Innlent

Landsdómsmálið heldur áfram - frávísunartillaga samþykkt

Frávísunartillaga á þingályktunartillögu Bjarna Benediktssonar um að afturkalla ákæru á hendur Geirs H. Haarde, var samþykkt á Alþingi nú fyrir stundu, með 33 atkvæðum gegn 27. Það þýðir að þingmenn munu ekki greiða atkvæði um hvort að ákæra verður afturkölluð. Landsdómsmálið heldur því áfram. Aðalmeðferð fer fram á mánudaginn.

Já sögðu: 33

Nei sögðu: 27

Fjarverandi: 2

Greiðir ekki atkvæði: 1



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×