Viðskipti innlent

Lán ÍLS til heimilanna nema tæpum 600 milljörðum

Fjárhæð lána Íbúðalánasjóðs (ÍLS) til heimila námu tæpum 600 milljörðum kr. um síðustu áramót. Hefur sú fjárhæð hækkað úr rétt tæpum 380 milljörðum kr. frá árslokum 2007 eða um 220 milljarða króna á fjórum árum.

Þetta kemur fram í svari velferðarráðherra við fyrirspurn Kristjáns Þórs Júlíussonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins á Alþingi. Mest er hækkunin milli ára í upphafi þessa tímabils og dregur mjög úr henni eftir því sem á líður. Þannig voru lánin komin í tæplega 530 milljarða króna í árslok 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×