Innlent

Læknaverkfall hófst á miðnætti

Verkfallsaðgerðir lækna í Læknafélagi Íslands hófust á miðnætti og í þessari atrennu ná þær til umþaðbil 300 lækna á heilsugæslustöðvum og á kvenna- barna og rannsóknasviði Landsspítalans.

Læknar á þessum sviðum fá undanþágu til að sinna bráðatilvikum á meðan á aðgerðum stendur, sem verður í þrjá sólarhringa ef ekki semst innan þess tíma.

Síðasti samningafundur var á fimmtudag og hefur nýr fundur verið boðaður síðdegis í dag. Þorbjörn Jónsson formaður læknafélags Íslands segir samkomulag ekki í sjónmáli og Ólafur Baldursson forstjóri lækninga segir að verkfall sé hið versta mál  sem skapi óvissu á spítalanum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×