Lars og Eiður ætla að enda ferilinn saman á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2015 07:45 Eiður Smári Guðjohnsen á æfingunni á Astana-leikvanginum í Kasakstan í gær. fréttablaðið/Friðrik þór Íslenska karlalandsliðið er mætt til Kasakstans til að hefja lokaundirbúning sinn fyrir fyrsta mótsleik ársins sem verður á móti Kasakstan á laugardaginn. Með í för er Eiður Smári Guðjohnsen sem nýr aftur í landsliðið eftir sextán mánaða fjarveru og hann og landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck dreymir báða um að upplifa svanasönginn saman á stórmóti sumarið 2016. „Það eru allir leikir mikilvægir en eftir vetrarfríið skiptir það miklu máli fyrir okkur að komast aftur á réttu brautina. Ég vona að við getum náð í þrjú stig út úr þessum leik,“ sagði landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck við Fréttablaðið í gær en eftir að hafa verið með fullt hús eftir þrjá leiki tapaðist síðasti leikur. „Tapið á móti Tékklandi þýðir einfaldlega að við töpuðum þremur stigum. Tékkar eru í mjög góðri stöðu og það eru mjög góð lið á eftir okkur. Svo berum við að sjálfsögðu fulla virðingu fyrir Kasakstan,“ segir Lagerbäck. „Við vonum að strákarnir hafi lært eitthvað af þessum Tékkaleik og við höfum talað um hann við liðið. Það er alltaf hægt að læra af tapleikjum en ég vil vinna,“ sagði Lars brosandi. En hvað með þetta lið Kasaka?Slæmt gengi kemur á óvart „Það er svolítið erfitt að reikna þá út því þeir spila ólíkt á heimavelli og á útivelli. Þeir eru miklu sókndjarfari í heimaleikjunum sínum þótt þeir hafi aðeins náð einu jafntefli. Ég býst við því að þeir spili líkt því og þeir hafa gert í heimaleikjum sínum til þessa. Þeir eru með fullt af góðum leikmönnum þannig að það kemur mér svolítið á óvart að þeir hafi ekki fengið meira út úr leikjunum sínum. Þetta er því svolítið varasamur leikur. Það er erfitt að sjá fyrir hvað þeir ætli að gera,“ segir Lars. Hann fagnar þeirri ákvörðun að hafa farið strax með liðið út og að strákarnir fái góðan tíma til að snúa við klukkunni og venjast gervigrasinu á leikvanginum. „Það eru tveir kostir í stöðunni. Annað hvort að gera eins og við, að koma svona snemma, eða þá að koma daginn áður og halda okkur á okkar tíma. Þar sem við eigum ekki kost á því að koma á einkaflugvél þá taldi ég að það væri betra fyrir okkur að koma snemma og fá góðan tíma. Við getum verið með allar æfingarnar okkar á keppnisvellinum og þess vegna var þetta besti undirbúningurinn fyrir okkur,“ sagði Lars.Eiður getur rekið aðra áfram Eiður Smári Guðjohnsen var hrókur alls fagnaðar á æfingu liðsins í gær og naut þess greinilega að vera kominn aftur inn í landsliðið. Lars er líka ánægður með að fá markahæsta landsliðsmann Íslands inn aftur. „Eiður hefur enn þá sína góðu knattspyrnufætur og það skiptir líka máli fyrir okkur að fá inn í hópinn reynsluna hans og persónuleika. Hann er mjög jákvæður maður innan hópsins og eins og hann gerði í síðustu undankeppni þá getur hann rekið aðra leikmenn áfram. Hann hefur verið í þessu lengi og veit alveg upp á hár um hvað þetta snýst. Það er alltaf gott að hafa góðan fótboltamann með svona mikla reynslu,“ segir Lars um Eið Smára. Það efast enginn um það Eiður Smári er að horfa til þess að komast á stórmót áður en ferlinum lýkur. Hann hélt að möguleikinn væri farinn í eftirminnilegu sjónvarpsviðtali eftir Króatíuleikinn, en frábær byrjun íslenska liðsins hefur komið liðinu í fína stöðu í baráttunni um laus sæti á EM í Frakklandi 2016. Eiður Smári komst að hjá Bolton og er kominn í flott form. „Við tveir vorum að grínast aðeins með það hérna úti að við gætum kvatt saman. Hann myndi líklega leggja skóna á hilluna eftir EM ef við komust til Frakklands og það gerði ég líklega líka. Við gætum því hætt saman,“ sagði Lars í léttum tón en það dreymir fleiri þann draum. „Það mikilvægasta fyrir okkur núna er leikurinn á laugardaginn. Við þurfum líka að klára marga leiki áður en við getum farið að tala um Frakkland.