Lágkúruleg grimmd Jónas Sigurgeirsson skrifar 8. janúar 2016 07:00 Lágkúran sem Ríkissjónvarpið bauð upp á þegar hljóðupptaka með Sigurði Einarssyni, fyrrum stjórnarformanni Kaupþings, var leikin undir sprelli í áramótaskaupinu gefur tilefni til að staldra við og hugleiða á hvaða vegferð við erum í uppgjöri okkar við fall einkabankanna haustið 2008. Nú um áramót hafði Sérstakur saksóknari sent samtals 50 mál tengd falli bankanna í ákærumeðferð. Enn eru um sex mál til rannsóknar. Þegar hefur verið ákært í 28 málum og því bíða önnur 28 mál ákærumeðferðar. Telji einhver að nú fari að sjá fyrir endann á svokölluðum hrunmálum fyrir dómstólum er það rangt, við erum rétt að byrja — um tvö mál af hverjum þremur eru eftir. Nú síðast í desember var verið að boða bankamenn í yfirheyrslur vegna nýrra mála sem starfsmenn Sérstaks saksóknara hófu rannsóknir á og munu flytja með sér yfir í nýtt héraðssaksóknaraembætti. Þegar hafa 17 bankamenn hlotið fangelsisdóma vegna starfa sinna en út frá þeim málum, sem eiga eftir að fara fyrir dómstóla, má ætla að yfir 40 bankamenn muni hljóta fangelsisdóma. Líklegt er að síðustu dómarnir falli árin 2019–2020 og síðustu afplánunum ljúki árið 2024, en þá verða 15–16 ár liðin frá falli bankanna. Hinir dæmdu eru, utan einnar konu, fjölskyldumenn - karlmenn sem flestir eru fæddir á árunum 1966–1976. Margir þeirra voru afburðanámsmenn og sammerkt er með þeim öllum að þeir voru með hreina sakaskrá þegar meint brot voru framin, flest sömu dagana haustið 2008. Að því best er vitað hafa þeir heldur ekki brotið af sér þau átta ár sem eru liðin frá hruni. Bankastjórar allra bankanna dæmdir Bankastjórar allra viðskiptabankanna (Kaupþings, Landsbanka, Glitnis, og MP banka) hafa verið dæmdir í fangelsi, að undanskildum Halldóri J. Kristjánssyni, bankastjóra Landsbankans og fyrrum ráðuneytisstjóra, sem hefur sloppið við allar ákærur. Meðbankastjóri Halldórs, hinn margákærði Sigurjón Þ. Árnason, hlaut hins vegar nýverið fangelsisdóm í Hæstarétti fyrir að hafa í störfum sínum brotið ótilgreindar óskráðar reglur. Slíkt dómsorð á að vekja ugg á meðal réttsýnna manna enda sýnir sagan glögglega að fátt er um varnir þegar vilji er til að dæma fólk í fangelsi eftir óskráðum reglum. Lárus Welding, bankastjóri Glitnis, var í héraðsdómi dæmdur í fimm ára óskilorðbundið fangelsi fyrir að hafa í lánanefnd bankans veitt Stím lán sem var 20% hærra en innri reglur bankans heimiluðu án aðkomu stjórnar. Lánið stangaðist hins vegar ekki á við þau lög sem um banka gilda heldur stangaðist afgreiðsla þess á við þær reglur sem stjórn Glitnis setti. Hjá hinu opinbera eru menn áminntir brjóti þeir reglur í starfi. Skyldi stjórn Glitnis hafa reiknað með fimm ára fangelsisdómum ef ekki væri farið í einu og öllu eftir reglum bankans? Þá vekur það athygli að þegar yfirferð þúsunda skjala og yfirheyrslur yfir fjölda vitna sýndu ekki fram á neina aðkomu/sök Sigurðar Einarssonar í Al-Thani-málinu var einfaldlega látið nægja að vísa til þess að honum hlyti að hafa verið kunnugt um það sem honum var gefið að sök. Grundvallarmannréttindi um að refsilög skuli vera skýr, ótvíræð og fyrirsjáanleg, hvað þá að vafa skuli skýra sakborningum í hag er vikið þarna til hliðar til að ná að því er virðist fyrirfram ákveðnu markmiði. Eftir átta ára rannsóknir fæst ekki séð að neinn grunur sé um að hinir ákærðu og dæmdu bankamenn hafi skotið undan fjármunum. Ákærurnar og dómarnir hafa flestir snúið að umboðssvikum. Það lagaákvæði, sem tekið er inn í íslensk lög úr dönskum lögum, er gamalt og hefur eftir bankahrunið verið túlkað með miklum mun rýmri hætti af íslenskum dómstólum heldur en þekkist í danskri réttarframkvæmd. Fullyrða danskir lögspekingar, meðal annars Erik Werlauff, sem er höfundur kennslubóka sem íslenskir laganemar lesa, að samskonar dómar yfir bankamönnum væru óhugsandi í Danmörku. Einstætt uppgjör á heimsvísu Uppgjörið hér á landi við bankamennina er einstætt á heimsvísu. Engin önnur þjóð tók jafn hart eða jafn grimmilega á eftirmálum alþjóðlegu fjármálakreppunnar og Íslendingar. Dagskipunin hér var þessi: „Við reynum að hundelta þessa gaura [bankamennina]“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í útvarpsviðtali 8. apríl 2011 og eftir handtökur bankamanna sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi 7. maí 2010, að þær væru „stór liður í því að við getum náð sáttum í þessu samfélagi...