Landeigendur við Hrunalaug ráðþrota Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 30. júlí 2014 21:01 Landeigendur við Hrunalaug í Hrunamannahreppi segjast vera ráðalausir vegna ferðamanna sem flykkjast nú þangað í stórum stíl. Umgengnin er oft á tíðum slæm og landið farið að láta á sjá.Eiríkur Steindórsson á landið sem Hrunalaug tilheyrir en hann segir ferðamannastrauminn hafa aukist jafnt og þétt síðan laugin rataði í ferðabók fyrir um fimm árum síðan. Nú finnst varla sá íslenski leiðarvísir þar sem ekki er á hana minnst. Í ár varð algjör sprenging í aðsókn en um tvö hundruð ferðamenn, íslenskir og erlendir, leggja leið sína í Hrunalaug dag hvern. Það má því ætla að mörg þúsund manns fari um landið yfir sumartímann. Landið sem Hrunalaug tilheyrir hefur verið í fjölskyldunni í marga ættliði, en afi Eiríks hlóð efri laugina fyrir meira en hundrað árum síðan. Honum brá því heldur illa í brún þegar einhverjir laugargestir höfðu tekið sig til og fært steina úr hleðslunni. „Það þótti mér verst. Þeir voru að reyna að gera einhverja stíflu úr þessu,“ segir Eiríkur. Eiríkur og Helena, dóttir hans, vita til þess að ferðaþjónustufyrirtæki selji rútuferðir í Hrunalaug. Sjálf hafa þau aldrei rukkað fyrir aðgang í laugina og fara nokkrum sinnum í viku til að týna upp rusl í kringum svæðið og sinna viðhaldi. Það er farið að sjást verulega á landinu vegna aukins álags. „Auðvitað viljum við að fólk njóti náttúrunnar og við erum ofboðslega stolt af þessum stað. Þetta er bara alltof mikið, við komust ekki einu sinni sjálf að hérna. Við erum svona að velta fyrir okkur hvað er best að gera, hvort við förum í uppbyggingu eða lokum svæðið einfaldlega af, “ segir Helena, en þau feðgin vilja benda ferðamönnum á laugarnar tvær á Flúðum, sundlaugina og gömlu laugina í Hvammi. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Landeigendur við Hrunalaug í Hrunamannahreppi segjast vera ráðalausir vegna ferðamanna sem flykkjast nú þangað í stórum stíl. Umgengnin er oft á tíðum slæm og landið farið að láta á sjá.Eiríkur Steindórsson á landið sem Hrunalaug tilheyrir en hann segir ferðamannastrauminn hafa aukist jafnt og þétt síðan laugin rataði í ferðabók fyrir um fimm árum síðan. Nú finnst varla sá íslenski leiðarvísir þar sem ekki er á hana minnst. Í ár varð algjör sprenging í aðsókn en um tvö hundruð ferðamenn, íslenskir og erlendir, leggja leið sína í Hrunalaug dag hvern. Það má því ætla að mörg þúsund manns fari um landið yfir sumartímann. Landið sem Hrunalaug tilheyrir hefur verið í fjölskyldunni í marga ættliði, en afi Eiríks hlóð efri laugina fyrir meira en hundrað árum síðan. Honum brá því heldur illa í brún þegar einhverjir laugargestir höfðu tekið sig til og fært steina úr hleðslunni. „Það þótti mér verst. Þeir voru að reyna að gera einhverja stíflu úr þessu,“ segir Eiríkur. Eiríkur og Helena, dóttir hans, vita til þess að ferðaþjónustufyrirtæki selji rútuferðir í Hrunalaug. Sjálf hafa þau aldrei rukkað fyrir aðgang í laugina og fara nokkrum sinnum í viku til að týna upp rusl í kringum svæðið og sinna viðhaldi. Það er farið að sjást verulega á landinu vegna aukins álags. „Auðvitað viljum við að fólk njóti náttúrunnar og við erum ofboðslega stolt af þessum stað. Þetta er bara alltof mikið, við komust ekki einu sinni sjálf að hérna. Við erum svona að velta fyrir okkur hvað er best að gera, hvort við förum í uppbyggingu eða lokum svæðið einfaldlega af, “ segir Helena, en þau feðgin vilja benda ferðamönnum á laugarnar tvær á Flúðum, sundlaugina og gömlu laugina í Hvammi.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira