Landsbankinn hagnast á hækkandi verðlagi 4. febrúar 2012 18:54 Misvægi í verðtryggðum eignum og skuldum Landsbankans gerir það að verkum að bankinn hagnast um meira en milljarð í hvert skipti sem verðlag hækkar um prósent. Misvægið hefur aukist í Landsbankanum frá hruni, meðan hinir tveir hafa dregið úr því. Verðtryggingarjöfnuður er orð sem notað er til að lýsa muninum á verðtryggðum eignum og skuldum, það er, hvort fjármálastofnun hefur lánað meira verðtryggt út en hún hefur sjálf fengið lánað. Nokkuð misvægi er í verðtryggðum eignum og skuldum bankanna þriggja. Arion banki átti rúmum 14 milljörðum meira verðtryggt en hann skuldaði þegar árshlutauppgjör fyrir fyrstu 9 mánuði síðasta árs var birt, á sama tíma og munurinn nam 16 og hálfum milljarði hjá Íslandsbanka. Langmesta ójafnvægið var í bókum ríkisbankans Landsbankans, þar sem bankinn átti hundrað og ellefu milljörðum meira verðtryggt, en hann skuldaði. Það merkir að að eitt prósent hækkun verðlags eykur hreinan hagnað bankans um meira en 1,1 milljarð króna af því að verðmæti eigna hans eykst meira en skuldirnar - það meira en þrefalt á við hina bankana til samans. Sé þróunin skoðuð frá ársbyrjun 2009 sést að hinum bönkunum hefur báðum tekist að draga úr ójafnvæginu, Íslandsbanka þó betur, á meðan ójafnvægið hefur aukist mikið á sama tíma hjá Landsbankanum. Hætta er á að ójafnvægið aukist enn, þar sem bankinn mun að öllum líkindum breyta gengistryggðum lánum í verðtryggð og auka útlánin frekar. Upplýsingafulltrúi Landsbankans segir í samtali við fréttastofu að bankinn sé meðvitaður um þetta misvægi og verið sé að reyna að vinda ofan af því. Verðtryggðu lánin vindi hins vegar upp á sig, og lítill áhugi virðist á verðtryggðum innlánum til að vega upp á móti því. Hann segir að bankinn sé ekki meðvitað að taka stöðu með verðbólgunni, og telur að hinum bönkunum hafi tekist betur að draga úr sinni stöðu því efnahagsreikningur þeirra sé minni. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Misvægi í verðtryggðum eignum og skuldum Landsbankans gerir það að verkum að bankinn hagnast um meira en milljarð í hvert skipti sem verðlag hækkar um prósent. Misvægið hefur aukist í Landsbankanum frá hruni, meðan hinir tveir hafa dregið úr því. Verðtryggingarjöfnuður er orð sem notað er til að lýsa muninum á verðtryggðum eignum og skuldum, það er, hvort fjármálastofnun hefur lánað meira verðtryggt út en hún hefur sjálf fengið lánað. Nokkuð misvægi er í verðtryggðum eignum og skuldum bankanna þriggja. Arion banki átti rúmum 14 milljörðum meira verðtryggt en hann skuldaði þegar árshlutauppgjör fyrir fyrstu 9 mánuði síðasta árs var birt, á sama tíma og munurinn nam 16 og hálfum milljarði hjá Íslandsbanka. Langmesta ójafnvægið var í bókum ríkisbankans Landsbankans, þar sem bankinn átti hundrað og ellefu milljörðum meira verðtryggt, en hann skuldaði. Það merkir að að eitt prósent hækkun verðlags eykur hreinan hagnað bankans um meira en 1,1 milljarð króna af því að verðmæti eigna hans eykst meira en skuldirnar - það meira en þrefalt á við hina bankana til samans. Sé þróunin skoðuð frá ársbyrjun 2009 sést að hinum bönkunum hefur báðum tekist að draga úr ójafnvæginu, Íslandsbanka þó betur, á meðan ójafnvægið hefur aukist mikið á sama tíma hjá Landsbankanum. Hætta er á að ójafnvægið aukist enn, þar sem bankinn mun að öllum líkindum breyta gengistryggðum lánum í verðtryggð og auka útlánin frekar. Upplýsingafulltrúi Landsbankans segir í samtali við fréttastofu að bankinn sé meðvitaður um þetta misvægi og verið sé að reyna að vinda ofan af því. Verðtryggðu lánin vindi hins vegar upp á sig, og lítill áhugi virðist á verðtryggðum innlánum til að vega upp á móti því. Hann segir að bankinn sé ekki meðvitað að taka stöðu með verðbólgunni, og telur að hinum bönkunum hafi tekist betur að draga úr sinni stöðu því efnahagsreikningur þeirra sé minni.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira