Lance Armstrong og ÍSÍ Birgir Guðjónsson skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Forseti ÍSÍ segir á vefsíðu Vísis 14. janúar að lyfjaeftirlit hér sé í góðum höndum, sem svar við grein minni í Fréttablaðinu sama dag. Ég er því ósammála og hef litla trú á lyfjaeftirliti sem möglunarlaust hlýðir afskiptasamri forystu. Lance Armstrong hefur nú viðurkennt langvarandi lyfjamisnotkun. Alþjóðahjólreiðasambandinu hefur verið hótað brottvísun frá Ólympíuleikum ef grunur um stuðning sambandsins við hann sannast. Íþrótta- og Ólympíunefnd Íslands gæti verið í sömu hættu. Árið 2001 benti ég á íhlutun forystu ÍSÍ í lyfjamál og brot á alþjóðareglum. Ég veit ekki um endurbætur og tel sjálfsagt að rifja upp. Lyf eru sett á bannlista þegar þau hafa verið misnotuð til að auka árangur í keppni. Flest þessi lyf getur þurft að nota í lækningaskyni. Á listanum eru m.a. hjartalyf og insúlín. Undanþágu er hægt að fá til notkunar lyfja, jafnvel testósteróns og amfetamíns, ef ítarlegar upplýsingar um sjúkdóm eru settar fram í umsókn og teknar til greina af viðkomandi læknanefnd. Astmalyf voru sett á listann 1993 en allt að 80% íþróttamanna á Ólympíuleikum þóttust þurfa þau, sem er ekki trúlegt. Í febrúar árið 2001 fannst hér astmalyf í sýni einstaklings sem við sýnistöku hafði neitað töku allra lyfja og ekki beðið um undanþágu. Við þessu var tveggja ára keppnisbann eins og á öðrum lyfjum en ákvæði um astmalyf voru sérstaklega FEITLETRUÐ í reglum Alþjóðasérsambandsins. Áfrýjun árangurslaus Á þeim tíma (en ekki lengur) var hægt að fá mildun dóms ef sannfærandi gögn væru síðar lögð fram, en það var aldrei án refsingar. Samvinna náðist ekki og því kært til Lyfjadómstóls. Eftir álit bæði þáv. og núv. forseta ÍSÍ, sem og fleiri, var sýknað og áfrýjun varð árangurslaus. Þetta fyllti mælinn í endurteknum afskiptum og undirritaður taldi sig knúinn til afsagnar með bréfi til íþróttahreyfingarinnar dags. 11. júlí 2001 með ítarlegum skýringum. Síðar sagði annar reynslumikill nefndarmaður af sér. Þetta varð frétt og varaforseti hóf blaðaskrif og ásakaði mig um vanþekkingu. Í afsögn minni benti ég á hvernig þáverandi forseti (og fl.) blandaði sér í fyrsta sinn í lyfjadómsmál. Hann hafnar því í grein í Mbl. 14. ágúst 2001. Óbein viðurkenning kemur hins vegar fram í 3. málsgrein bókunar hans á fundi framkvæmdastjórnar 16. ágúst 2001. Þar segir að hann hafi í „almennum umræðum“ leyft sér að hafa skoðun á því „að gera þurfi greinarmun í kröfugerð og viðurlögum, þegar um er að ræða annars vegar íþróttafólk sem staðið er að því að neyta lyfja, beinlínis til að bæta árangur sinn með óheiðarlegum hætti, eða hins vegar þegar um er ræða íþróttamann eða konu, sem tekur lyf eins og astmalyf vegna sjúkdóms að læknisráði.“ Þetta ítrekaði hann hátt og skýrt. Tveir stjórnarmenn tóku undir. Stjórnarmaður hefur viðurkennt að það hafi verið „hiti“ í umræðum. Sá hiti barst til Heilbrigðisráðs og nefndarmaður man vel þrýsting til að ákæra ekki sem þýddi þöggun sem nokkrir nefndarmenn vildu hlýða. Samt var kært, en undrun allra var mikil þegar dómstóllinn sýknaði. Í 6. málsgrein fyrrnefndrar bókunar þáv. forseta kemur fram að hann hafi ætlað sér einum samkvæmt „samkomulagi“ að tjá sig um niðurstöðu dómsins. Viðbrögð hans koma vel fram þegar ég upplýsti að ég yrði við ósk fréttamanns um viðtal. Sannleiksástin víkur Í fundargerð framkvæmdastjórnar 16. maí 2001 undir forystu þáv. varaforseta kemur fram að ég sé óánægður með dóma í fjórum málum og segi frá áfrýjunarmöguleikum. Kemur fram að eðlilegt sé að hafa þá „samráð“ við forystu ÍSÍ. Í reglum Heilbrigðisráðs var skýrt tekið fram að það gæti áfrýjað sem var gert. Í fundargerð 21. júní er bókað að forseti harmi að ekki hafi verið haft samráð við forystu ÍSÍ eins og „samþykkt“ hafi verið! Vilja þáv. forseti og skýra betur „enga íhlutun“? Þáttur þáv. formanns viðkomandi sérsambands og núverandi formanns ÍSÍ hefur ekki áður verið skýrt settur fram en hann lýsti strax óánægju þegar honum var skýrt frá þremur málum skjólstæðinga sinna en sérstaklega aðalmálinu en afstaða hans til lyfjaeftirlits var þekkt frá 1999. Í grein í Mbl. 20. apríl 2002 heldur Lyfjadómstóll ÍSÍ því fram að aðeins undirritaður og talsmenn ákærðu hafi haft áhrif á störf eða niðurstöðu dómsins. Þar víkur sannleiksástin. Eins og ég segi í grein í Mbl. 23. apríl 2002: „Í upphafi dómhaldsins leyfði dómforseti lögfræðingi að ávarpa réttinn þó sá ætti ekki aðild að málinu.“ Þetta var þrumuræða núverandi forseta ÍSÍ gegn ákæru. Stjórnvöld eru endanlega ábyrg fyrir lyfjafræðslu og eftirliti innan síns lands. Stjórnvöld hér veita nú um 12 milljónir árlega til ÍSÍ til lyfjaeftirlits og fræðslu þ.e. um 140 milljónir frá ofannefndum tíma. Tímabært hlýtur að vera að grannskoða starfið og athuga hversu mörg mál hafa verið þögguð niður eða dómum hagrætt í samræmi við „vel heppnaða“ fyrri starfshætti. Ég hélt áfram starfi í Læknanefnd Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins og fjallaði m.a. um hundruð undanþágubeiðna. Mér var falið að skrifa bókarkafla og tímaritsgrein um lyfjamál. Þessari vanþekkingu minni var síðar dreift til 212 aðildarlanda sambandsins. Fv. varaforseti á mikið verk fyrir höndum að leiðrétta. Höfundur er sérfræðingur í lyflækningum, fv. varastjórnarmaður ÍSÍ, fv. formaður Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ, fv. formaður Laganefndar ÍSÍ, fv. formaður Læknaráðs Ólympíunefndar Íslands, fv. formaður Heilbrigðisráðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Forseti ÍSÍ segir á vefsíðu Vísis 14. janúar að lyfjaeftirlit hér sé í góðum höndum, sem svar við grein minni í Fréttablaðinu sama dag. Ég er því ósammála og hef litla trú á lyfjaeftirliti sem möglunarlaust hlýðir afskiptasamri forystu. Lance Armstrong hefur nú viðurkennt langvarandi lyfjamisnotkun. Alþjóðahjólreiðasambandinu hefur verið hótað brottvísun frá Ólympíuleikum ef grunur um stuðning sambandsins við hann sannast. Íþrótta- og Ólympíunefnd Íslands gæti verið í sömu hættu. Árið 2001 benti ég á íhlutun forystu ÍSÍ í lyfjamál og brot á alþjóðareglum. Ég veit ekki um endurbætur og tel sjálfsagt að rifja upp. Lyf eru sett á bannlista þegar þau hafa verið misnotuð til að auka árangur í keppni. Flest þessi lyf getur þurft að nota í lækningaskyni. Á listanum eru m.a. hjartalyf og insúlín. Undanþágu er hægt að fá til notkunar lyfja, jafnvel testósteróns og amfetamíns, ef ítarlegar upplýsingar um sjúkdóm eru settar fram í umsókn og teknar til greina af viðkomandi læknanefnd. Astmalyf voru sett á listann 1993 en allt að 80% íþróttamanna á Ólympíuleikum þóttust þurfa þau, sem er ekki trúlegt. Í febrúar árið 2001 fannst hér astmalyf í sýni einstaklings sem við sýnistöku hafði neitað töku allra lyfja og ekki beðið um undanþágu. Við þessu var tveggja ára keppnisbann eins og á öðrum lyfjum en ákvæði um astmalyf voru sérstaklega FEITLETRUÐ í reglum Alþjóðasérsambandsins. Áfrýjun árangurslaus Á þeim tíma (en ekki lengur) var hægt að fá mildun dóms ef sannfærandi gögn væru síðar lögð fram, en það var aldrei án refsingar. Samvinna náðist ekki og því kært til Lyfjadómstóls. Eftir álit bæði þáv. og núv. forseta ÍSÍ, sem og fleiri, var sýknað og áfrýjun varð árangurslaus. Þetta fyllti mælinn í endurteknum afskiptum og undirritaður taldi sig knúinn til afsagnar með bréfi til íþróttahreyfingarinnar dags. 11. júlí 2001 með ítarlegum skýringum. Síðar sagði annar reynslumikill nefndarmaður af sér. Þetta varð frétt og varaforseti hóf blaðaskrif og ásakaði mig um vanþekkingu. Í afsögn minni benti ég á hvernig þáverandi forseti (og fl.) blandaði sér í fyrsta sinn í lyfjadómsmál. Hann hafnar því í grein í Mbl. 14. ágúst 2001. Óbein viðurkenning kemur hins vegar fram í 3. málsgrein bókunar hans á fundi framkvæmdastjórnar 16. ágúst 2001. Þar segir að hann hafi í „almennum umræðum“ leyft sér að hafa skoðun á því „að gera þurfi greinarmun í kröfugerð og viðurlögum, þegar um er að ræða annars vegar íþróttafólk sem staðið er að því að neyta lyfja, beinlínis til að bæta árangur sinn með óheiðarlegum hætti, eða hins vegar þegar um er ræða íþróttamann eða konu, sem tekur lyf eins og astmalyf vegna sjúkdóms að læknisráði.“ Þetta ítrekaði hann hátt og skýrt. Tveir stjórnarmenn tóku undir. Stjórnarmaður hefur viðurkennt að það hafi verið „hiti“ í umræðum. Sá hiti barst til Heilbrigðisráðs og nefndarmaður man vel þrýsting til að ákæra ekki sem þýddi þöggun sem nokkrir nefndarmenn vildu hlýða. Samt var kært, en undrun allra var mikil þegar dómstóllinn sýknaði. Í 6. málsgrein fyrrnefndrar bókunar þáv. forseta kemur fram að hann hafi ætlað sér einum samkvæmt „samkomulagi“ að tjá sig um niðurstöðu dómsins. Viðbrögð hans koma vel fram þegar ég upplýsti að ég yrði við ósk fréttamanns um viðtal. Sannleiksástin víkur Í fundargerð framkvæmdastjórnar 16. maí 2001 undir forystu þáv. varaforseta kemur fram að ég sé óánægður með dóma í fjórum málum og segi frá áfrýjunarmöguleikum. Kemur fram að eðlilegt sé að hafa þá „samráð“ við forystu ÍSÍ. Í reglum Heilbrigðisráðs var skýrt tekið fram að það gæti áfrýjað sem var gert. Í fundargerð 21. júní er bókað að forseti harmi að ekki hafi verið haft samráð við forystu ÍSÍ eins og „samþykkt“ hafi verið! Vilja þáv. forseti og skýra betur „enga íhlutun“? Þáttur þáv. formanns viðkomandi sérsambands og núverandi formanns ÍSÍ hefur ekki áður verið skýrt settur fram en hann lýsti strax óánægju þegar honum var skýrt frá þremur málum skjólstæðinga sinna en sérstaklega aðalmálinu en afstaða hans til lyfjaeftirlits var þekkt frá 1999. Í grein í Mbl. 20. apríl 2002 heldur Lyfjadómstóll ÍSÍ því fram að aðeins undirritaður og talsmenn ákærðu hafi haft áhrif á störf eða niðurstöðu dómsins. Þar víkur sannleiksástin. Eins og ég segi í grein í Mbl. 23. apríl 2002: „Í upphafi dómhaldsins leyfði dómforseti lögfræðingi að ávarpa réttinn þó sá ætti ekki aðild að málinu.“ Þetta var þrumuræða núverandi forseta ÍSÍ gegn ákæru. Stjórnvöld eru endanlega ábyrg fyrir lyfjafræðslu og eftirliti innan síns lands. Stjórnvöld hér veita nú um 12 milljónir árlega til ÍSÍ til lyfjaeftirlits og fræðslu þ.e. um 140 milljónir frá ofannefndum tíma. Tímabært hlýtur að vera að grannskoða starfið og athuga hversu mörg mál hafa verið þögguð niður eða dómum hagrætt í samræmi við „vel heppnaða“ fyrri starfshætti. Ég hélt áfram starfi í Læknanefnd Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins og fjallaði m.a. um hundruð undanþágubeiðna. Mér var falið að skrifa bókarkafla og tímaritsgrein um lyfjamál. Þessari vanþekkingu minni var síðar dreift til 212 aðildarlanda sambandsins. Fv. varaforseti á mikið verk fyrir höndum að leiðrétta. Höfundur er sérfræðingur í lyflækningum, fv. varastjórnarmaður ÍSÍ, fv. formaður Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ, fv. formaður Laganefndar ÍSÍ, fv. formaður Læknaráðs Ólympíunefndar Íslands, fv. formaður Heilbrigðisráðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar