Lagaboð – lélegra og dýrara bensín Glúmur Björnsson skrifar 14. janúar 2015 07:00 Á síðasta ári voru íslensk olíufélög þvinguð til að flytja inn dýrar lífolíur sem þau blönduðu í hefðbundna dísilolíu. Þessi dýrkeypti innflutningur á lífolíum er vegna lagafyrirmæla um að selja beri ákveðið hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis til bíleigenda. Lagaboðið hefur þegar kostað Íslendinga um 700 milljónir króna í auknum útgjöldum í erlendum gjaldeyri við eldsneytisinnkaup. Lífolíurnar eru nú um 80% dýrari í innkaupum en hefðbundin dísilolía. Þrátt fyrir að þessar fyrirsjáanlegu neikvæðu afleiðingar laganna hafi verið kynntar fyrir iðnaðarráðherra og atvinnuvegnefnd Alþingis haustið 2013 var ekki gripið til ráðstafana til að koma í veg fyrir þær. Þvert á móti hækkaði lagaboðið um hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis úr 3,5% í 5,0% nú um áramótin. Auk þess að blanda lífolíu í dísilolíu munu seljendur eldsneytis líklega einnig neyðast til að blanda etanóli (vínanda) í bensín. Lítri af etanóli hefur þriðjungi lægra orkuinnihald en bensínlítrinn. Íblöndun etanóls mun því leiða til meiri eyðslu (L/km) í bílvélum. Þetta geta þingmenn sem aðrir kynnt sér, meðal annars á vef Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (fueleconomy.gov) þar sem segir að 10% etanólíblöndun auki eldsneytiseyðslu um 4%. Etanólið er jafnframt dýrara í innkaupum en bensín. Þar við bætist óhagræði í flutningi og aukinn kostnaður við birgðahald, eldvarnir og dreifingu. Lögin neyða olíufélögin því til að flytja inn orkuminna og lélegra eldsneyti. Enginn sjáanlegur ávinningur er af þessari íblöndun etanóls fyrir umhverfið en hugsanlegt er að einhver sé vannærður vegna hennar. Etanólið er unnið úr korni sem gæti nýst sem matur fyrir þá sem búa við hungur væri það ekki flutt til Íslands til að þynna út bensínið. Því hefur verið haldið fram að Íslendingum hafi verið nauðugur einn kostur að leiða þessar kvaðir í lög vegna tilskipunar ESB 2009/28/EB þar um. Þetta er rangt. EFTA-ríkið Liechtenstein fékk undanþágu frá þessari tilskipun. Tilskipun ESB miðast einnig einungis við markmið fyrir árið 2020 svo innleiðing þessara kvaða hér á landi fyrir þann tíma er í besta falli óðagot. Meginmarkmið tilskipunar ESB um hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa er að heildarhlutfallið nái 20% árið 2020. Ísland náði þessu 20% hlutfalli fyrir mörgum áratugum og er nú yfir 70%. Alþingi getur því hæglega komið í veg fyrir frekara fjárhagstjón Íslendinga, bæði kostnað við innkaup á dýrum lífolíum og etanóli og aukna eyðslu í bílvélum, með því að breyta lögunum um endurnýjanlegt eldsneyti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Á síðasta ári voru íslensk olíufélög þvinguð til að flytja inn dýrar lífolíur sem þau blönduðu í hefðbundna dísilolíu. Þessi dýrkeypti innflutningur á lífolíum er vegna lagafyrirmæla um að selja beri ákveðið hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis til bíleigenda. Lagaboðið hefur þegar kostað Íslendinga um 700 milljónir króna í auknum útgjöldum í erlendum gjaldeyri við eldsneytisinnkaup. Lífolíurnar eru nú um 80% dýrari í innkaupum en hefðbundin dísilolía. Þrátt fyrir að þessar fyrirsjáanlegu neikvæðu afleiðingar laganna hafi verið kynntar fyrir iðnaðarráðherra og atvinnuvegnefnd Alþingis haustið 2013 var ekki gripið til ráðstafana til að koma í veg fyrir þær. Þvert á móti hækkaði lagaboðið um hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis úr 3,5% í 5,0% nú um áramótin. Auk þess að blanda lífolíu í dísilolíu munu seljendur eldsneytis líklega einnig neyðast til að blanda etanóli (vínanda) í bensín. Lítri af etanóli hefur þriðjungi lægra orkuinnihald en bensínlítrinn. Íblöndun etanóls mun því leiða til meiri eyðslu (L/km) í bílvélum. Þetta geta þingmenn sem aðrir kynnt sér, meðal annars á vef Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (fueleconomy.gov) þar sem segir að 10% etanólíblöndun auki eldsneytiseyðslu um 4%. Etanólið er jafnframt dýrara í innkaupum en bensín. Þar við bætist óhagræði í flutningi og aukinn kostnaður við birgðahald, eldvarnir og dreifingu. Lögin neyða olíufélögin því til að flytja inn orkuminna og lélegra eldsneyti. Enginn sjáanlegur ávinningur er af þessari íblöndun etanóls fyrir umhverfið en hugsanlegt er að einhver sé vannærður vegna hennar. Etanólið er unnið úr korni sem gæti nýst sem matur fyrir þá sem búa við hungur væri það ekki flutt til Íslands til að þynna út bensínið. Því hefur verið haldið fram að Íslendingum hafi verið nauðugur einn kostur að leiða þessar kvaðir í lög vegna tilskipunar ESB 2009/28/EB þar um. Þetta er rangt. EFTA-ríkið Liechtenstein fékk undanþágu frá þessari tilskipun. Tilskipun ESB miðast einnig einungis við markmið fyrir árið 2020 svo innleiðing þessara kvaða hér á landi fyrir þann tíma er í besta falli óðagot. Meginmarkmið tilskipunar ESB um hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa er að heildarhlutfallið nái 20% árið 2020. Ísland náði þessu 20% hlutfalli fyrir mörgum áratugum og er nú yfir 70%. Alþingi getur því hæglega komið í veg fyrir frekara fjárhagstjón Íslendinga, bæði kostnað við innkaup á dýrum lífolíum og etanóli og aukna eyðslu í bílvélum, með því að breyta lögunum um endurnýjanlegt eldsneyti.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun