Lagaprófessorar ekki einhuga um túlkun 26. janúar 2011 10:30 Eiríkur Tómasson. Ekki er einhugur meðal lagaprófessoranna Eiríks Tómassonar og Sigurðar Líndal um ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningarnar til stjórnlagaþings. Skiptar skoðanir eru þeirra á milli varðandi hversu nákvæmlega eigi að fylgja lagabókstafnum. Eiríkur segist, í samtali við Fréttablaðið, setja spurningarmerki við ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningarnar og hefði viljað sjá traustari rökstuðning. „Þrátt fyrir ágalla tel ég ekki efni til að ógilda kosninguna. Ég byggi það á því að í lögum um kosningar til Alþingis. Þar er meginreglan sú að kosningar skulu ekki ógildar þrátt fyrir að ágallar hafi verið á þeim, nema ætla megi að þeir ágallar hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Þannig finnst mér að Hæstiréttur hefði kannski þurft að rökstyðja betur af hverju hann kemst að þessari niðurstöðu þrátt fyrir tilvist þessa ákvæðis." Með því segist Eiríkur ekki vera að taka efnislega afstöðu til málsins, en hann bætir því við að það góða við þennan úrskurð sé að hann marki þá stefnu að héðan í frá verði aðstandendur kosninga að vanda til verka í hvívetna. Sigurður Líndal. Fara verður að lögum Sigurður Líndal sagðist í gærkvöldi ekki hafa lesið ályktun Hæstaréttar en lagði áherslu á að ætíð verði að fara nákvæmlega eftir lögum. „Í svona tilfellum verður að fara eftir lögunum í þeirra strangasta skilningi. Þarna á það við, því ef það er farið að slaka á þeim þá vitum við ekki hvar við endum. Álitamálin verða endalaus og við endum í ógöngum." Sigurður segir að þótt framhaldið sé óvíst, sé misráðið að líta framhjá þessu áliti Hæstaréttar. „Ef Alþingi ákveður að kjósa þessa 25 einstaklinga [í stjórnarskrárnefnd] er verið að sniðganga lögin, og fara í kringum lögin. Það kann að vera formlega löglegt en þarna sýnist mér verið að sniðganga lög. Það hlýtur að rýra það traust, sem fulltrúar á þinginu verða að njóta. Þetta stjórnlagaþing verður að vera hafið yfir allan vafa og enginn blettur á því." thorgils@frettabladid.is, jonab@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Ekki er einhugur meðal lagaprófessoranna Eiríks Tómassonar og Sigurðar Líndal um ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningarnar til stjórnlagaþings. Skiptar skoðanir eru þeirra á milli varðandi hversu nákvæmlega eigi að fylgja lagabókstafnum. Eiríkur segist, í samtali við Fréttablaðið, setja spurningarmerki við ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningarnar og hefði viljað sjá traustari rökstuðning. „Þrátt fyrir ágalla tel ég ekki efni til að ógilda kosninguna. Ég byggi það á því að í lögum um kosningar til Alþingis. Þar er meginreglan sú að kosningar skulu ekki ógildar þrátt fyrir að ágallar hafi verið á þeim, nema ætla megi að þeir ágallar hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Þannig finnst mér að Hæstiréttur hefði kannski þurft að rökstyðja betur af hverju hann kemst að þessari niðurstöðu þrátt fyrir tilvist þessa ákvæðis." Með því segist Eiríkur ekki vera að taka efnislega afstöðu til málsins, en hann bætir því við að það góða við þennan úrskurð sé að hann marki þá stefnu að héðan í frá verði aðstandendur kosninga að vanda til verka í hvívetna. Sigurður Líndal. Fara verður að lögum Sigurður Líndal sagðist í gærkvöldi ekki hafa lesið ályktun Hæstaréttar en lagði áherslu á að ætíð verði að fara nákvæmlega eftir lögum. „Í svona tilfellum verður að fara eftir lögunum í þeirra strangasta skilningi. Þarna á það við, því ef það er farið að slaka á þeim þá vitum við ekki hvar við endum. Álitamálin verða endalaus og við endum í ógöngum." Sigurður segir að þótt framhaldið sé óvíst, sé misráðið að líta framhjá þessu áliti Hæstaréttar. „Ef Alþingi ákveður að kjósa þessa 25 einstaklinga [í stjórnarskrárnefnd] er verið að sniðganga lögin, og fara í kringum lögin. Það kann að vera formlega löglegt en þarna sýnist mér verið að sniðganga lög. Það hlýtur að rýra það traust, sem fulltrúar á þinginu verða að njóta. Þetta stjórnlagaþing verður að vera hafið yfir allan vafa og enginn blettur á því." thorgils@frettabladid.is, jonab@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira