Viðskipti innlent

Lars Christensen skammar forsetann

Lars Christensen forstöðumaður greiningar Danske Bank segir að Ólafur Ragnar Grímssonforseti Íslands ætti ekki að koma fram í fjölmiðlum á þessum tímum með skammir í garð matsfyrirtækja.

Christensen á þar við ummæli forsetans í gær um Moody´s en forsetinn sagði frammistöðu þess matsfyrirtækis ömurlega í aðdragenda hrunsins í viðtali á sjónvarpsstöð Bloomberg fréttaveitunnar.

Christensen segir að það hafi ekki verið fagleg nálgun hjá forsetanum að ausa skömmum yfir Moody´s og segja jafnframt að Ísland geti bjargað sér eitt og sér.

Christensen segir að það sé ekki endilega rangt að Ísland geti ekki bjargað sér. Hinsvegar væri betra að forsetinn væri yfirvegaðri og faglegri í málflutningi sínum. Viðhorfið hjá forsetanum hafi verið rangt í ljósi þess að Ísland þarf á erlendu fjármagni að halda.

Þetta kom fram á morgunfundi hjá VÍB í morgun þar sem Christensen greindi frá fyrstu greiningu Danske Bank á íslensku efnahagslífi undanfarin fjögur ár. Greiningu sem er fremur jákvæð hvað nánustu framtíð landsins varðar á efnahagssviðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×