Landsmenn vilja heilbrigðismál í forgang á fjárlögum en kirkjan er neðst á blaði Birgir Olgeirsson skrifar 10. júní 2016 16:06 Helgi Hrafn Jónsson og Birgitta Jónsdóttir eru tveir af þremur þingmönnum Pírata. Vísir/Vilhelm Íslendingar vilja að Alþingi setji heilbrigðismál, menntamál og almannatryggingar og velferð í forgang í fjárlögum ef marka má könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir þingflokk Pírata. Þetta er þriðja árið í röð sem þingflokkur Pírata lætur Gallup framkvæma slíka könnun fyrir sig en um netkönnun var að ræða sem framkvæmd var 19. maí til 2. júní. Úrtakið var 4.220 manns af öllu landinu 18 ára og eldri. Þátttökuhlutfallið var 61,1 prósent. Voru þátttakendur beðnir að raða málaflokkum í forgangsröð eftir því hvernig þeir vilja að fjármunum sé forgangsraðað í ríkisrekstrinum. Heilbrigðismál eru þjóðinni hugleiknust ef marka má könnunina en 75 prósent svarenda settu þau í fyrsta sæti og fá heilbrigðismálin því forgangseinkunnina 90,1.Ásta Guðrún Helgadóttir er einn af þremur þingmönnum Pírata.vísir/ernir„Áhersla á heilbrigðismálin er almennt mjög jöfn meðal allra aldurshópa þótt aldurinn 35-44 ára skeri sig aðeins frá með hæsta skorið. Þá eru konur örlítið hærri en karlar í þessum flokki. Búseta og menntun hefur hins vegar mjög lítil áhrif á áherslu á heilbrigðismálin. Þessi ríka áhersla á heilbrigðismálin hlýtur að hafa þau áhrif að við þurfum að skoða þennan málaflokk alvarlega. Ekki bara það fé sem varið er í málaflokkinn heldur nýtingu þess fjármagns innan kerfisins. Kerfið er orðinn hálfgerður frumskógur og fólk hætt að skilja hvernig það virkar,“ segir í tilkynningu Pírata um málið. Næst í röðinni eru menntamálin en sex prósent settu þau í fyrsta sæti. „Hér má velta upp þeirri spurningu hvort landsmenn hafa áhuga á tilteknu skólastigi umfram önnur. Yngsti aldurshópurinn (18 – 24 ára) skorar hæst hér, þ.e. þeir sem eru að hefja eða hafa hafið háskólanám. Hæst skora líka þeir sem eru með mesta menntun (háskólapróf). Þá skorar höfuðborgarsvæðið heldur hærra hér en landsbyggðin,“ segir í tilkynningu frá Pírötum. Í þriðja sæti eru almannatryggingar og velferðarmál en þar skoraði elsti þátttökuhópurinn hæst, 65 ára og eldri og þeir sem hafa einungis lokið grunnskólaprófi. Höfuðborgarsvæðið skorar einnig hærra í þessum flokki en landsbyggðin. Næstu sæti skipast þannig: 4. Löggæsla og öryggismál. 5. Húsnæðis, skipulags- og hreinsunarmál 6. Samgöngumál 7. Almenn opinber þjónusta 8. Menningarmál 9. – 12. Atvinnuvegir (Landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál, eldsneytis- og orkumál, iðnaðarmál og önnur útgjöld vegna atvinnuvega) Kirkjumálin ráku svo lestina og eru neðst á blaði meðal landsmanna ef marka má könnun Gallup en niðurstöður hennar má sjá hér. Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Íslendingar vilja að Alþingi setji heilbrigðismál, menntamál og almannatryggingar og velferð í forgang í fjárlögum ef marka má könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir þingflokk Pírata. Þetta er þriðja árið í röð sem þingflokkur Pírata lætur Gallup framkvæma slíka könnun fyrir sig en um netkönnun var að ræða sem framkvæmd var 19. maí til 2. júní. Úrtakið var 4.220 manns af öllu landinu 18 ára og eldri. Þátttökuhlutfallið var 61,1 prósent. Voru þátttakendur beðnir að raða málaflokkum í forgangsröð eftir því hvernig þeir vilja að fjármunum sé forgangsraðað í ríkisrekstrinum. Heilbrigðismál eru þjóðinni hugleiknust ef marka má könnunina en 75 prósent svarenda settu þau í fyrsta sæti og fá heilbrigðismálin því forgangseinkunnina 90,1.Ásta Guðrún Helgadóttir er einn af þremur þingmönnum Pírata.vísir/ernir„Áhersla á heilbrigðismálin er almennt mjög jöfn meðal allra aldurshópa þótt aldurinn 35-44 ára skeri sig aðeins frá með hæsta skorið. Þá eru konur örlítið hærri en karlar í þessum flokki. Búseta og menntun hefur hins vegar mjög lítil áhrif á áherslu á heilbrigðismálin. Þessi ríka áhersla á heilbrigðismálin hlýtur að hafa þau áhrif að við þurfum að skoða þennan málaflokk alvarlega. Ekki bara það fé sem varið er í málaflokkinn heldur nýtingu þess fjármagns innan kerfisins. Kerfið er orðinn hálfgerður frumskógur og fólk hætt að skilja hvernig það virkar,“ segir í tilkynningu Pírata um málið. Næst í röðinni eru menntamálin en sex prósent settu þau í fyrsta sæti. „Hér má velta upp þeirri spurningu hvort landsmenn hafa áhuga á tilteknu skólastigi umfram önnur. Yngsti aldurshópurinn (18 – 24 ára) skorar hæst hér, þ.e. þeir sem eru að hefja eða hafa hafið háskólanám. Hæst skora líka þeir sem eru með mesta menntun (háskólapróf). Þá skorar höfuðborgarsvæðið heldur hærra hér en landsbyggðin,“ segir í tilkynningu frá Pírötum. Í þriðja sæti eru almannatryggingar og velferðarmál en þar skoraði elsti þátttökuhópurinn hæst, 65 ára og eldri og þeir sem hafa einungis lokið grunnskólaprófi. Höfuðborgarsvæðið skorar einnig hærra í þessum flokki en landsbyggðin. Næstu sæti skipast þannig: 4. Löggæsla og öryggismál. 5. Húsnæðis, skipulags- og hreinsunarmál 6. Samgöngumál 7. Almenn opinber þjónusta 8. Menningarmál 9. – 12. Atvinnuvegir (Landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál, eldsneytis- og orkumál, iðnaðarmál og önnur útgjöld vegna atvinnuvega) Kirkjumálin ráku svo lestina og eru neðst á blaði meðal landsmanna ef marka má könnun Gallup en niðurstöður hennar má sjá hér.
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira