Langur brotaferill mannsins: Fíkniefnalagabrot, hótanir og skothríð á Reykhólum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. ágúst 2015 10:21 Frá aðgerðum lögreglu í gærkvöldi. Vísir Maðurinn sem handtekinn var af lögreglu við Vellina í Hafnarfirði í nótt heitir Benedikt Bragason og á að baki langan brotaferil. Hann var handtekinn á heimili móður sinnar, vopnaður golfkylfu og hníf, um eittleytið í nótt. Hann var síðast dæmdur til fangelsisvistar vegna brots gegn valdstjórninni í mars síðastliðnum. Hann hafði í nóvember 2013 ítrekað hótað þremur lögreglumönnum lífláti eftir að hafa verið handtekinn auk þess sem hann hótaði einum þeirra líkamsmeiðingum með því að segja: „Ég skal brjóta á þér andlitið.“ Með broti sínu rauf Benedikt reynslulausn en hann átti eftir tæplega átta mánuði af refsingu eftir fíkniefnalagabrot. Vegna þessa dæmdi Héraðsdómur Reykjaness hann til tíu mánaða fangelsisvistar.Sjá einnig: Sérsveitin kölluð til: Karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn á Völlunum Auk þessa nýjasta dóms hefur Benedikt, sem fæddur er árið 1970, þrettán sinnum áður fengið á sig dóm frá árinu 1998. Þar á meðal fyrir brot á fíkniefnalögum, umferðarlögum og gegn valdstjórninni. Benedikt var handtekinn um eittleytið í nótt eftir að lögreglu barst tilkynning klukkan tíu um hávaða úr íbúð hans. Þegar lögreglu bar að garði brást hann illa við tilmælum lögreglumanna, flúði inn í íbúð sína og sagðist vera vopnaður skotvopni. Í ljós hefur komið að hann var í raun vopnaður golfkylfu og hnífi. Í kjölfarið bárust ábendingar frá íbúum í hverfinu um skothvelli. Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar. Í dóminum frá því í mars kemur fram að Benedikt eigi við áfengisvanda að stríða.Sjá einnig: Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra „Þá lagði ákærði fram læknisvottorð þar sem fram kom að ákærði ætti við áfengissjúkdóm að stríða og í tengslum við þann sjúkdóm brygðist hann stundum við áreiti með ofsareiði, sem væri ekki í eðli hans. Sé hann nú að reyna að ná stjórn á sjúkdómi sínum með stuðningi AA-samtakanna og sé nú fyrst sjálfur orðinn meðvitaður um þann sjúkdóm. Einnig var lagt fram vottorð frá trúnaðarmanni ákærða þar sem fram kemur að ákærði sé nú í 12 spora kerfi AA-samtakanna og hafi sýnt mikinn dugnað í þeirri vinnu að halda sjúkdóminum niðri,“ segir í dóminum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var Benedikt í annarlegu ástandi í gærkvöldi. Skaut úr haglabyssu á Reykhólum Benedikt var vistaður á geðdeild eftir að hafa verið handtekinn á Reykhólum í lok júlí árið 2004. Þá hafði hann skotið að minnsta kosti tíu skotum úr haglabyssu að nokkrum íbúðarhúsum, bíl og plastbát á Reykhólum. Hann var auk haglabyssunnar vopnaður riffli. „Maðurinn var ekki í andlegu jafnvægi þegar atburðurinn átti sér stað,“ segir í frétt Vísis frá því í ágúst árið 2004. Talsverða athygli vakti þegar atburðurinn átti sér stað að um tíu tíma tók fyrir lögreglu að koma á staðinn eftir að tilkynning barst um skothríðina. Í aðgerðum lögreglu í kjölfarið fundust um 170 kannabisplöntur á dvalarstað Benedikts í Reykjavík.Sjá einnig: Prestssonur gekk berserksgangFlutti inn sterkt kókaín, blandaði og seldi Benedikt var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa í lok árs 2007 flutt inn til landsins allt að 700 grömm af kókaíni „með miklum efnastyrkleika,“ að því er segir í dómi frá árinu 2008. Efnin voru ætluð til sölu og náði Benedikt að selja efni fyrir allt að 800 þúsund krónur áður en hann var handtekinn í janúar árið 2008. Hafði hann þá drýgt kókaínið með blöndun og selt og afhent allt að 300 grömm af efninu til ótiltekins fjölda fíkniefnakaupenda. Við húsleit í janúar fundust 580 grömm af kókaíni. Þá fannst í íbúð hans rafmagnsvopn og var hann því dæmdur vegna vopnalagabrota. Árið 2010 var Benedikt dæmdur í skilorðsbundna refsingu til fimm ára í Austurríki vegna tilraunar til mótspyrnu gegn valdstjórninni. Þá var hann árið 2011 dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn ýmsum ákvæðum umferðarlaga. Tengdar fréttir Sérsveitin kölluð til: Karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn á Völlunum Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar og höfðu staðið yfir frá því um hálf ellefu. Lögregla lokaði allri umferð inn í hverfið um það leyti og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra. 10. ágúst 2015 01:23 Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Aðgerðum lögreglu lauk um klukkan eitt í nótt með handtöku manns í íbúð við Kirkjuvelli. 9. ágúst 2015 23:08 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Maðurinn sem handtekinn var af lögreglu við Vellina í Hafnarfirði í nótt heitir Benedikt Bragason og á að baki langan brotaferil. Hann var handtekinn á heimili móður sinnar, vopnaður golfkylfu og hníf, um eittleytið í nótt. Hann var síðast dæmdur til fangelsisvistar vegna brots gegn valdstjórninni í mars síðastliðnum. Hann hafði í nóvember 2013 ítrekað hótað þremur lögreglumönnum lífláti eftir að hafa verið handtekinn auk þess sem hann hótaði einum þeirra líkamsmeiðingum með því að segja: „Ég skal brjóta á þér andlitið.“ Með broti sínu rauf Benedikt reynslulausn en hann átti eftir tæplega átta mánuði af refsingu eftir fíkniefnalagabrot. Vegna þessa dæmdi Héraðsdómur Reykjaness hann til tíu mánaða fangelsisvistar.Sjá einnig: Sérsveitin kölluð til: Karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn á Völlunum Auk þessa nýjasta dóms hefur Benedikt, sem fæddur er árið 1970, þrettán sinnum áður fengið á sig dóm frá árinu 1998. Þar á meðal fyrir brot á fíkniefnalögum, umferðarlögum og gegn valdstjórninni. Benedikt var handtekinn um eittleytið í nótt eftir að lögreglu barst tilkynning klukkan tíu um hávaða úr íbúð hans. Þegar lögreglu bar að garði brást hann illa við tilmælum lögreglumanna, flúði inn í íbúð sína og sagðist vera vopnaður skotvopni. Í ljós hefur komið að hann var í raun vopnaður golfkylfu og hnífi. Í kjölfarið bárust ábendingar frá íbúum í hverfinu um skothvelli. Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar. Í dóminum frá því í mars kemur fram að Benedikt eigi við áfengisvanda að stríða.Sjá einnig: Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra „Þá lagði ákærði fram læknisvottorð þar sem fram kom að ákærði ætti við áfengissjúkdóm að stríða og í tengslum við þann sjúkdóm brygðist hann stundum við áreiti með ofsareiði, sem væri ekki í eðli hans. Sé hann nú að reyna að ná stjórn á sjúkdómi sínum með stuðningi AA-samtakanna og sé nú fyrst sjálfur orðinn meðvitaður um þann sjúkdóm. Einnig var lagt fram vottorð frá trúnaðarmanni ákærða þar sem fram kemur að ákærði sé nú í 12 spora kerfi AA-samtakanna og hafi sýnt mikinn dugnað í þeirri vinnu að halda sjúkdóminum niðri,“ segir í dóminum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var Benedikt í annarlegu ástandi í gærkvöldi. Skaut úr haglabyssu á Reykhólum Benedikt var vistaður á geðdeild eftir að hafa verið handtekinn á Reykhólum í lok júlí árið 2004. Þá hafði hann skotið að minnsta kosti tíu skotum úr haglabyssu að nokkrum íbúðarhúsum, bíl og plastbát á Reykhólum. Hann var auk haglabyssunnar vopnaður riffli. „Maðurinn var ekki í andlegu jafnvægi þegar atburðurinn átti sér stað,“ segir í frétt Vísis frá því í ágúst árið 2004. Talsverða athygli vakti þegar atburðurinn átti sér stað að um tíu tíma tók fyrir lögreglu að koma á staðinn eftir að tilkynning barst um skothríðina. Í aðgerðum lögreglu í kjölfarið fundust um 170 kannabisplöntur á dvalarstað Benedikts í Reykjavík.Sjá einnig: Prestssonur gekk berserksgangFlutti inn sterkt kókaín, blandaði og seldi Benedikt var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa í lok árs 2007 flutt inn til landsins allt að 700 grömm af kókaíni „með miklum efnastyrkleika,“ að því er segir í dómi frá árinu 2008. Efnin voru ætluð til sölu og náði Benedikt að selja efni fyrir allt að 800 þúsund krónur áður en hann var handtekinn í janúar árið 2008. Hafði hann þá drýgt kókaínið með blöndun og selt og afhent allt að 300 grömm af efninu til ótiltekins fjölda fíkniefnakaupenda. Við húsleit í janúar fundust 580 grömm af kókaíni. Þá fannst í íbúð hans rafmagnsvopn og var hann því dæmdur vegna vopnalagabrota. Árið 2010 var Benedikt dæmdur í skilorðsbundna refsingu til fimm ára í Austurríki vegna tilraunar til mótspyrnu gegn valdstjórninni. Þá var hann árið 2011 dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn ýmsum ákvæðum umferðarlaga.
Tengdar fréttir Sérsveitin kölluð til: Karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn á Völlunum Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar og höfðu staðið yfir frá því um hálf ellefu. Lögregla lokaði allri umferð inn í hverfið um það leyti og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra. 10. ágúst 2015 01:23 Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Aðgerðum lögreglu lauk um klukkan eitt í nótt með handtöku manns í íbúð við Kirkjuvelli. 9. ágúst 2015 23:08 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Sérsveitin kölluð til: Karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn á Völlunum Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar og höfðu staðið yfir frá því um hálf ellefu. Lögregla lokaði allri umferð inn í hverfið um það leyti og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra. 10. ágúst 2015 01:23
Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Aðgerðum lögreglu lauk um klukkan eitt í nótt með handtöku manns í íbúð við Kirkjuvelli. 9. ágúst 2015 23:08