Langhæsta verðið á Norðurlöndunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2013 13:32 Verðsamanburður Póst- og fjarskiptastofnunar á árlegum skráningargjöldum á landsléninu .is við Norðurlöndin leiðir í ljós 100-300% hærri gjöld hér á landi. Þetta kemur fram á vef PFS. Stofnunin hefur skilað umsögn um frumvarp til laga um landslénið .is og önnur höfuðlén til umhverfis- og menntamálanefndar Alþingis. PFS bendir á að núverandi rekstrarfyrirkomulag, sem felist í einokunarstarfsemi sem ISNIC sinni, geti haft í för með sér neikvæðar afleiðingar fyrir neytendur.Verðmunur á Norðurlöndunum. Um kaupmáttarjafnað verð í evrum er að ræða.Mynd/PFSSamanburð á árlegum lénaskráningargjöldum má sjá á myndinni hér að ofan. PFS telur smæð íslenska markaðarins ekki skýra hina háu verðlagningu hér á landi. Samanburður við smáríkin Liechtenstein og Möltu sýndu að verðið á Íslandi var um eða yfir 100% í þeim samanburði. Einkarestur sjaldgæft fyrirkomulagPóst- og fjarskiptastofnun telur að umræða um landslénamálin hafi á stundum verið misvísandi. Því minnir PFS á það sjónarmið að landslénið .is sé í eðli sínu takmörkuð auðlind og eðlilegt að Alþingi geti sett lög um ráðstöfun og nýtingu auðlindarinnar. PFS telur lagasetningu sérstaklega mikilvæga til þess að einkaaðili, sem er ISNIC í núverandi fyrirkomulagi, sé ekki í sjálfsvald sett hvernig staðið sé að skráningu landsléna. Þá verði markmiðum um nauðsynlegt öryggi reksturs, búnaðar og gagna ekki tryggt nema með löggjöf. Samkvæmt PFS er skráningum landsléna alla jafna komið fyrir hjá opinberum stjórnvöldum, innan háskólasamfélags eða á hendi sjálfseignarstofnana (e. Non-profit organizations). Það megi sjá í töflu í skýrslu OECD frá árinu 2006, sjá hér. Brýnt að setja almenn lög um landslénið .is sem fyrst„Póst- og fjarskiptastofnun telur að sú skipan mála að jafn samfélagslega mikilvæg og takmörkuð auðlind og landslénið .is skuli vera fyrir komið í einokunarstarfsemi einkaaðila sé afar óheppileg og geti m.a. skýrt þann mikla verðmun sem er á árgjöldum lénaskráningar hér á landi samanborið við þau lönd sem við helst berum okkur saman við, sbr. umfjöllun í kafla 4.2. Þessi staða, með tilliti til hagsmuna neytenda, samfélagslega mikilvægis þjónustunnar, auk sjónarmiða um rekstralegt öryggi og stjórnsýslulegt eftirlit með starfseminni, beinlínis kallar á að sett verði almenn lög um starfsemina. Telur PFS afar brýnt að það verði gert sem fyrst," eins og segir í umsögn PFS. Tengdar fréttir Vill hafa gætur á arðgreiðslum ISNIC Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vill koma í veg fyrir að miklir fjármunir verði teknir út úr fyrirtækinu ISNIC í formi arðgreiðslna. Þetta kom fram í máli ráðherrans á Alþingi í gær þar sem hann mælti fyrir frumvarpi um landslénið .is. 16. janúar 2013 09:54 Segir yfirvöld opna á ritskoðun á Internetinu Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. 15. janúar 2013 11:37 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Sjá meira
Verðsamanburður Póst- og fjarskiptastofnunar á árlegum skráningargjöldum á landsléninu .is við Norðurlöndin leiðir í ljós 100-300% hærri gjöld hér á landi. Þetta kemur fram á vef PFS. Stofnunin hefur skilað umsögn um frumvarp til laga um landslénið .is og önnur höfuðlén til umhverfis- og menntamálanefndar Alþingis. PFS bendir á að núverandi rekstrarfyrirkomulag, sem felist í einokunarstarfsemi sem ISNIC sinni, geti haft í för með sér neikvæðar afleiðingar fyrir neytendur.Verðmunur á Norðurlöndunum. Um kaupmáttarjafnað verð í evrum er að ræða.Mynd/PFSSamanburð á árlegum lénaskráningargjöldum má sjá á myndinni hér að ofan. PFS telur smæð íslenska markaðarins ekki skýra hina háu verðlagningu hér á landi. Samanburður við smáríkin Liechtenstein og Möltu sýndu að verðið á Íslandi var um eða yfir 100% í þeim samanburði. Einkarestur sjaldgæft fyrirkomulagPóst- og fjarskiptastofnun telur að umræða um landslénamálin hafi á stundum verið misvísandi. Því minnir PFS á það sjónarmið að landslénið .is sé í eðli sínu takmörkuð auðlind og eðlilegt að Alþingi geti sett lög um ráðstöfun og nýtingu auðlindarinnar. PFS telur lagasetningu sérstaklega mikilvæga til þess að einkaaðili, sem er ISNIC í núverandi fyrirkomulagi, sé ekki í sjálfsvald sett hvernig staðið sé að skráningu landsléna. Þá verði markmiðum um nauðsynlegt öryggi reksturs, búnaðar og gagna ekki tryggt nema með löggjöf. Samkvæmt PFS er skráningum landsléna alla jafna komið fyrir hjá opinberum stjórnvöldum, innan háskólasamfélags eða á hendi sjálfseignarstofnana (e. Non-profit organizations). Það megi sjá í töflu í skýrslu OECD frá árinu 2006, sjá hér. Brýnt að setja almenn lög um landslénið .is sem fyrst„Póst- og fjarskiptastofnun telur að sú skipan mála að jafn samfélagslega mikilvæg og takmörkuð auðlind og landslénið .is skuli vera fyrir komið í einokunarstarfsemi einkaaðila sé afar óheppileg og geti m.a. skýrt þann mikla verðmun sem er á árgjöldum lénaskráningar hér á landi samanborið við þau lönd sem við helst berum okkur saman við, sbr. umfjöllun í kafla 4.2. Þessi staða, með tilliti til hagsmuna neytenda, samfélagslega mikilvægis þjónustunnar, auk sjónarmiða um rekstralegt öryggi og stjórnsýslulegt eftirlit með starfseminni, beinlínis kallar á að sett verði almenn lög um starfsemina. Telur PFS afar brýnt að það verði gert sem fyrst," eins og segir í umsögn PFS.
Tengdar fréttir Vill hafa gætur á arðgreiðslum ISNIC Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vill koma í veg fyrir að miklir fjármunir verði teknir út úr fyrirtækinu ISNIC í formi arðgreiðslna. Þetta kom fram í máli ráðherrans á Alþingi í gær þar sem hann mælti fyrir frumvarpi um landslénið .is. 16. janúar 2013 09:54 Segir yfirvöld opna á ritskoðun á Internetinu Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. 15. janúar 2013 11:37 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Sjá meira
Vill hafa gætur á arðgreiðslum ISNIC Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vill koma í veg fyrir að miklir fjármunir verði teknir út úr fyrirtækinu ISNIC í formi arðgreiðslna. Þetta kom fram í máli ráðherrans á Alþingi í gær þar sem hann mælti fyrir frumvarpi um landslénið .is. 16. janúar 2013 09:54
Segir yfirvöld opna á ritskoðun á Internetinu Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. 15. janúar 2013 11:37