“. Í Danmörku, þar sem einkabankar féllu líka, hafa tveir bankastjórar hlotið smávægilega dóma. Fáeinir forsvarsmenn bresku bankanna, sem þurfti að bjarga með gríðarlegum tilkostnaði, fengu sektir og atvinnubönn. Í Bandaríkjunum hefur einkum sektum verið beitt, enda er almennt mat fræðimanna nú að ekki sé hægt að kenna einstaklingum um lánsfjárkreppuna, sem þó átti upptök sín þar í landi, heldur hafi verið um kerfislægan vanda að ræða. Er það sama niðurstaðan og með Kreppuna miklu kringum 1930, þótt einstaklingum hafi verið kennt alfarið um hana í fyrstu. Skipulögð aðför? Sammerkt er með þessum dæmdu einstaklingum, og eflaust þeim sem á eftir að dæma, að þeir telja sig ekkert rangt hafa gert í störfum sínum hjá bönkunum. Engum ætti að koma á óvart að þessi hópur muni ekki sætta sig við þessa fangelsisdóma og meðferðina sem hann hefur fengið innan réttarkerfisins. Í raun hljóta þeir einnig, sem hópur, að komast að þeirri einu rökréttu niðurstöðu að þeir séu fórnarlömb skipulegrar aðfarar. Ef til vill hefur stemmningin í réttarkerfinu verið svipaðs eðlis og hjá spaugurum Ríkissjónvarpsins í Efstaleiti, enda „megum við ekki gleyma því að dómstólarnir eru sprottnir upp úr okkar eigin samfélagi og eiga að endurspegla viðhorf okkar til málefna líðandi stundar,“ eins og Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs og héraðsdómari í Reykjavík, orðaði það nýlega í útvarpsviðtali. Þessi ummæli ættu að öllu jöfnu að hringja viðvörunarbjöllum en fanga í raun einkar vel þá stemmningu sem hér hefur ríkt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Lágkúran sem Ríkissjónvarpið bauð upp á þegar hljóðupptaka með Sigurði Einarssyni, fyrrum stjórnarformanni Kaupþings, var leikin undir sprelli í áramótaskaupinu gefur tilefni til að staldra við og hugleiða á hvaða vegferð við erum í uppgjöri okkar við fall einkabankanna haustið 2008. Nú um áramót hafði Sérstakur saksóknari sent samtals 50 mál tengd falli bankanna í ákærumeðferð. Enn eru um sex mál til rannsóknar. Þegar hefur verið ákært í 28 málum og því bíða önnur 28 mál ákærumeðferðar. Telji einhver að nú fari að sjá fyrir endann á svokölluðum hrunmálum fyrir dómstólum er það rangt, við erum rétt að byrja — um tvö mál af hverjum þremur eru eftir. Nú síðast í desember var verið að boða bankamenn í yfirheyrslur vegna nýrra mála sem starfsmenn Sérstaks saksóknara hófu rannsóknir á og munu flytja með sér yfir í nýtt héraðssaksóknaraembætti. Þegar hafa 17 bankamenn hlotið fangelsisdóma vegna starfa sinna en út frá þeim málum, sem eiga eftir að fara fyrir dómstóla, má ætla að yfir 40 bankamenn muni hljóta fangelsisdóma. Líklegt er að síðustu dómarnir falli árin 2019–2020 og síðustu afplánunum ljúki árið 2024, en þá verða 15–16 ár liðin frá falli bankanna. Hinir dæmdu eru, utan einnar konu, fjölskyldumenn - karlmenn sem flestir eru fæddir á árunum 1966–1976. Margir þeirra voru afburðanámsmenn og sammerkt er með þeim öllum að þeir voru með hreina sakaskrá þegar meint brot voru framin, flest sömu dagana haustið 2008. Að því best er vitað hafa þeir heldur ekki brotið af sér þau átta ár sem eru liðin frá hruni. Bankastjórar allra bankanna dæmdir Bankastjórar allra viðskiptabankanna (Kaupþings, Landsbanka, Glitnis, og MP banka) hafa verið dæmdir í fangelsi, að undanskildum Halldóri J. Kristjánssyni, bankastjóra Landsbankans og fyrrum ráðuneytisstjóra, sem hefur sloppið við allar ákærur. Meðbankastjóri Halldórs, hinn margákærði Sigurjón Þ. Árnason, hlaut hins vegar nýverið fangelsisdóm í Hæstarétti fyrir að hafa í