Landbúnaðarstefna Evrópusambandsins. Hugsum málið aftur Björn Sigurbjörnsson skrifar 16. júní 2011 09:00 Töluvert hefur verið birt í blöðunum að undanförnu af gagnlegum upplýsingum um landbúnaðarstefnu ESB. Umfjöllun um hana hefur verið af ýmsu tagi og sýnist sitt hverjum sem algengt er um flókin og afdrifarík málefni. Ég hef reynt að gera mér grein fyrir því hvaða stefnumál ESB leggur aðaláherslu á og hver aðalmarkmiðin eru fyrir utan það að tryggja tollfrítt flæði búvara á innri mörkuðum sambandsins. Hér er aðeins rúm til að stikla á stóru. Það kemur greinilega fram að ESB leggur höfuðáherslu á eflingu og velferð dreifbýlis í ríkjum sambandsins og tekur það markmið fram yfir stuðning við framleiðslu í einstökum, völdum búgreinum. Þetta kom fyrst fram í þróun blómlegra byggða í Alpafjöllunum og öðrum fjallbyggðum á ESB-svæðinu, þar sem skilyrði til búvöruframleiðslu eru fremur bágborin. Í stað framleiðslutengdra styrkja, eins og tíðkast hérlendis í völdum búgreinum, er lögð áhersla á eflingu byggða í dreifbýli, verndun umhverfis í sveitum, s.s. verndun votlendis, aðgæslu og vandvirkni í notkun áburðar og eiturefna. Þá er áhersla lögð á bætta meðferð búfjár og velferð þess og viðhald og ræktun skóglendis. Mikil áhersla er lögð á menningarstarfsemi til sveita og eflingu félagslífs og upplýsingatækni, nýtingu endurnýjanlegrar orku og stuðning við nýliðun í landbúnaði o.fl. Ýmis sérákvæði gætu komið íslenskum landbúnaði til góða. Svæði norðan 62. breiddargráðu eru skilgreind sem harðbýl svæði og er því heimilt að styrkja búskap á þeim sérstaklega. Dæmi um slík svæði eru nyrstu hlutar Svíþjóðar og Finnlands. Ísland allt er norðan 62. breiddargráðu. Þá eru önnur svæði styrkt sérstaklega sem annaðhvort liggja langt frá innri mörkuðum Evrópu eða búa við erfið náttúruleg skilyrði til búskapar. Dæmi um þau eru Azoreyjar. Með slíkum stuðningi má koma í veg fyrir að erfið búskaparskilyrði minnki samkeppnishæfni og að rask komist á búsetu í dreifbýli. Ísland er jafnvel verr sett en Azoreyjar í þessu tilliti. Stuðningskerfi ESB virðist því vel henta íslenskum búskaparháttum, samhliða verndun náttúrunnar. Þá er rétt að geta þess að búfjárbúskapur nýtur meiri styrkja en aðrar búgreinar í ESB-löndum. Þessi áhersla á byggðasjónarmið og að efla mannlíf í dreifbýli hefur leitt til þess að ESB hefur lagt niður framleiðslutengda styrki til landbúnaðar, en miðar styrkjakerfi sitt frekar við landnotkun og styrkir eru því greiddir per hektara eftir því hver notkun landsins er. Mér sýnist á þessu að ESB vilji stuðla að því að land sé í byggð óháð því hvort þar er framleidd búvara og að íbúar í dreifbýli geti stundað hvers konar aðra atvinnu sem hægt er að lifa á, s.s. ferðamennsku, úrvinnslu hráefna, heimilisiðnað og sölu varnings frá býli o.fl. Þar sem eitt aðaleinkenni samstarfs ESB-ríkjanna er frjáls verslun á innri mörkuðum þeirra, myndi tollvernd búvara falla niður hér með afdrifaríkum afleiðingum fyrir sumar búgreinar. Mér sýnist því að áhrif inngöngu Íslands í ESB gæti leitt til þess að sauðfjárrækt og nautgriparækt, ásamt ferðaþjónustu, skógrækt, ræktun ýmissa garðávaxta og ýmisleg önnur starfsemi, gætu haldið áfram að dafna og skapa þeim sem þetta stunda viðunandi framfærslu. Á hinn bóginn gæti aðild leitt til þess að okkar eini kalkúnabóndi, okkar ca 4 svínabændur og 10-20 kjúklinga- og eggjaframleiðendur gætu lent í erfiðri samkeppni þar sem framleiðsla þeirra, a.m.k. enn sem komið er, byggist að mestu á innflutningi fóðurs sem ræktað er á erlendu akurlendi. Þegar ég las þetta yfir fannst mér eins og megin innihald þessarar áhugaverðu landbúnaðarstefnu ESB gæti sómt sér vel í stefnuskrá Vinstri grænna og reyndar nær allra hinna stjórnmálaflokkanna á Íslandi, nema ef vera skyldi Samfylkingarinnar sem er þó eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur inngöngu Íslands í ESB á stefnuskrá sinni! Þurfa ekki hinir flokkarnir að leggjast undir feld og skoða ESB og landbúnaðarmálin betur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Töluvert hefur verið birt í blöðunum að undanförnu af gagnlegum upplýsingum um landbúnaðarstefnu ESB. Umfjöllun um hana hefur verið af ýmsu tagi og sýnist sitt hverjum sem algengt er um flókin og afdrifarík málefni. Ég hef reynt að gera mér grein fyrir því hvaða stefnumál ESB leggur aðaláherslu á og hver aðalmarkmiðin eru fyrir utan það að tryggja tollfrítt flæði búvara á innri mörkuðum sambandsins. Hér er aðeins rúm til að stikla á stóru. Það kemur greinilega fram að ESB leggur höfuðáherslu á eflingu og velferð dreifbýlis í ríkjum sambandsins og tekur það markmið fram yfir stuðning við framleiðslu í einstökum, völdum búgreinum. Þetta kom fyrst fram í þróun blómlegra byggða í Alpafjöllunum og öðrum fjallbyggðum á ESB-svæðinu, þar sem skilyrði til búvöruframleiðslu eru fremur bágborin. Í stað framleiðslutengdra styrkja, eins og tíðkast hérlendis í völdum búgreinum, er lögð áhersla á eflingu byggða í dreifbýli, verndun umhverfis í sveitum, s.s. verndun votlendis, aðgæslu og vandvirkni í notkun áburðar og eiturefna. Þá er áhersla lögð á bætta meðferð búfjár og velferð þess og viðhald og ræktun skóglendis. Mikil áhersla er lögð á menningarstarfsemi til sveita og eflingu félagslífs og upplýsingatækni, nýtingu endurnýjanlegrar orku og stuðning við nýliðun í landbúnaði o.fl. Ýmis sérákvæði gætu komið íslenskum landbúnaði til góða. Svæði norðan 62. breiddargráðu eru skilgreind sem harðbýl svæði og er því heimilt að styrkja búskap á þeim sérstaklega. Dæmi um slík svæði eru nyrstu hlutar Svíþjóðar og Finnlands. Ísland allt er norðan 62. breiddargráðu. Þá eru önnur svæði styrkt sérstaklega sem annaðhvort liggja langt frá innri mörkuðum Evrópu eða búa við erfið náttúruleg skilyrði til búskapar. Dæmi um þau eru Azoreyjar. Með slíkum stuðningi má koma í veg fyrir að erfið búskaparskilyrði minnki samkeppnishæfni og að rask komist á búsetu í dreifbýli. Ísland er jafnvel verr sett en Azoreyjar í þessu tilliti. Stuðningskerfi ESB virðist því vel henta íslenskum búskaparháttum, samhliða verndun náttúrunnar. Þá er rétt að geta þess að búfjárbúskapur nýtur meiri styrkja en aðrar búgreinar í ESB-löndum. Þessi áhersla á byggðasjónarmið og að efla mannlíf í dreifbýli hefur leitt til þess að ESB hefur lagt niður framleiðslutengda styrki til landbúnaðar, en miðar styrkjakerfi sitt frekar við landnotkun og styrkir eru því greiddir per hektara eftir því hver notkun landsins er. Mér sýnist á þessu að ESB vilji stuðla að því að land sé í byggð óháð því hvort þar er framleidd búvara og að íbúar í dreifbýli geti stundað hvers konar aðra atvinnu sem hægt er að lifa á, s.s. ferðamennsku, úrvinnslu hráefna, heimilisiðnað og sölu varnings frá býli o.fl. Þar sem eitt aðaleinkenni samstarfs ESB-ríkjanna er frjáls verslun á innri mörkuðum þeirra, myndi tollvernd búvara falla niður hér með afdrifaríkum afleiðingum fyrir sumar búgreinar. Mér sýnist því að áhrif inngöngu Íslands í ESB gæti leitt til þess að sauðfjárrækt og nautgriparækt, ásamt ferðaþjónustu, skógrækt, ræktun ýmissa garðávaxta og ýmisleg önnur starfsemi, gætu haldið áfram að dafna og skapa þeim sem þetta stunda viðunandi framfærslu. Á hinn bóginn gæti aðild leitt til þess að okkar eini kalkúnabóndi, okkar ca 4 svínabændur og 10-20 kjúklinga- og eggjaframleiðendur gætu lent í erfiðri samkeppni þar sem framleiðsla þeirra, a.m.k. enn sem komið er, byggist að mestu á innflutningi fóðurs sem ræktað er á erlendu akurlendi. Þegar ég las þetta yfir fannst mér eins og megin innihald þessarar áhugaverðu landbúnaðarstefnu ESB gæti sómt sér vel í stefnuskrá Vinstri grænna og reyndar nær allra hinna stjórnmálaflokkanna á Íslandi, nema ef vera skyldi Samfylkingarinnar sem er þó eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur inngöngu Íslands í ESB á stefnuskrá sinni! Þurfa ekki hinir flokkarnir að leggjast undir feld og skoða ESB og landbúnaðarmálin betur?
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun