Innlent

Landspítalinn átti hvorki fyrir launum né lyfjum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hulda Gunnlaugsdóttir var forstjóri Landspítalans.
Hulda Gunnlaugsdóttir var forstjóri Landspítalans. Mynd/ Stefán.
Landspítalinn átti hvorki pening til að greiða starfsmönnum laun né kaupa lyf eftir bankahrunið, segir Hulda Gunnlaugsdóttir, fyrrverandi forstjóri Landspítalans. Hún var ráðinn forstjóri Landspítalans haustið 2008, um það leyti sem bankakerfið á Íslandi hrundi.

„Ég sagði við yfirmann lyfjamála og fjármálastjórann að við skyldum halda þessu leyndu fyrst um sinn til þess að skapa ekki ótta. Á sama tíma höfðum við samband við heilbrigðis- og fjármálaráðuneytið til þess að tryggja lágmarksfjármögnun sem við þurftum," segir Hulda í samtali við Aftenposten.

Hulda segist hafa reynt að skapa traust með því að verja meiri tíma með starfsfólki spítalans og vera sýnilegri á meðal þeirra. Hún hafi borðað í matsalnum á hverjum degi og talað við eins marga og hún gat.

Hulda stoppaði stutt við á Landspítalanum og fór aftur til Noregs þar sem hún stýrir sjúkrahúsi. Hún segir að mikilvægasta reynslan frá Íslandi sé sú að í miklu breytingaferli og á áfallatímum þurfi mikill leiðtogi að vera nærri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×