störfum sínum brotið ótilgreindar óskráðar reglur. Slíkt dómsorð á að vekja ugg á meðal réttsýnna manna enda sýnir sagan glögglega að fátt er um varnir þegar vilji er til að dæma fólk í fangelsi eftir óskráðum reglum. Lárus Welding, bankastjóri Glitnis, var í héraðsdómi dæmdur í fimm ára óskilorðbundið fangelsi fyrir að hafa í lánanefnd bankans veitt Stím lán sem var 20% hærra en innri reglur bankans heimiluðu án aðkomu stjórnar. Lánið stangaðist hins vegar ekki á við þau lög sem um banka gilda heldur stangaðist afgreiðsla þess á við þær reglur sem stjórn Glitnis setti. Hjá hinu opinbera eru menn áminntir brjóti þeir reglur í starfi. Skyldi stjórn Glitnis hafa reiknað með fimm ára fangelsisdómum ef ekki væri farið í einu og öllu eftir reglum bankans? Þá vekur það athygli að þegar yfirferð þúsunda skjala og yfirheyrslur yfir fjölda vitna sýndu ekki fram á neina aðkomu/sök Sigurðar Einarssonar í Al-Thani-málinu var einfaldlega látið nægja að vísa til þess að honum hlyti að hafa verið kunnugt um það sem honum var gefið að sök. Grundvallarmannréttindi um að refsilög skuli vera skýr, ótvíræð og fyrirsjáanleg, hvað þá að vafa skuli skýra sakborningum í hag er vikið þarna til hliðar til að ná að því er virðist fyrirfram ákveðnu markmiði. Eftir átta ára rannsóknir fæst ekki séð að neinn grunur sé um að hinir ákærðu og dæmdu bankamenn hafi skotið undan fjármunum. Ákærurnar og dómarnir hafa flestir snúið að umboðssvikum. Það lagaákvæði, sem tekið er inn í íslensk lög úr dönskum lögum, er gamalt og hefur eftir bankahrunið verið túlkað með miklum mun rýmri hætti af íslenskum dómstólum heldur en þekkist í danskri réttarframkvæmd. Fullyrða danskir lögspekingar, meðal annars Erik Werlauff, sem er höfundur kennslubóka sem íslenskir laganemar lesa, að samskonar dómar yfir bankamönnum væru óhugsandi í Danmörku. Einstætt uppgjör á heimsvísu Uppgjörið hér á landi við bankamennina er einstætt á heimsvísu. Engin önnur þjóð tók jafn hart eða jafn grimmilega á eftirmálum alþjóðlegu fjármálakreppunnar og Íslendingar. Dagskipunin hér var þessi: „Við reynum að hundelta þessa gaura [bankamennina]“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í útvarpsviðtali 8. apríl 2011 og eftir handtökur bankamanna sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi 7. maí 2010, að þær væru „stór liður í því að við getum náð sáttum í þessu samfélagi...“. Í Danmörku, þar sem einkabankar féllu líka, hafa tveir bankastjórar hlotið smávægilega dóma. Fáeinir forsvarsmenn bresku bankanna, sem þurfti að bjarga með gríðarlegum tilkostnaði, fengu sektir og atvinnubönn. Í Bandaríkjunum hefur einkum sektum verið beitt, enda er almennt mat fræðimanna nú að ekki sé hægt að kenna einstaklingum um lánsfjárkreppuna, sem þó átti upptök sín þar í landi, heldur hafi verið um kerfislægan vanda að ræða. Er það sama niðurstaðan og með Kreppuna miklu kringum 1930, þótt einstaklingum hafi verið kennt alfarið um hana í fyrstu. Skipulögð aðför? Sammerkt er með þessum dæmdu einstaklingum, og eflaust þeim sem á eftir að dæma, að þeir telja sig ekkert rangt hafa gert í störfum sínum hjá bönkunum. Engum ætti að koma á óvart að þessi hópur muni ekki sætta sig við þessa fangelsisdóma og meðferðina sem hann hefur fengið innan réttarkerfisins. Í raun hljóta þeir einnig, sem hópur, að komast að þeirri einu rökréttu niðurstöðu að þeir séu fórnarlömb skipulegrar aðfarar. Ef til vill hefur stemmningin í réttarkerfinu verið svipaðs eðlis og hjá spaugurum Ríkissjónvarpsins í Efstaleiti, enda „megum við ekki gleyma því að dómstólarnir eru sprottnir upp úr okkar eigin samfélagi og eiga að endurspegla viðhorf okkar til málefna líðandi stundar,“ eins og Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs og héraðsdómari í Reykjavík, orðaði það nýlega í útvarpsviðtali. Þessi ummæli ættu að öllu jöfnu að hringja viðvörunarbjöllum en fanga í raun einkar vel þá stemmningu sem hér hefur ríkt.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun