Landsbankinn "stútfullur af peningum" og vill lána meira Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. september 2011 19:11 Landsbankinn hagnaðist meira á fyrri helmingi ársins en hinir stóru bankarnir samanlagt. Bankinn á mikið laust fé og vill lána meira en skortur á fjárfestingum í íslensku atvinnulífi stendur því fyrir þrifum. Landsbankinn hagnaðist um rúmlega 24 milljarða króna, en ef svokallaður einskiptis hagnaður er tekinn út, þ.e hagnaður vegna endurmats á hlutabréfum og hagnaður vegna sölu eigna, eru þetta 10,7 milljarðar króna. Bankinn á mikið lausafé, en þar af eru rúmlega 100 milljarðar króna í erlendum gjaldeyri. Stór hluti þess gjaldeyris fer þó í að greiða af skuldabréfi til skilanefndar bankans en Landsbankinn skuldar þrotabúi gamla bankans um þrjú hundruð milljarða króna vegna endurfjármögnunar bankans eftir hrunið. Sterk lausafjárstaða Landsbankans vekur þó nokkra athygli, en fram kom í máli Steinþórs Pálssonar, bankastjóra þegar uppgjörið var kynnt í dag, að bankinn vildi helst lána meira, en umhverfið í íslensku atvinnulífi og skortur á fjárfestingum stæðu því fyrir þrifum. Eiginfjárhlutfall Landsbankans er 22,4 prósent sem er langt yfir kröfum FME, en það má samkvæmt kröfum eftirlitsins ekki vera lægra en 16 prósent. Ertu sammála staðhæfingunni að bankinn sé „stútfullur af peningum" ? „Já, það má alveg orða þetta þannig. Þetta er gríðarlega sterk staða og við myndum vilja koma meira af þessu lausafé út með lánum til góðra verkefna. Og við höfum verið að vinna í því um allt land," segir Steinþór Pálsson, bankastjóri. Steinþór segir að bankinn skoði öll áhugaverð verkefni. T.d hafi bankinn nýlega lánað til verkefna á sviði laxeldis á landsbyggðinni. Hagnaður Landsbankans eftir skatta er 24 milljarðar króna, eins og áður segir. Eins og sést í grafík með fréttinni er það umtalsvert meiri hagnaður en hjá Arion banka og Íslandsbanka samanlagt. Bankinn hefur afskrifað 206 milljarða króna hjá fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi. Þar af eru stórar fjárhæðir til útvegsfyrirtækja. En hefði bankinn mátt ganga lengra til að taka félög yfir fremur en að vinna með eigendum þeirra? „Við hefðum getað verið miklu grimmari og tekið yfir fjölda fyrirtækja. (...) Við töldum heppilegra að aðstoða félögin svo þau hefðu sjálf svigrúm til að grípa til aðgerða til að styrkja sína stöðu," segir Steinþór. Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Landsbankinn hagnaðist meira á fyrri helmingi ársins en hinir stóru bankarnir samanlagt. Bankinn á mikið laust fé og vill lána meira en skortur á fjárfestingum í íslensku atvinnulífi stendur því fyrir þrifum. Landsbankinn hagnaðist um rúmlega 24 milljarða króna, en ef svokallaður einskiptis hagnaður er tekinn út, þ.e hagnaður vegna endurmats á hlutabréfum og hagnaður vegna sölu eigna, eru þetta 10,7 milljarðar króna. Bankinn á mikið lausafé, en þar af eru rúmlega 100 milljarðar króna í erlendum gjaldeyri. Stór hluti þess gjaldeyris fer þó í að greiða af skuldabréfi til skilanefndar bankans en Landsbankinn skuldar þrotabúi gamla bankans um þrjú hundruð milljarða króna vegna endurfjármögnunar bankans eftir hrunið. Sterk lausafjárstaða Landsbankans vekur þó nokkra athygli, en fram kom í máli Steinþórs Pálssonar, bankastjóra þegar uppgjörið var kynnt í dag, að bankinn vildi helst lána meira, en umhverfið í íslensku atvinnulífi og skortur á fjárfestingum stæðu því fyrir þrifum. Eiginfjárhlutfall Landsbankans er 22,4 prósent sem er langt yfir kröfum FME, en það má samkvæmt kröfum eftirlitsins ekki vera lægra en 16 prósent. Ertu sammála staðhæfingunni að bankinn sé „stútfullur af peningum" ? „Já, það má alveg orða þetta þannig. Þetta er gríðarlega sterk staða og við myndum vilja koma meira af þessu lausafé út með lánum til góðra verkefna. Og við höfum verið að vinna í því um allt land," segir Steinþór Pálsson, bankastjóri. Steinþór segir að bankinn skoði öll áhugaverð verkefni. T.d hafi bankinn nýlega lánað til verkefna á sviði laxeldis á landsbyggðinni. Hagnaður Landsbankans eftir skatta er 24 milljarðar króna, eins og áður segir. Eins og sést í grafík með fréttinni er það umtalsvert meiri hagnaður en hjá Arion banka og Íslandsbanka samanlagt. Bankinn hefur afskrifað 206 milljarða króna hjá fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi. Þar af eru stórar fjárhæðir til útvegsfyrirtækja. En hefði bankinn mátt ganga lengra til að taka félög yfir fremur en að vinna með eigendum þeirra? „Við hefðum getað verið miklu grimmari og tekið yfir fjölda fyrirtækja. (...) Við töldum heppilegra að aðstoða félögin svo þau hefðu sjálf svigrúm til að grípa til aðgerða til að styrkja sína stöðu," segir Steinþór.
Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira