Landsbankinn "stútfullur af peningum" og vill lána meira Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. september 2011 19:11 Landsbankinn hagnaðist meira á fyrri helmingi ársins en hinir stóru bankarnir samanlagt. Bankinn á mikið laust fé og vill lána meira en skortur á fjárfestingum í íslensku atvinnulífi stendur því fyrir þrifum. Landsbankinn hagnaðist um rúmlega 24 milljarða króna, en ef svokallaður einskiptis hagnaður er tekinn út, þ.e hagnaður vegna endurmats á hlutabréfum og hagnaður vegna sölu eigna, eru þetta 10,7 milljarðar króna. Bankinn á mikið lausafé, en þar af eru rúmlega 100 milljarðar króna í erlendum gjaldeyri. Stór hluti þess gjaldeyris fer þó í að greiða af skuldabréfi til skilanefndar bankans en Landsbankinn skuldar þrotabúi gamla bankans um þrjú hundruð milljarða króna vegna endurfjármögnunar bankans eftir hrunið. Sterk lausafjárstaða Landsbankans vekur þó nokkra athygli, en fram kom í máli Steinþórs Pálssonar, bankastjóra þegar uppgjörið var kynnt í dag, að bankinn vildi helst lána meira, en umhverfið í íslensku atvinnulífi og skortur á fjárfestingum stæðu því fyrir þrifum. Eiginfjárhlutfall Landsbankans er 22,4 prósent sem er langt yfir kröfum FME, en það má samkvæmt kröfum eftirlitsins ekki vera lægra en 16 prósent. Ertu sammála staðhæfingunni að bankinn sé „stútfullur af peningum" ? „Já, það má alveg orða þetta þannig. Þetta er gríðarlega sterk staða og við myndum vilja koma meira af þessu lausafé út með lánum til góðra verkefna. Og við höfum verið að vinna í því um allt land," segir Steinþór Pálsson, bankastjóri. Steinþór segir að bankinn skoði öll áhugaverð verkefni. T.d hafi bankinn nýlega lánað til verkefna á sviði laxeldis á landsbyggðinni. Hagnaður Landsbankans eftir skatta er 24 milljarðar króna, eins og áður segir. Eins og sést í grafík með fréttinni er það umtalsvert meiri hagnaður en hjá Arion banka og Íslandsbanka samanlagt. Bankinn hefur afskrifað 206 milljarða króna hjá fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi. Þar af eru stórar fjárhæðir til útvegsfyrirtækja. En hefði bankinn mátt ganga lengra til að taka félög yfir fremur en að vinna með eigendum þeirra? „Við hefðum getað verið miklu grimmari og tekið yfir fjölda fyrirtækja. (...) Við töldum heppilegra að aðstoða félögin svo þau hefðu sjálf svigrúm til að grípa til aðgerða til að styrkja sína stöðu," segir Steinþór. Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Landsbankinn hagnaðist meira á fyrri helmingi ársins en hinir stóru bankarnir samanlagt. Bankinn á mikið laust fé og vill lána meira en skortur á fjárfestingum í íslensku atvinnulífi stendur því fyrir þrifum. Landsbankinn hagnaðist um rúmlega 24 milljarða króna, en ef svokallaður einskiptis hagnaður er tekinn út, þ.e hagnaður vegna endurmats á hlutabréfum og hagnaður vegna sölu eigna, eru þetta 10,7 milljarðar króna. Bankinn á mikið lausafé, en þar af eru rúmlega 100 milljarðar króna í erlendum gjaldeyri. Stór hluti þess gjaldeyris fer þó í að greiða af skuldabréfi til skilanefndar bankans en Landsbankinn skuldar þrotabúi gamla bankans um þrjú hundruð milljarða króna vegna endurfjármögnunar bankans eftir hrunið. Sterk lausafjárstaða Landsbankans vekur þó nokkra athygli, en fram kom í máli Steinþórs Pálssonar, bankastjóra þegar uppgjörið var kynnt í dag, að bankinn vildi helst lána meira, en umhverfið í íslensku atvinnulífi og skortur á fjárfestingum stæðu því fyrir þrifum. Eiginfjárhlutfall Landsbankans er 22,4 prósent sem er langt yfir kröfum FME, en það má samkvæmt kröfum eftirlitsins ekki vera lægra en 16 prósent. Ertu sammála staðhæfingunni að bankinn sé „stútfullur af peningum" ? „Já, það má alveg orða þetta þannig. Þetta er gríðarlega sterk staða og við myndum vilja koma meira af þessu lausafé út með lánum til góðra verkefna. Og við höfum verið að vinna í því um allt land," segir Steinþór Pálsson, bankastjóri. Steinþór segir að bankinn skoði öll áhugaverð verkefni. T.d hafi bankinn nýlega lánað til verkefna á sviði laxeldis á landsbyggðinni. Hagnaður Landsbankans eftir skatta er 24 milljarðar króna, eins og áður segir. Eins og sést í grafík með fréttinni er það umtalsvert meiri hagnaður en hjá Arion banka og Íslandsbanka samanlagt. Bankinn hefur afskrifað 206 milljarða króna hjá fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi. Þar af eru stórar fjárhæðir til útvegsfyrirtækja. En hefði bankinn mátt ganga lengra til að taka félög yfir fremur en að vinna með eigendum þeirra? „Við hefðum getað verið miklu grimmari og tekið yfir fjölda fyrirtækja. (...) Við töldum heppilegra að aðstoða félögin svo þau hefðu sjálf svigrúm til að grípa til aðgerða til að styrkja sína stöðu," segir Steinþór.
Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira