Landspítalinn banni mótmæli bænahóps Viktoría Hermannsdóttir skrifar 16. desember 2014 07:00 Hópurinn hittist í hádeginu á hverjum þriðjudegi fyrir utan kvennadeildina og biður fyrir eyddum fóstrum. Fréttablaðið/Ernir „Ég vonast til þess að geta afhent Landspítalanum þennan undirskriftalista í þeirri von að stjórnendurnir endurskoði þessi mótmæli sem fram fara á lóð spítalans,“ segir Bryndís Björnsdóttir. Bryndís hefur hafið undirskriftasöfnun gegn mótmælum hópsins Lífsverndar. Fréttablaðið sagði frá því í október að í hádeginu á hverjum þriðjudegi hittist fyrir utan Kvennadeild Landspítalans hópur sem fer með bænir og biður fyrir eyddum fóstrum. Í samtali við Fréttablaðið sagði einn í hópnum, Denis O"Leary, kaþólskur prestur við Maríukirkju í Breiðholti, að þau væru að biðja fyrir þeim fóstrum sem væri eytt inni á deildinni. „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ sagði O"Leary, og tók fram að þau nálguðust ekki fólk að fyrra bragði.Bryndís BjörnsdóttirÍ greininni kom fram að félagsráðgjafi við kvennadeildina segði konur sem þangað leituðu ekki verða fyrir ónæði af völdum fólksins. Bryndís vill með undirskriftalistanum að forsvarsmenn spítalans íhugi það að meina hópnum að mótmæla á lóð spítalans. Konur sem þangað leiti eigi að geta gert það óáreittar. „Ég stórlega efast um að konur sem ganga þarna inn verði ekki fyrir áreiti,“ segir hún. „Þetta er málefni sem hefur verið lítið rætt um og er í mikilli skömm. Þögn yfir þessum mótmælum bera merki um það. Það er mikilvægt að það létti á því og þær konur sem gangi þarna inn mæti því vali sem þær vilja,“ segir Bryndís. Að sögn Bryndísar er það minnsta sem Landspítalinn getur gert að meina mótmælendum að vera á lóð spítalans. Þetta fólk geti haft sínar skoðanir en eigi ekki að viðra þær þarna. „Konur sem koma þarna inn eru í þeirri stöðu að þurfa að taka ákvörðun sem er mjög erfið. Þetta tel ég að Landspítalinn eigi að taka tillit til. Ef verið væri að mótmæla annars konar þjónustu Landspítalans þá væri ekki vel litið til þess ef fólk væri að því á lóð spítalans,“ segir Bryndís. Tengdar fréttir Að kunna sig Nýverið var lýst yfir í fjölmiðlum að fólk á öllum aldri væri saman komið á Austurvelli til þess að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Í tilkynningu um mótmælin var tekið fram að þau yrðu friðsamleg þrátt fyrir að reiði væri fyrir hendi, þar sem þátttakendur kynnu sig. 12. desember 2014 07:00 Biðja fyrir eyddum fóstrum við Kvennadeild Landspítalans „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ 15. október 2014 09:30 Segir bænahópinn áreitni fyrir konur „Mér finnst þetta vera áreitni og ég myndi vilja að Landspítalinn skoðaði þetta mál alvarlega með hagsmuni sinna skjólstæðinga að leiðarljósi.“ 16. október 2014 07:00 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
„Ég vonast til þess að geta afhent Landspítalanum þennan undirskriftalista í þeirri von að stjórnendurnir endurskoði þessi mótmæli sem fram fara á lóð spítalans,“ segir Bryndís Björnsdóttir. Bryndís hefur hafið undirskriftasöfnun gegn mótmælum hópsins Lífsverndar. Fréttablaðið sagði frá því í október að í hádeginu á hverjum þriðjudegi hittist fyrir utan Kvennadeild Landspítalans hópur sem fer með bænir og biður fyrir eyddum fóstrum. Í samtali við Fréttablaðið sagði einn í hópnum, Denis O"Leary, kaþólskur prestur við Maríukirkju í Breiðholti, að þau væru að biðja fyrir þeim fóstrum sem væri eytt inni á deildinni. „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ sagði O"Leary, og tók fram að þau nálguðust ekki fólk að fyrra bragði.Bryndís BjörnsdóttirÍ greininni kom fram að félagsráðgjafi við kvennadeildina segði konur sem þangað leituðu ekki verða fyrir ónæði af völdum fólksins. Bryndís vill með undirskriftalistanum að forsvarsmenn spítalans íhugi það að meina hópnum að mótmæla á lóð spítalans. Konur sem þangað leiti eigi að geta gert það óáreittar. „Ég stórlega efast um að konur sem ganga þarna inn verði ekki fyrir áreiti,“ segir hún. „Þetta er málefni sem hefur verið lítið rætt um og er í mikilli skömm. Þögn yfir þessum mótmælum bera merki um það. Það er mikilvægt að það létti á því og þær konur sem gangi þarna inn mæti því vali sem þær vilja,“ segir Bryndís. Að sögn Bryndísar er það minnsta sem Landspítalinn getur gert að meina mótmælendum að vera á lóð spítalans. Þetta fólk geti haft sínar skoðanir en eigi ekki að viðra þær þarna. „Konur sem koma þarna inn eru í þeirri stöðu að þurfa að taka ákvörðun sem er mjög erfið. Þetta tel ég að Landspítalinn eigi að taka tillit til. Ef verið væri að mótmæla annars konar þjónustu Landspítalans þá væri ekki vel litið til þess ef fólk væri að því á lóð spítalans,“ segir Bryndís.
Tengdar fréttir Að kunna sig Nýverið var lýst yfir í fjölmiðlum að fólk á öllum aldri væri saman komið á Austurvelli til þess að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Í tilkynningu um mótmælin var tekið fram að þau yrðu friðsamleg þrátt fyrir að reiði væri fyrir hendi, þar sem þátttakendur kynnu sig. 12. desember 2014 07:00 Biðja fyrir eyddum fóstrum við Kvennadeild Landspítalans „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ 15. október 2014 09:30 Segir bænahópinn áreitni fyrir konur „Mér finnst þetta vera áreitni og ég myndi vilja að Landspítalinn skoðaði þetta mál alvarlega með hagsmuni sinna skjólstæðinga að leiðarljósi.“ 16. október 2014 07:00 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Að kunna sig Nýverið var lýst yfir í fjölmiðlum að fólk á öllum aldri væri saman komið á Austurvelli til þess að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Í tilkynningu um mótmælin var tekið fram að þau yrðu friðsamleg þrátt fyrir að reiði væri fyrir hendi, þar sem þátttakendur kynnu sig. 12. desember 2014 07:00
Biðja fyrir eyddum fóstrum við Kvennadeild Landspítalans „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ 15. október 2014 09:30
Segir bænahópinn áreitni fyrir konur „Mér finnst þetta vera áreitni og ég myndi vilja að Landspítalinn skoðaði þetta mál alvarlega með hagsmuni sinna skjólstæðinga að leiðarljósi.“ 16. október 2014 07:00