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið er mætt til Kasakstans til að hefja lokaundirbúning sinn fyrir fyrsta mótsleik ársins sem verður á móti Kasakstan á laugardaginn. Með í för er Eiður Smári Guðjohnsen sem nýr aftur í landsliðið eftir sextán mánaða fjarveru og hann og landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck dreymir báða um að upplifa svanasönginn saman á stórmóti sumarið 2016. „Það eru allir leikir mikilvægir en eftir vetrarfríið skiptir það miklu máli fyrir okkur að komast aftur á réttu brautina. Ég vona að við getum náð í þrjú stig út úr þessum leik,“ sagði landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck við Fréttablaðið í gær en eftir að hafa verið með fullt hús eftir þrjá leiki tapaðist síðasti leikur. „Tapið á móti Tékklandi þýðir einfaldlega að við töpuðum þremur stigum. Tékkar eru í mjög góðri stöðu og það eru mjög góð lið á eftir okkur. Svo berum við að sjálfsögðu fulla virðingu fyrir Kasakstan,“ segir Lagerbäck. „Við vonum að strákarnir hafi lært eitthvað af þessum Tékkaleik og við höfum talað um hann við liðið. Það er alltaf hægt að læra af tapleikjum en ég vil vinna,“ sagði Lars brosandi. En hvað með þetta lið Kasaka?Slæmt gengi kemur á óvart „Það er svolítið erfitt að reikna þá út því þeir spila ólíkt á heimavelli og á útivelli. Þeir eru miklu sókndjarfari í heimaleikjunum sínum þótt þeir hafi aðeins náð einu jafntefli. Ég býst við því að þeir spili líkt því og þeir hafa gert í heimaleikjum sínum til þessa. Þeir eru með fullt af góðum leikmönnum þannig að það kemur mér svolítið á óvart að þeir hafi ekki fengið meira út úr leikjunum sínum. Þetta er því svolítið varasamur leikur. Það er erfitt að sjá fyrir hvað þeir ætli að gera,“ segir Lars. Hann fagnar þeirri ákvörðun að hafa farið strax með liðið út og að strákarnir fái góðan tíma til að snúa við klukkunni og venjast gervigrasinu á leikvanginum. „Það eru tveir kostir í stöðunni. Annað hvort að gera eins og við, að koma svona snemma, eða þá að koma daginn áður og halda okkur á okkar tíma. Þar sem við eigum ekki kost á því að koma á einkaflugvél þá taldi ég að það væri betra fyrir okkur að koma snemma og fá góðan tíma. Við getum verið með allar æfingarnar okkar á keppnisvellinum og þess vegna var þetta besti undirbúningurinn fyrir okkur,“ sagði Lars.Eiður getur rekið aðra áfram Eiður Smári Guðjohnsen var hrókur alls fagnaðar á æfingu liðsins í gær og naut þess greinilega að vera kominn aftur inn í landsliðið. Lars er líka ánægður með að fá markahæsta landsliðsmann Íslands inn aftur. „Eiður hefur enn þá sína góðu knattspyrnufætur og það skiptir líka máli fyrir okkur að fá inn í hópinn reynsluna hans og persónuleika. Hann er mjög jákvæður maður innan hópsins og eins og hann gerði í síðustu undankeppni þá getur hann rekið aðra leikmenn áfram. Hann hefur verið í þessu lengi og veit alveg upp á hár um hvað þetta snýst. Það er alltaf gott að hafa góðan fótboltamann með svona mikla reynslu,“ segir Lars um Eið Smára. Það efast enginn um það Eiður Smári er að horfa til þess að komast á stórmót áður en ferlinum lýkur. Hann hélt að möguleikinn væri farinn í eftirminnilegu sjónvarpsviðtali eftir Króatíuleikinn, en frábær byrjun íslenska liðsins hefur komið liðinu í fína stöðu í baráttunni um laus sæti á EM í Frakklandi 2016. Eiður Smári komst að hjá Bolton og er kominn í flott form. „Við tveir vorum að grínast aðeins með það hérna úti að við gætum kvatt saman. Hann myndi líklega leggja skóna á hilluna eftir EM ef við komust til Frakklands og það gerði ég líklega líka. Við gætum því hætt saman,“ sagði Lars í léttum tón en það dreymir fleiri þann draum. „Það mikilvægasta fyrir okkur núna er leikurinn á laugardaginn. Við þurfum líka að klára marga leiki áður en við getum farið að tala um Frakkland.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira