Læsi er lífsgæði Pétur Gunnarsson skrifar 19. janúar 2012 06:00 Það er ekki erfitt að taka afstöðu með því sem er gott. Og auðvelt að taka afstöðu gegn því sem er vont. En því sem er bæði gott og vont? Jákvætt og neikvætt í senn? Þar hefst vandinn. Og sá er í æ ríkari mæli vandi okkar sem nú lifum. Tökum einfalt dæmi: lífskjarabyltinguna á síðari helmingi síðustu aldar. Vélar tóku ómakið af vöðvaaflinu, menn gátu farið allra sinna ferða án þess að hreyfa fæturna, unnið fyrrum erfiðisverk án þess að hreyfa hendurnar. Stórkostlegt! En svo komu fylgikvillarnir: kransæðastíflur, of hár blóðþrýstingur, offita – allt afleiðingar hreyfingarleysis. Og fólk fór að búa sér til tilefni til hreyfingar: hlaupa, ganga, stunda líkamsræktarstöðvar… Víkur nú sögunni að huganum. Breytingar sem á síðustu öld gerðust á sviði vöðvanna eiga sér nú um stundir stað á sviði hugans. Einnig hér blandast jákvætt og neikvætt. Lyklaborðið tekur af okkur ómakið við að draga til stafs. Vasareiknirinn reiknar fyrir okkur. Upplýsing og afþreying berst okkur án þess að við þurfum að leggja nokkuð af mörkum sjálf. Afleiðingin er hreyfingarleysi hugans. Og lestur er ígildi hreyfingar þegar kemur að huganum. Lestur á í raun furðu margt sammerkt með göngu. Maður hugsar aldrei heila hugsun undir stýri. Hugsanirnar snúrra hring eftir hring án þess að fá búning. Á göngu aftur á móti kemur framvinda í þankaganginn, hugsun tekur við af hugsun. Athöfnin að búa til orð úr stöfum og merkingu úr orðum kallar á virkni lesandans og sú virkni skilar sér í atgervi: orðaforða, tökum á máli – og sá sem hefur tök á máli hefur tök á hugsun. Og ekki nóg með það: hinn lesandi er í senn í samtali við textann og samskiptum við sinn innri mann. Innra með honum eru ótal leiðir og stígar, leyni og athvörf sem hann á kost á, en hinn sem ekki les fer á mis við. Það er í því ljósi sem nýlegar kannanir gerðar í framhaldsskólum landsins vekja til umhugsunar. Árið 2007 sögðust 33,5% framhaldsskólapilta aldrei lesa bók. Árið 2010 var hlutfallið komið í 45,4%. Árið 2007 sögðust 26% telpna í framhaldsskólaúrtaki aldrei lesa bók. Árið 2010 var það komið í 40%. Hvað er hægt að gera? Vandinn er af öðrum toga en kyrrsetuvandinn. Hugarfita er ekki sýnileg, of hár hugarþrýstingur mælist ekki í apóteki. Afleiðingarnar aftur á móti eru mælanlegar, til að mynda í nýlegri fjölþjóðlegri könnun þar sem íslenskir drengir komu óþarflega illa út í stærðfræði af því tregur lesskilningur stóð þeim fyrir þrifum. Í stærðfræði! Það gildir sama hér og um hreyfinguna, við verðum að taka meðvitaða ákvörðun um iðkun. Það verður að koma til lestrarákvörðun okkar allra: heimila, skóla, fjölmiðla – en af þessum þremur eru heimilin án vafa mikilvægust. Barn sem elst upp með bóklestri, sem foreldri gefur sér tíma til að skoða með bók og þýða myndirnar yfir í orð og orðin yfir í myndir – binst lestri. Það skilur að á milli tveggja spjalda er veröld sem því stendur til boða. Veröld orðanna. Það er aldrei of snemmt að byrja. Einhver mestu lífsgæði sem foreldri getur fært barni sínu er færni til að lesa. Get ég sannað það? Nei, en ég segi eins og skólabróðir minn einn sem átti að sanna að tvær samhliða línur skærust aldrei. Hann sagði: „Ég get að vísu ekki sannað það, en ég legg drengskap minn að veði.