Landsbankinn "stútfullur af peningum" og vill lána meira Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. september 2011 19:11 Landsbankinn hagnaðist meira á fyrri helmingi ársins en hinir stóru bankarnir samanlagt. Bankinn á mikið laust fé og vill lána meira en skortur á fjárfestingum í íslensku atvinnulífi stendur því fyrir þrifum. Landsbankinn hagnaðist um rúmlega 24 milljarða króna, en ef svokallaður einskiptis hagnaður er tekinn út, þ.e hagnaður vegna endurmats á hlutabréfum og hagnaður vegna sölu eigna, eru þetta 10,7 milljarðar króna. Bankinn á mikið lausafé, en þar af eru rúmlega 100 milljarðar króna í erlendum gjaldeyri. Stór hluti þess gjaldeyris fer þó í að greiða af skuldabréfi til skilanefndar bankans en Landsbankinn skuldar þrotabúi gamla bankans um þrjú hundruð milljarða króna vegna endurfjármögnunar bankans eftir hrunið. Sterk lausafjárstaða Landsbankans vekur þó nokkra athygli, en fram kom í máli Steinþórs Pálssonar, bankastjóra þegar uppgjörið var kynnt í dag, að bankinn vildi helst lána meira, en umhverfið í íslensku atvinnulífi og skortur á fjárfestingum stæðu því fyrir þrifum. Eiginfjárhlutfall Landsbankans er 22,4 prósent sem er langt yfir kröfum FME, en það má samkvæmt kröfum eftirlitsins ekki vera lægra en 16 prósent. Ertu sammála staðhæfingunni að bankinn sé „stútfullur af peningum" ? „Já, það má alveg orða þetta þannig. Þetta er gríðarlega sterk staða og við myndum vilja koma meira af þessu lausafé út með lánum til góðra verkefna. Og við höfum verið að vinna í því um allt land," segir Steinþór Pálsson, bankastjóri. Steinþór segir að bankinn skoði öll áhugaverð verkefni. T.d hafi bankinn nýlega lánað til verkefna á sviði laxeldis á landsbyggðinni. Hagnaður Landsbankans eftir skatta er 24 milljarðar króna, eins og áður segir. Eins og sést í grafík með fréttinni er það umtalsvert meiri hagnaður en hjá Arion banka og Íslandsbanka samanlagt. Bankinn hefur afskrifað 206 milljarða króna hjá fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi. Þar af eru stórar fjárhæðir til útvegsfyrirtækja. En hefði bankinn mátt ganga lengra til að taka félög yfir fremur en að vinna með eigendum þeirra? „Við hefðum getað verið miklu grimmari og tekið yfir fjölda fyrirtækja. (...) Við töldum heppilegra að aðstoða félögin svo þau hefðu sjálf svigrúm til að grípa til aðgerða til að styrkja sína stöðu," segir Steinþór. Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum Sjá meira
Landsbankinn hagnaðist meira á fyrri helmingi ársins en hinir stóru bankarnir samanlagt. Bankinn á mikið laust fé og vill lána meira en skortur á fjárfestingum í íslensku atvinnulífi stendur því fyrir þrifum. Landsbankinn hagnaðist um rúmlega 24 milljarða króna, en ef svokallaður einskiptis hagnaður er tekinn út, þ.e hagnaður vegna endurmats á hlutabréfum og hagnaður vegna sölu eigna, eru þetta 10,7 milljarðar króna. Bankinn á mikið lausafé, en þar af eru rúmlega 100 milljarðar króna í erlendum gjaldeyri. Stór hluti þess gjaldeyris fer þó í að greiða af skuldabréfi til skilanefndar bankans en Landsbankinn skuldar þrotabúi gamla bankans um þrjú hundruð milljarða króna vegna endurfjármögnunar bankans eftir hrunið. Sterk lausafjárstaða Landsbankans vekur þó nokkra athygli, en fram kom í máli Steinþórs Pálssonar, bankastjóra þegar uppgjörið var kynnt í dag, að bankinn vildi helst lána meira, en umhverfið í íslensku atvinnulífi og skortur á fjárfestingum stæðu því fyrir þrifum. Eiginfjárhlutfall Landsbankans er 22,4 prósent sem er langt yfir kröfum FME, en það má samkvæmt kröfum eftirlitsins ekki vera lægra en 16 prósent. Ertu sammála staðhæfingunni að bankinn sé „stútfullur af peningum" ? „Já, það má alveg orða þetta þannig. Þetta er gríðarlega sterk staða og við myndum vilja koma meira af þessu lausafé út með lánum til góðra verkefna. Og við höfum verið að vinna í því um allt land," segir Steinþór Pálsson, bankastjóri. Steinþór segir að bankinn skoði öll áhugaverð verkefni. T.d hafi bankinn nýlega lánað til verkefna á sviði laxeldis á landsbyggðinni. Hagnaður Landsbankans eftir skatta er 24 milljarðar króna, eins og áður segir. Eins og sést í grafík með fréttinni er það umtalsvert meiri hagnaður en hjá Arion banka og Íslandsbanka samanlagt. Bankinn hefur afskrifað 206 milljarða króna hjá fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi. Þar af eru stórar fjárhæðir til útvegsfyrirtækja. En hefði bankinn mátt ganga lengra til að taka félög yfir fremur en að vinna með eigendum þeirra? „Við hefðum getað verið miklu grimmari og tekið yfir fjölda fyrirtækja. (...) Við töldum heppilegra að aðstoða félögin svo þau hefðu sjálf svigrúm til að grípa til aðgerða til að styrkja sína stöðu," segir Steinþór.
Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum Sjá meira