Landið þolir hesta verr en fjórhjól 20. september 2011 06:00 'Bændur í Skaftárhreppi fara ekki lengur með hesta á fjall, heldur eingöngu fjórhjól. mynd/haukur snorrason Hestar eru ekki lengur notaðir við leitir og smölun í Skaftárhreppi. „Menn voru sammála um að fara ekki með hesta á fjall, meðal annars vegna þess að við höfum ekki lengur hesthús við afréttarkofann. Slíkt þótti ekki gott áður fyrr og ekki heldur í dag. Auk þess erum við búin að taka tæknina í þjónustu okkar,“ segir Gísli Halldór Magnússon, fjallkóngur til 25 ára og bóndi að Ytri-Ásum í Skaftárhreppi, um þá hefð sem skapast hefur við smölunina. Hann segir fjórhjól hafa verið notuð með hestum til smölunar í aldarfjórðung. „Undanfarin þrjú til fjögur ár höfum við þó eingöngu verið á fjórhjólum.“ Fjallkóngurinn segir landið þola hesta miklu verr en fjórhjól. „Ef við værum allir á jálkum væri þetta miklu meira krass. Ég veit að vísu að menn geta gleymt sér augnablik í hita leiksins. Ég hef brýnt fyrir mönnum að vera ekki að trylla á þessu að óþörfu. Það skiptir hins vegar engu þótt það komi för í svörtum sandi.“ Gísli Halldór kveðst hafa skoðað vegsummerki eftir sjálfan sig frá því í fyrra. „Ég hafði ekið um á jeppa um grjót og klappir og ofan í dýjamosa. Förin í mosanum voru hræðilega ljót strax á eftir. Þegar ég fór núna til þess að skoða þetta sáust engin för. Svo var útlendingur sektaður í fyrra fyrir að keyra ofan í dýjamosa.“ Hann segir mestu förin vera eftir hestahópa. „Það er alltaf verið að hlaða í gamlar brautir. Þá fara hrossin til hliðar og gera aðra braut. Ég get ekki orða bundist þegar ég sé þetta. Núna sjást líka skemmdir eftir göngufólk. Þetta var allt í lagi á meðan allir gengu á venjulegum skóm. Nú þykist enginn geta gengið nema í harðbotna gönguskóm sem valda skemmdum á landinu.“ Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir heimilt að aka utan vega við landbúnað, sé landið sérstaklega nýtt sem landbúnaðarland. Gæta verði þess þó að túlka ekki undanþágurnar rúmt. „Það má aka utan vega á ræktuðu landi. Á óræktuðu landi má aka utan vega á landi, utan miðhálendisins, sem sérstaklega er nýtt sem landbúnaðarland ef ekki hljótast af því náttúruspjöll. Meginreglan er hins vegar sú að bann ríkir við akstri utan vega.“ ibs@frettabladid.is Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Sjá meira
Hestar eru ekki lengur notaðir við leitir og smölun í Skaftárhreppi. „Menn voru sammála um að fara ekki með hesta á fjall, meðal annars vegna þess að við höfum ekki lengur hesthús við afréttarkofann. Slíkt þótti ekki gott áður fyrr og ekki heldur í dag. Auk þess erum við búin að taka tæknina í þjónustu okkar,“ segir Gísli Halldór Magnússon, fjallkóngur til 25 ára og bóndi að Ytri-Ásum í Skaftárhreppi, um þá hefð sem skapast hefur við smölunina. Hann segir fjórhjól hafa verið notuð með hestum til smölunar í aldarfjórðung. „Undanfarin þrjú til fjögur ár höfum við þó eingöngu verið á fjórhjólum.“ Fjallkóngurinn segir landið þola hesta miklu verr en fjórhjól. „Ef við værum allir á jálkum væri þetta miklu meira krass. Ég veit að vísu að menn geta gleymt sér augnablik í hita leiksins. Ég hef brýnt fyrir mönnum að vera ekki að trylla á þessu að óþörfu. Það skiptir hins vegar engu þótt það komi för í svörtum sandi.“ Gísli Halldór kveðst hafa skoðað vegsummerki eftir sjálfan sig frá því í fyrra. „Ég hafði ekið um á jeppa um grjót og klappir og ofan í dýjamosa. Förin í mosanum voru hræðilega ljót strax á eftir. Þegar ég fór núna til þess að skoða þetta sáust engin för. Svo var útlendingur sektaður í fyrra fyrir að keyra ofan í dýjamosa.“ Hann segir mestu förin vera eftir hestahópa. „Það er alltaf verið að hlaða í gamlar brautir. Þá fara hrossin til hliðar og gera aðra braut. Ég get ekki orða bundist þegar ég sé þetta. Núna sjást líka skemmdir eftir göngufólk. Þetta var allt í lagi á meðan allir gengu á venjulegum skóm. Nú þykist enginn geta gengið nema í harðbotna gönguskóm sem valda skemmdum á landinu.“ Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir heimilt að aka utan vega við landbúnað, sé landið sérstaklega nýtt sem landbúnaðarland. Gæta verði þess þó að túlka ekki undanþágurnar rúmt. „Það má aka utan vega á ræktuðu landi. Á óræktuðu landi má aka utan vega á landi, utan miðhálendisins, sem sérstaklega er nýtt sem landbúnaðarland ef ekki hljótast af því náttúruspjöll. Meginreglan er hins vegar sú að bann ríkir við akstri utan vega.“ ibs@frettabladid.is
Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent