Læknir skorar á borgina að láta af „tilraun á börnunum“ í dekkjakurlinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. mars 2016 19:26 Grunsemdir eru um að dekkjakurl sem notað er sem uppfyllingarefni á gervisgrasvöllum geti valdið eitlakrabbameini og hvítblæði. Há tíðni eitlakrabbameins hjá börnum sem hafa spilað í marki í fótbolta hefur vakið athygli. Kurlið er notað á 21 spark- og gervigrasvöll í Reykjavík. Við sögðum ykkur í gær frá Fjólu Sigurðardóttur 21 árs knattspyrnukona í Fram sem telur að bein orsakatengsl séu á milli öndunarfærasjúkdóms sem hún glímir við og þeirrar staðreyndar að hún hefur undanfarin 5 ár spilað á gervigrasvelli í Safamýri sem þakinn er með dekkjakurli. En dekkjakurlið veldur ekki bara ertingu í öndunarveginum. Í hverju kílói af dekkjakurlinu sem notað er á spark- og gervisgrasvöllum í Reykjavík eru 13-55 milligrömm af þrávirka efninu PAH, sem getur valdið krabbameini. Leyfilegt hámark í leikföngum, svo dæmi sé tekið, er 0,5 milligrömm.Iðkendur njóti vafans Þórarinn Guðnason lyflæknir og sérfræðingur í hjartasjúkdómum segir að lykilatriðið í þessari umræðu sé að skaðleysi dekkjakurlsins hafi ekki verið sannað. Iðkendur verði að njóta vafans. „Í Bandaríkjunum er grunur um aukna tíðni eitlakrabbameins og hvítblæðis hjá iðkendum. Þetta er ekki sannað en það hefur vakið athygli að óvenjumargir krakkar, sérstaklega þeir sem hafa spilað í marki, hafa greinst með eitlakrabbamein þar. Þetta þarf að skoða betur og ég veit að Bandaríkjamenn ætla að gera það. Hins vegar er vandamálið við sönnunarbyrðina í þessu að það tekur langan tíma að sanna með óyggjandi vísindalegum hætti að það séu orsakatengsl á milli efna í umhverfinu og sjúkdóma. Góð dæmi um þetta eru asbest og reykingar sem tók mörg ár að sanna að yllu krabbameini en enginn efast um í dag,“ segir Þórarinn. Meirihluti borgarstjórnar hefur ekki sýnt málinu mikinn áhuga. Hinn 1. desember var tillaga um sérstaka fjárveitingu til endurbóta á gervisgrasvöllum felld í borgarráði með atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata. 11. febrúar sl. samþykkti borgarráð loks endurnýjun gervisgrasvallar Víkings og jafnframt er gert ráð fyrir að vellir KR og Fylkis verði endurnýjaðir á næsta ári. Þetta eru 3 vellir af 21. „Ég hvet Reykjavíkurborg að taka strax á þessum málum og reyna að fá fjármagn í þetta. Það er engin ástæða til þess að halda áfram að gera þessa tilraun á börnunum okkar,“ segir Þórarinn Guðnason. Tengdar fréttir Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. 12. febrúar 2016 12:37 Ung knattspyrnukona rekur öndunarfærasjúkdóm til dekkjakurls Ung knattspyrnukona í Fram telur að bein tengsl séu á milli öndunarfærasjúkdóms sem hún glímir við og þeirri staðreynd að hún hefur spilað undanfarin 5 ár á velli sem þakinn er heilsuspillandi dekkjakurli. Hér áður fyrr var hún alltaf með sterk og heilbrigð lungu. 3. mars 2016 19:00 Endurnýjun kurlvallanna er ekki forgangsmál Samkvæmt nýrri áætlun meirihluta borgarstjórnar er endurnýjun gervigrasvalla þar sem notað er dekkjakurl ekki forgangsmál. 18. febrúar 2016 07:00 Telur að gervigras tengist krabbameini sonar síns Breskur faðir vill að ítarlegar rannsóknir verði framkvæmdar á gervigrasvöllum og þeim gúmmíefnum sem eru notuð á þeim. 16. febrúar 2016 14:30 Vilja að Heilbrigðiseftirlitið rannsaki dekkjakurl á gervigrasvöllum Samtök sem berjast fyrir hættulausu gúmmíkurli vilja að notkun Reykjavíkurborgar á dekkjakurli verði rannsökuð. 18. febrúar 2016 20:10 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Grunsemdir eru um að dekkjakurl sem notað er sem uppfyllingarefni á gervisgrasvöllum geti valdið eitlakrabbameini og hvítblæði. Há tíðni eitlakrabbameins hjá börnum sem hafa spilað í marki í fótbolta hefur vakið athygli. Kurlið er notað á 21 spark- og gervigrasvöll í Reykjavík. Við sögðum ykkur í gær frá Fjólu Sigurðardóttur 21 árs knattspyrnukona í Fram sem telur að bein orsakatengsl séu á milli öndunarfærasjúkdóms sem hún glímir við og þeirrar staðreyndar að hún hefur undanfarin 5 ár spilað á gervigrasvelli í Safamýri sem þakinn er með dekkjakurli. En dekkjakurlið veldur ekki bara ertingu í öndunarveginum. Í hverju kílói af dekkjakurlinu sem notað er á spark- og gervisgrasvöllum í Reykjavík eru 13-55 milligrömm af þrávirka efninu PAH, sem getur valdið krabbameini. Leyfilegt hámark í leikföngum, svo dæmi sé tekið, er 0,5 milligrömm.Iðkendur njóti vafans Þórarinn Guðnason lyflæknir og sérfræðingur í hjartasjúkdómum segir að lykilatriðið í þessari umræðu sé að skaðleysi dekkjakurlsins hafi ekki verið sannað. Iðkendur verði að njóta vafans. „Í Bandaríkjunum er grunur um aukna tíðni eitlakrabbameins og hvítblæðis hjá iðkendum. Þetta er ekki sannað en það hefur vakið athygli að óvenjumargir krakkar, sérstaklega þeir sem hafa spilað í marki, hafa greinst með eitlakrabbamein þar. Þetta þarf að skoða betur og ég veit að Bandaríkjamenn ætla að gera það. Hins vegar er vandamálið við sönnunarbyrðina í þessu að það tekur langan tíma að sanna með óyggjandi vísindalegum hætti að það séu orsakatengsl á milli efna í umhverfinu og sjúkdóma. Góð dæmi um þetta eru asbest og reykingar sem tók mörg ár að sanna að yllu krabbameini en enginn efast um í dag,“ segir Þórarinn. Meirihluti borgarstjórnar hefur ekki sýnt málinu mikinn áhuga. Hinn 1. desember var tillaga um sérstaka fjárveitingu til endurbóta á gervisgrasvöllum felld í borgarráði með atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata. 11. febrúar sl. samþykkti borgarráð loks endurnýjun gervisgrasvallar Víkings og jafnframt er gert ráð fyrir að vellir KR og Fylkis verði endurnýjaðir á næsta ári. Þetta eru 3 vellir af 21. „Ég hvet Reykjavíkurborg að taka strax á þessum málum og reyna að fá fjármagn í þetta. Það er engin ástæða til þess að halda áfram að gera þessa tilraun á börnunum okkar,“ segir Þórarinn Guðnason.
Tengdar fréttir Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. 12. febrúar 2016 12:37 Ung knattspyrnukona rekur öndunarfærasjúkdóm til dekkjakurls Ung knattspyrnukona í Fram telur að bein tengsl séu á milli öndunarfærasjúkdóms sem hún glímir við og þeirri staðreynd að hún hefur spilað undanfarin 5 ár á velli sem þakinn er heilsuspillandi dekkjakurli. Hér áður fyrr var hún alltaf með sterk og heilbrigð lungu. 3. mars 2016 19:00 Endurnýjun kurlvallanna er ekki forgangsmál Samkvæmt nýrri áætlun meirihluta borgarstjórnar er endurnýjun gervigrasvalla þar sem notað er dekkjakurl ekki forgangsmál. 18. febrúar 2016 07:00 Telur að gervigras tengist krabbameini sonar síns Breskur faðir vill að ítarlegar rannsóknir verði framkvæmdar á gervigrasvöllum og þeim gúmmíefnum sem eru notuð á þeim. 16. febrúar 2016 14:30 Vilja að Heilbrigðiseftirlitið rannsaki dekkjakurl á gervigrasvöllum Samtök sem berjast fyrir hættulausu gúmmíkurli vilja að notkun Reykjavíkurborgar á dekkjakurli verði rannsökuð. 18. febrúar 2016 20:10 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. 12. febrúar 2016 12:37
Ung knattspyrnukona rekur öndunarfærasjúkdóm til dekkjakurls Ung knattspyrnukona í Fram telur að bein tengsl séu á milli öndunarfærasjúkdóms sem hún glímir við og þeirri staðreynd að hún hefur spilað undanfarin 5 ár á velli sem þakinn er heilsuspillandi dekkjakurli. Hér áður fyrr var hún alltaf með sterk og heilbrigð lungu. 3. mars 2016 19:00
Endurnýjun kurlvallanna er ekki forgangsmál Samkvæmt nýrri áætlun meirihluta borgarstjórnar er endurnýjun gervigrasvalla þar sem notað er dekkjakurl ekki forgangsmál. 18. febrúar 2016 07:00
Telur að gervigras tengist krabbameini sonar síns Breskur faðir vill að ítarlegar rannsóknir verði framkvæmdar á gervigrasvöllum og þeim gúmmíefnum sem eru notuð á þeim. 16. febrúar 2016 14:30
Vilja að Heilbrigðiseftirlitið rannsaki dekkjakurl á gervigrasvöllum Samtök sem berjast fyrir hættulausu gúmmíkurli vilja að notkun Reykjavíkurborgar á dekkjakurli verði rannsökuð. 18. febrúar 2016 20:10