ástæðunum fyrir því að ekki hafi verið slegist um þetta rekstrarmódel,“ segir hann. Óskar segir flesta heimilislækna mjög jákvæða fyrir því að gera breytingar á greiðslufyrirkomulaginu og fyrir fjölgun heimilislækna en til að það megi vera sé ljóst að ríkið þurfi að setja meira fé í rekstur heilsugæslunnar. „Þetta leiðir vonandi til meira framboðs á læknum, ekki bara til þess að læknar taki sig upp af öðrum stöðvum og flytji sig á nýju stöðvarnar heldur að það komi nýir læknar til starfa sem ekki hafa starfað í þessu kerfi,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, um breytingarnar á greiðslukerfinu og nýju stöðvarnar. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Sjá meira
Læknar hafa áhyggjur af því að nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar verði ekki til þess að heimilislæknum fjölgi á höfuðborgarsvæðinu heldur flytji heimilislæknar sig úr opinbera geiranum yfir í einkageirann. „Við viljum auðvitað fjölga læknunum en ekki bara brjóta þá upp og láta þá fara í eitthvert annað hús,“ segir Óskar Sesar Reykdalsson, settur framkvæmdastjóri lækninga á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í Fréttablaðinu í gær var greint frá því að Ríkiskaup hygðust ganga til samninga um tvær nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, aðra við Bíldshöfða í Reykjavík og hina við Urriðahvarf í Kópavogi. Aðeins þrjú tilboð bárust í þær þrjár heilsugæslustöðvar sem auglýst var eftir og var einu tilboðinu hafnað. Í stjórn Heilsugæslunnar Höfða, sem stofnuð var um heilsugæslustöð á Bíldshöfða, eru fimm læknar, en fjórir þeirra koma úr heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Gunnlaugur Sigurjónsson, stjórnarformaður félagsins, sem sjálfur starfar sem heimilislæknir í heilsugæslustöðinni í Árbæ, sagði við Fréttablaðið í gær að alls yrðu læknarnir á nýju stöðinni tíu. Einhverjir þeirra kæmu úr námi eða störfum að utan. Hin heilsugæslustöðin sem Ríkiskaup féllust á að leita samninga við er á vegum aðila sem tengjast Heilsuvernd sem er fyrir með ýmiss konar læknisþjónustu í Glæsibæ. Þá segir Óskar að tryggja þurfi að nægt fjármagn fylgi breytingunum en samhliða nýjum stöðvum á að taka upp nýtt greiðslukerfi til heilsugæslustöðva um næstu áramót. „Flestir sem ég hef heyrt í hafa verið á því að fjármagnið sé af skornum skammti og það sé ein af ástæðunum fyrir því að ekki hafi verið slegist um þetta rekstrarmódel,“ segir hann. Óskar segir flesta heimilislækna mjög jákvæða fyrir því að gera breytingar á greiðslufyrirkomulaginu og fyrir fjölgun heimilislækna en til að það megi vera sé ljóst að ríkið þurfi að setja meira fé í rekstur heilsugæslunnar. „Þetta leiðir vonandi til meira framboðs á læknum, ekki bara til þess að læknar taki sig upp af öðrum stöðvum og flytji sig á nýju stöðvarnar heldur að það komi nýir læknar til starfa sem ekki hafa starfað í þessu kerfi,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, um breytingarnar á greiðslukerfinu og nýju stöðvarnar. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Sjá meira