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Það er ekki erfitt að taka afstöðu með því sem er gott. Og auðvelt að taka afstöðu gegn því sem er vont. En því sem er bæði gott og vont? Jákvætt og neikvætt í senn? Þar hefst vandinn. Og sá er í æ ríkari mæli vandi okkar sem nú lifum. Tökum einfalt dæmi: lífskjarabyltinguna á síðari helmingi síðustu aldar. Vélar tóku ómakið af vöðvaaflinu, menn gátu farið allra sinna ferða án þess að hreyfa fæturna, unnið fyrrum erfiðisverk án þess að hreyfa hendurnar. Stórkostlegt! En svo komu fylgikvillarnir: kransæðastíflur, of hár blóðþrýstingur, offita – allt afleiðingar hreyfingarleysis. Og fólk fór að búa sér til tilefni til hreyfingar: hlaupa, ganga, stunda líkamsræktarstöðvar… Víkur nú sögunni að huganum. Breytingar sem á síðustu öld gerðust á sviði vöðvanna eiga sér nú um stundir stað á sviði hugans. Einnig hér blandast jákvætt og neikvætt. Lyklaborðið tekur af okkur ómakið við að draga til stafs. Vasareiknirinn reiknar fyrir okkur. Upplýsing og afþreying berst okkur án þess að við þurfum að leggja nokkuð af mörkum sjálf. Afleiðingin er hreyfingarleysi hugans. Og lestur er ígildi hreyfingar þegar kemur að huganum. Lestur á í raun furðu margt sammerkt með göngu. Maður hugsar aldrei heila hugsun undir stýri. Hugsanirnar snúrra hring eftir hring án þess að fá búning. Á göngu aftur á móti kemur framvinda í þankaganginn, hugsun tekur við af hugsun. Athöfnin að búa til orð úr stöfum og merkingu úr orðum kallar á virkni lesandans og sú virkni skilar sér í atgervi: orðaforða, tökum á máli – og sá sem hefur tök á máli hefur tök á hugsun. Og ekki nóg með það: hinn lesandi er í senn í samtali við textann og samskiptum við sinn innri mann. Innra með honum eru ótal leiðir og stígar, leyni og athvörf sem hann á kost á, en hinn sem ekki les fer á mis við. Það er í því ljósi sem nýlegar kannanir gerðar í framhaldsskólum landsins vekja til umhugsunar. Árið 2007 sögðust 33,5% framhaldsskólapilta aldrei lesa bók. Árið 2010 var hlutfallið komið í 45,4%. Árið 2007 sögðust 26% telpna í framhaldsskólaúrtaki aldrei lesa bók. Árið 2010 var það komið í 40%. Hvað er hægt að gera? Vandinn er af öðrum toga en kyrrsetuvandinn. Hugarfita er ekki sýnileg, of hár hugarþrýstingur mælist ekki í apóteki. Afleiðingarnar aftur á móti eru mælanlegar, til að mynda í nýlegri fjölþjóðlegri könnun þar sem íslenskir drengir komu óþarflega illa út í stærðfræði af því tregur lesskilningur stóð þeim fyrir þrifum. Í stærðfræði! Það gildir sama hér og um hreyfinguna, við verðum að taka meðvitaða ákvörðun um iðkun. Það verður að koma til lestrarákvörðun okkar allra: heimila, skóla, fjölmiðla – en af þessum þremur eru heimilin án vafa mikilvægust. Barn sem elst upp með bóklestri, sem foreldri gefur sér tíma til að skoða með bók og þýða myndirnar yfir í orð og orðin yfir í myndir – binst lestri. Það skilur að á milli tveggja spjalda er veröld sem því stendur til boða. Veröld orðanna. Það er aldrei of snemmt að byrja. Einhver mestu lífsgæði sem foreldri getur fært barni sínu er færni til að lesa. Get ég sannað það? Nei, en ég segi eins og skólabróðir minn einn sem átti að sanna að tvær samhliða línur skærust aldrei. Hann sagði: „Ég get að vísu ekki sannað það, en ég legg drengskap minn að veði.“
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun